Verðkönnun Dohop – berðu saman flugverðin

  •  Um 50.000 króna sparnaður ef flogið er á nóttinni
  • Allt að 50% hækkun á flugverði
  • Ódýrara að fara fyrr til sólarlanda

Dohop framkvæmdi nýverið mánaðarlega verðkönnun sína. Sem fyrr er litið til þriggja tímabila, þ.e. brottför eftir tvær vikur, fjórar vikur og átta vikur og verð á flugi til helstu áfangastaða skoðað fyrir alla sjö dagana í hverri viku með dvalartímann 4 til 10 daga.

50.000 króna sparnaður ef flogið er á nóttinni

Flogið er til um 60 áfangastaða í beinu flugi frá Keflavík og er samkeppnin milli flugfélaga mikil í sumar. Verðkönnun Dohop nær yfir 21 áfangastað en borin eru sérstaklega saman verð þar sem samkeppni er mikil og mikill verðmunur á flugfélögunum.

Gríðarlegur munur er á verði hjá flugfélögunum en t.a.m. munar um 47.000 krónum á Icelandair og Air Berlin til München og um 35.000 krónum á verði Icelandair og Transavia til Parísar. En athuga verður að þessi munur getur m.a. stafað af því að Air Berlin og Transavia fljúga bæði að nóttu til frá Keflavík.

Verðkönnun Dohop maí 2014

Allt að 50% hækkun á flugverði

Hér fyrir neðan geturðu séð meðalverðið með töskugjöldum, þau flugfélög sem fljúga á áfangastaðinn í beinu flugi sem og breytingar frá síðustu verðkönnun sem var framkvæmd fyrir mánuði.

Flugverð hækkar að jafnaði um 15% á öllum áfangastöðunum en hefur hækkað mest um tæp 50% til Zürich frá síðasta tímabili en bæði WOW air og Icelandair fljúga þangað. Flugverð lækkar einungis til Barselóna og Milanó svo það er um að gera fyrir Íslendinga að drífa sig út í sólina á þessu tímabili. Könnun sem nýverið var framkvæmd hjá Dohop sýndi einnig að verð til sólarlanda hækkar mikið í júlí.

Edinborg   44.865 kr.   32,14%  easyJet
Manchester  45.803 kr.  19,73%  easyJet, Icelandair
Kaupmannahöfn  50.634 kr.  10,09%  Icelandair, WOW air
Osló  52.264 kr.  24,54%  Icelandair, Norwegian, SAS
London  54.216 kr.  27,91%  easyJet, Icelandair, WOW air
Düsseldorf  55.829 kr.   14,17%  Air Berlin, Icelandair, Lufthansa
Milan  74.345 kr.  21%  Icelandair, WOW air
Amsterdam  60.942 kr.  0.18%  Icelandair, WOW air
Hamborg  61.219 kr.  17,7%  Air Berlin, Icelandair
Helsinki  61.386 kr.  3,29%  Finnair, Icelandair
Berlín  62.358 kr.   6,62%  Air Berlin, WOW air
París  64.605 kr.  9,13%  Icelandair, Transavia, WOW air
Billund  62.641 kr.  28,71%  Icelandair, Primera air
Stokkhólmur  62.658 kr.  16,20%  Icelandair
Vienna  65.789 kr.  6,67  Air Berlin, Austrian Airlines
Barselóna  66.620 kr.  -16,58%  Icelandair, Vueling, WOW air
München  73.083 kr.  20,69%  Air Berlin, Icelandair
Zürich  57.378 kr.  49,42%  Icelandair, WOW air
Alicante  100.066 kr.  4,91%  Primera Air, WOW air
New York  101.359 kr.  23,40%  Icelandair, KLM
Boston  120.052 kr.  12,45%  Icelandair

Aðferð

Dohop beitir sambærilegri aðferð og Hagstofa Íslands við samantekt gagna á fargjöldum. Þrjár dagsetningar eru skoðaðar hverju sinni: Sú fyrsta er eftir tvær vikur (um 27. maí), önnur eftir fjórar vikur (um 10. júní) og þriðja eftir átta vikur (um 8. júlí). Í hverri viku eru allir 7 dagar skoðaðir með fjögurra til tíu daga dvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil.

Hvenær er ódýrast að fara til útlanda í sumar?

Það getur verið erfitt að ákveða hvenær maður á að skella sér til útlanda. Til að auðvelda þér ákvörðunina núna í sumar tókum við saman vinsæla áfangastaði í beinu flugi frá Íslandi. Við skoðuðum verðin með viku millibili yfir hásumarið þegar flestir fara í frí. Niðurstaðan var sú að ódýrast er að fara snemma í sólina í suður-Evrópu en bíða með flug til Bandaríkjanna þar til í ágúst.

Á myndinni  fyrir neðan má sjá verðsveiflurnar en við settum áfangastaðina í flokka þ.e. Bandaríkin, Bretland, Norðurlöndin, Mið-Evrópa (Þýskaland, Frakkland, Holland, Austurríki og Sviss) og loks Suður-Evrópa (Spánn og Ítalía). Myndin sýnir einnig 15 vinsælar borgir og hvenær ódýrast er að fara til þeirra. Verðmunurinn getur verið um 50.000 krónur á milli flugfélaga á sama áfangastað á sama tíma og því gott að nota www.dohop.is til að finna besta flugið hverju sinni.

Hvenær er ódýrast að fara til útlanda

Helgarferð frá 13.495 krónum, fram og til baka

Jæja, það er orðið ódýrara að fljúga til útlanda heldur en innanlands.

Við vorum að finna verð í helgarferð til Manchester fyrir aðeins 13.495 krónur.

Við getum líka bent þér á hótel:

Hótel í Manchester - dohop.is

Við fundum líka fleiri frábær sumarverð: 

Hvert langar þig að fara næst?

Hótel með frí Wifi

Verðkönnun Dohop, apríl 2014

Erlend flugfélög bjóða lægra verð en íslensk
Fleiri flugfélög fljúga frá Keflavík
60 áfangastaðir í beinu flugi frá Keflavík

Dohop framkvæmdi nýverið mánaðarlega verðkönnun sína en á vefnum www.dohop.is geta neytendur borið saman verð á öllu flugi til og frá Keflavík og bókað hjá samstarfsaðilum Dohop.

Sem fyrr er litið til þriggja tímabila, þ.e. brottför eftir tvær vikur, fjórar vikur og átta vikur og verð á flugi til helstu áfangastaða skoðað fyrir alla sjö dagana í hverri viku með dvalartímann 4 til 10 daga.

Erlendu flugfélögin alltaf lægri en þau íslensku

Með hækkandi sól bætast við fleiri áfangastaðir sem flogið er beint til frá Íslandi og eins bætast flugfélög í hópinn. Í sumar munu 20 flugfélög fljúga til og frá Keflavík á um 60 áfangastaði víðs vegar um heim. Verðkönnun Dohop nær nú til átta vinsælla áfangastaða þar sem samkeppni er á milli sjö flugfélaga.
Ýmis erlend flugfélög hafa nú bæst við og lækkað meðalverð á flugi frá Íslandi á þá áfangastaði. Ferðalangar verða þó að hafa í huga að til þess að fá lægri verð þarf að bóka snemma. Þeir gætu einnig þurft að leggja á sig svefnlausar nætur þar sem t.d. Transavia flýgur til Parísar kl. 1 um nótt og lendir 6:20 að morgni. Þetta getur hins vegar sparað um 20 til 60 þúsund krónur. Því er afar hentugt að geta farið einungis inn á eina vefsíðu, www.dohop.is, og borið þar saman flugframboð, tíma og verð.

60 áfangastaðir í beinu flugi frá Keflavík

Hér að neðan má sjá töflu með 20 af þeim 60 áfangastöðum sem hægt er að fljúga til í beinu flugi frá Íslandi. Taflan sýnir meðalverðið með töskugjöldum, þau flugfélög sem fljúga á áfangastaðinn sem og breytingar frá síðustu verðkönnun sem var framkvæmd fyrir mánuði. Flugverð hækkar að jafnaði en t.d. lækkar það um 23% til Edinborgar, þrátt fyrir enga samkeppni. Flugverð til Alicante hækkar mikið þar sem ódýrustu flugsætin eru uppbókuð.

Edinborg  33.953 kr.  -23,14%  easyJet

Manchester  38.254 kr.  -22,26%  easyJet, Icelandair

Osló  41.965 kr.  +4,04%  Icelandair, Norwegian, SAS

London  42.385 kr.  -10,09%  easyJet, Icelandair, WOW air

Kaupmannahöfn  45.993 kr.  18,77%  Icelandair, WOW air

Billund  48.668 kr.  16,78%  Icelandair, Primera air

Düsseldorf  48.900 kr.  WOW air

Hamborg  52.015 kr.  28,04%  Icelandair

Stokkhólmur  53.925 kr. 0,8%  Icelandair

Zürich  57.378 kr.  3,96%  Icelandair

Berlín  58.489 kr.  1,5%  Air Berlin, WOW air

París  59.199 kr.  -15,75%  Icelandair, Transavia, WOW air

Helsinki  59.432 kr.  -11,13%  Finnair, Icelandair

München  60.554 kr.  0,15%  Icelandair

Amsterdam  60.832 kr.  -21,84%  Icelandair, WOW air

Vienna  61.674 kr.  Air Berlin, Austrian Airlines

Milan  74.345 kr.  Icelandair, WOW air

Barselóna  79.863 kr. Icelandair, Vueling, WOW air

New York  82.136 kr.  -12,37%  Icelandair, Delta

Alicante  95.384 kr.  43,14%  Primera Air, WOW air

Boston  106.762 kr.  0,65%  Icelandair

Aðferð

Dohop beitir sambærilegri aðferð og Hagstofa Íslands við samantekt gagna á fargjöldum. Þrjár dagsetningar eru skoðaðar hverju sinni: Sú fyrsta er eftir tvær vikur (um 24. apríl), önnur eftir fjórar vikur (um 8. maí) og þriðja eftir átta vikur (um 5. júní). Í hverri viku eru allir 7 dagar skoðaðir með fjögurra til tíu daga dvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil.

Ódýr flug um páskana

Páskaferð, ódýr flug frá Íslandi með DohopJibbibbýýýýý

Það er að koma páskafrí og því fundum við ódýr flug frá Íslandi yfir páskana. Það getur verið dýrt að ferðast þá en við fundum samt þónokkra áfangastaði á verðbilinu 28.000 til 36.000 sem og nokkur hótel á tilboði.

Nú geturðu hoppað út í vorið :)
en drífðu þig að bóka því verðin hækka núna dag frá degi.

Ódýr flug til London og hótel í London

Flug til LondonHótel í London

Ódýr flug til Stokkhólms og hótel í Stokkhólm

Flug til StokkhólmsHótel í Stokkhólm

Ódýr flug til Basel og hótel í Basel

Flug til BaselHótel í Sviss

Ódýrt flug til Bristol og hótel í Bristol

Ódýrt flug til BristolHótel í Bristol

Ódýrt flug til Kaupmannahafnar og hótel

Flug til Kaupmannahafnarhótel i kaupmannahöfn

Ódýrt flug til Manchester og hótel í Manchester

Ódýrt flug til ManchesterHótel í Manchester

Ódýrt flug til Oslóar og hótel í Osló

Ódýrt flug til OslóHótel í Osló

Þú finnur líka fleiri flug á www.dohop.is/away

Ódýr flug frá Íslandi – vinsælir áfangastaðir

Verð á vinsæla áfangastaði í byrjun sumars 2014. Flug fram og til baka og hótelverð á nóttu fyrir tvo.

Prag, Tékklandi

Flug til Prag frá 45.341, DohopNóttin fyrir tvo frá 1.726,- í Prag

Amsterdam, Hollandi

Flug til Amsterdam frá 31.246 krónum, DohopNóttin fyrir tvo í Amsterdam, 7.065 krónur, Dohop

New York

Gluf til New York frá 70.774, DohopNóttin fyrir tvo í New York frá 8.775 krónum, Dohop

Kairo, Egyptalandi

Nóttin fyir tvo í Kairó 6.857 krónurFlug frá 86.711 krónum til Kairó, Dohop

Alíkante, Spáni

Flug frá 38.618 til Alikante, Dohop Nóttin fyrir tvo í Alicante, frá 5.937 krónum

Kaupmannahöfn, Danmörku

Nóttin fyrir tvo í Kaupmannahofn frá 8.399 krónum, Dohop Flug til Kaupmannahafnar frá 26.258 krónum, Dohop

London, Bretlandi

Nóttin fyrir tvo í London frá 11.556 krónum Flug frá 17.198 krónum til London, Dohop

Verðkönnun Dohop – mars 2014

  • Lágfargjaldaflugfélög bjóða alltaf lægsta verð
  • Ódýrast að fljúga til Kaupmannahafnar og Hamborgar
  • Flugverð hækkar að jafnaði

Vorum að framkvæmda mánaðarlega verðkönnun okkar. Leitarskilyrðum hefur verið breytt frá síðustu könnun að því leyti að nú er miðað við fjögurra til tíu daga dvöl í stað vikudvalar áður. Sem fyrr er litið til þriggja tímabila, þ.e. brottför eftir tvær vikur, fjórar vikur og átta vikur og verð á flugi til helstu áfangastaða skoðað fyrir alla sjö dagana í hverri viku.

Lágfargjaldaflugfélögin bjóða alltaf lægsta verðið

Verðkönnun Dohop nær til sjö vinsælla áfangastaða þar sem samkeppni er á milli fimm flugfélaga. Ljóst er að lágfargjaldaflugfélögin bjóða þessa dagana oftast lægra verð en hefðbundnu flugfélögin þrátt fyrir að töskugjöld bætist ofan á. Lægsta verð til útlanda að þessu sinni er með Primera Air til Kaupmannahafnar en félagið býður einnig betur en WOW air til Alicante.

Verdkonnun Dohop mars 2014

Ódýrast að fljúga til Danmerkur

Ef borið er saman flugverð til sautján vinsælla áfangastaða frá Keflavík má sjá að nú er ódýrast að fljúga til Danmerkur, Noregs, Þýskalands og Bretlands. Flugverð hefur að jafnaði hækkað undanfarin misseri enda er sumartíminn vinsælasti tími ferðalanga og því borgar sig að ákveða sumarfríið með góðum fyrirvara. Hér geturðu séð helstu áfangastaði, meðalverð með töskugjöldum og þau flugfélög sem fljúga á áfangastaðinn.  

Kaupmannahöfn  38.724  Icelandair, Primera air, WOW air
Hamborg 40.625 Icelandair
Osló  40.961  Icelandair, Norwegian, SAS
Billund  41.674  Icelandair, Primera air
Edinborg  44.175  easyJet
London  47.717  easyJet, Icelandair, WOW air
Manchester  50.069  easyJet, Icelandair
Stokkhólmur  53.497  Icelandair
Zürich  55.191  Icelandair
Berlín  57.585  WOW air
München  60.462  Icelandair
Helsinki  64.286  Finnair, Icelandair
Alicante  66.635  Primera air, WOW air
París  70.269  Icelandair, WOW air
Amsterdam  77.830  Icelandair
New York  93.727  Icelandair
Boston  106.074  Icelandair

Aðferð

Dohop beitir sambærilegri aðferð og Hagstofa Íslands við samantekt gagna á fargjöldum. Þrjár dagsetningar eru skoðaðar hverju sinni: Sú fyrsta er eftir tvær vikur (um 28. mars), önnur eftir fjórar vikur (um 11. apríl) og þriðja eftir átta vikur (um 9. maí). Í hverri viku eru allir 7 dagar skoðaðir með fjögurra til tíu daga dvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil.

Verðkönnun Dohop febrúar 2014

Vorum að setja nýja verðkönnun í loftið

Mikil samkeppni á markaðnum

Verðkönnun Dohop nær til fimm vinsælla áfangastaða þar sem samkeppni er á milli flugfélaga. Þetta eru Kaupmannahöfn, London, Manchester, Ósló og París. Athyglisvert er að þegar töskugjöld eru tekin með í reikninginn þá er Icelandair alltaf ódýrara en lágfargjaldaflugfélagið easyJet. Icelandair ber einnig sigur úr býtum í flugverði með tösku til London en þar keppir félagið bæði við WOW air og easyJet.

Verðkönnun Dohop febrúar 2014

Neytendur verða að skoða heildarverðið

Athuga verður að þegar borið er saman flugverð milli flugfélaga þá er afar misjafnt hversu mikil gjöld leggjast ofan á verð hjá flugfélögunum. Til að mynda gefur Icelandair upp verð sín með öllum gjöldum en hjá WOW air og easyJet bætast við gjöld eins og töskugjöld og sætaval. Því skiptir miklu máli í verðsamanburði á milli flugfélagana hvort farþegi ferðast með tösku og hvort hann vill velja sér sæti.

Flugverð lækkar þar sem er mikil samkeppni

Ef borin eru saman flugverð til 13 vinsælla áfangastaða frá Keflavík má glöggt sjá að þar sem samkeppni er á markaðnum lækkar flugverðið í flestum tilvikum á milli tímabila, þ.e. frá síðustu verðkönnun Dohop sem var framkvæmd fyrir um mánuði síðan. Til að mynda lækkar verðið til Kaupmannahafnar um tæp 25% meðan að verð til Helsinki hækkar um rúmlega 25%. París er eini áfangastaðurinn þar sem verð hækkar hjá báðum flugfélögunum sem fljúga þangað þ.e. bæði icelandair og WOW air. Icelandair og easyJet hækka verð sín á flestum áfangastöðum þar sem engin samkeppni er.

Áfangastaður

Meðalverð með  töskugjöldum

% breyting tímabila

Flugfélög

Kaupmannahöfn

37.246

-24,46%

Icelandair, WOW air

Manchester

61.013

-15,5%

easyJet, Icelandair

Osló

41.105

-13,93%

Icelandair, Norwegian, SAS

London

54.904

-9,17%

easyJet, Icelandair, WOW air

Berlín

49.798

-8,23%

WOW air

Amsterdam

69.438

-0,53%

Icelandair

München

69.322

7,2%

Icelandair

New York

105.986

9,28%

Icelandair

Edinburgh

48.876

13,17%

easyJet

París

64.277

14,24%

Icelandair, WOW air

Boston

128.794

18,05%

Icelandair

Helsinki

55.424

25,38%

Icelandair

Aðferð
Dohop beitir sambærilegri aðferð og Hagstofa Íslands við samantekt gagna á fargjöldum. Þrjár dagsetningar eru skoðaðar hverju sinni: Sú fyrsta er eftir tvær vikur (um 25. febrúar), önnur eftir fjórar vikur (um 11. mars) og þriðja eftir átta vikur (um 8. apríl). Í hverri viku eru allir 7 dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil.

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa

Dreymir þig að ferðast umhverfis heiminn? Við settum saman nokkrar heimsreisur frá Íslandi og vonum að þú hafir gagn og gaman af. Athugið að þetta eru einungis hugmyndir – þú getur alltaf smíðað þína eigin heimsreisu og fundið áfangastaðina sem þú vilt heimsækja á www.dohop.is

Heimsreisa dohop, vertu þín eigin ferðaskrifstofa

7 áfangastaðir á rúmar 350.000 krónur

6 vikna ferð, 8 flug, brottför lok september 2014, heimför nóvember 2014

Samtals 351.269 krónur

Frábærir skíðastaðir – flug frá 35.484 kr. báðar leiðir

Skiing Skíði Dohop skíðaferðir

Nú er sko tækifæri að skella sér á skíði í útlöndum, henda sér upp í næstu lyftu og svo bara svúss, svúss, svúss niður endalausar brekkur. Ekki er verra að geta stoppað á veitingastöðum á leiðinni niður og njóta þeirra veiga sem þar er boðið upp á.

Við tókum saman þrjá áfangastaði sem eru í beinu flugi frá Íslandi þessa dagana. Og fundum líka hótel sem eru núna á tilboði miðað við um vikudvöl.

Góða skemmtun.

 Salzburg

Salzburg Dohop Skíði Skíðaferð * Flug fram og til baka frá 38.775,-
Hótel fyrir tvo í viku frá 32.024,- 
Vikuskíðapassi um 39.900,-
Bílaleigubíll í viku frá 30.641


Denver

Denver flug, Skíði, Dohop

 Flug fram og til baka frá 106.797
Skíðahótel fyrir 2 í 6 daga frá 46.948,-
6 dag lyftupassi frá 31.222,-
Bílaleigubíll í 6 daga frá 25.527,-


München – Alpbach

München, Skiði, Dohop

*Flug fram og til baka 45.616,-
Hótel fyrir 2 í viku frá 52.972,-
* Viku lyftupassi um 35.500,-
Bílaleigubíll í viku frá 21.618,-