Fréttir af Dohop, af ferðalögum og af öllu því skemmtilega sem fylgir því að ferðast.

Ferðalög

10 frábær hótel á Tenerife

Gætir þú hugsað þér að fara til Tenerife? Eins og fram kom í nýlegri athugun okkar á því hvar og hvernig Íslendingar bóka hótel, er Tenerife einn af vinsælustu áfangastöðum notenda Dohop. Við getum öll verið sammála um að það er ansi fínt að slaka á í sólstól við sundlaugabakkann. En það skiptir máli hvar þú gistir í fríinu. Við tókum því saman tíu hótel á Tenerife sem hafa verið vinsæl hjá notendum Dohop og fá jákvæð ummæli gesta.…
Ferðalög, Flug, Fréttir, Tækni
skybackbadge

Er Dohop besta flugleitarsíða í heimi?

Ísland á margt sem er framúrskarandi; fótboltalið, lambakjöt, fossa og, þó sumir viti það ekki, Dohop. Já. Dohop, sem stofnað var í Reykjavík 2004, er nú í fjórða skipti í röð tilnefnt til World Travel Awards verðlauna í flokknum besta flugleitarvefur í heimi. Við unnum verðlaunin 2014 og vonumst til að endurtaka leikinn nú. Af hverju kjósa Dohop? Hér fyrir neðan má sjá dæmi um hluti sem við höfum gert síðasta árið, mögulegar ástæður þess að Íslendingar ættu að…
Borgir, Ferðalög, Flug, Hótel
amssturdam

Þetta eru borgirnar sem þið ætlið til á næstunni

Vissir þú að við getum séð hvert Íslendinga langar að fara? Þegar við förum yfir það hvert flestir leita að flugi og bóka hótel kemur ansi góð mynd af því hvaða borgir eru vinsælastar. Og við erum ekki að tala um eina og eina flugleit, því í september gerðu Íslendingar hvorki meira né minna en 430.437 flugleitir á Dohop! Og það verður að segjast að Íslendingar eru að fara sérstaklega vel troðnar slóðir á næstunni.…
Ferðalög, Flug, Tækni
airstari

Óvænt hækkun á flugverði? Ekki lengur.

Hefur þú haft áhyggjur af því að þú þurfir að bóka flug um leið og þú finnur það, annars hækki það um tugi þúsunda? Það er fátt leiðinlegra en að vera búin að finna fullkomið flug á góðu verði og síðan þegar þú ætlar að bóka það daginn eftir þá er það orðið miklu dýrara. Hefur þú lent í því? Jæja, við erum búin að bæta þjónustu frá FLYR við niðurstöðurnar okkar, þannig að þetta…
Borgir, Ferðalög, Hótel
maldi

Íslendingar vilja stærri hótel, færri ferðast innanlands

Í hverjum mánuði framkvæma Íslendingar hundruð hótelbókana á vef Dohop. Við höfum því tekið saman upplýsingar um það hvernig Íslendingar bókuðu hótel í ágúst og borið saman á milli ára. Þannig sjáum við hvernig og hvar þið eruð að bóka hótel. Stærri hótel vinsælli Næstum tvöfalt fleiri bókuðu gistingu á svokölluðum “Resort” hótelum nú en í ágúst í fyrra. Resort hótel eru yfirleitt stærri og þar á allt á að vera til alls; matur og…
Borgir, Ferðalög
Bibenda_Warsaw

5 ástæður til að kíkja til Varsjár

Varsjá er frábær borg, en þó getur verið erfitt að rata um í henni fyrir þá sem eru að heimsækja hana í fyrsta skipti. Borgin er stór og dreifð og hana vantar eiginlegan miðbæ. En við erum með ábendingar frá heimamönnum sem ættu að auðvelda heimsókn til borgarinnar. “Við vildum bara vera viss um að þú endaðir ekki í næturklúbbi með einhverjum jakkalökkum að hoppa í takt við euro-trash og það er svo margt að…
Borgir, Ferðalög, Flug, Fréttir
ariplanes at Kef airport

Flugverð aldrei verið lægra – verðkönnun Dohop

Niðurstöður nýjustu verðkönnunar okkar ættu að gleðja marga. Ekki bara hefur aldrei verið ódýrara að fljúga frá Íslandi, heldur stefnir í að flugverð eigi eftir að halda áfram að lækka fram á haustið. Meðalverð á flugi frá Keflavík er nú 44.045 krónur báðar leiðir og hefur ekki verið lægra þann tíma sem Dohop hefur framkvæmt verðkannanir. Aldrei hafa fleiri flugfélög haldið uppi áætlunarflugi til og frá Keflavík og samkeppnin útskýrir að hluta þessar miklu lækkanir…
Borgir, Ferðalög
NNcover

Hvað er New Neighborhoods?

Hver vill ekki slaka á og hlusta á góða tónlist? Á laugardaginn ættir þú að geta fundið eitthvað nýtt og flott að hlusta á en þá er New Neighborhoods á Kex Hostel. New Neighborhoods er samvinnuverkefni milli Íslands og Póllands og er ætlað að hvetja fólk til að sjá og upplifa eitthvað nýtt. Reykjavík er að verða vinsælli meðal ferðalanga í Póllandi og jafnframt er þessu ætlað að vekja athygli íslendinga á Varsjá, Krakow og Wroclaw (frábær…
Ferðalög
left-handed travel

4 góð ráð sem ættu að einfalda ferðalög örvhentra

Það er ekki tekið út með sældinni að vera örvhentur. Allt er gert til að auðvelda líf rétthentra, en örvhentir þurfa oftar en ekki að sætta sig við að nota tól og tæki sem hönnuð eru með rétthenta í huga. Þetta getur verið alveg sérstaklega pirrandi við ferðalög. En við höfum fundið ráð við þessu og uppgötvuðum meira að segja einn ofurkraft örvhentra. Og þar sem alþjóðlegur dagur örvhentra er á laugardaginn lögðumst við í…
Borgir, Ferðalög, Flug
NyGo

5 hlutir sem þú vissir ekki um Dohop Go!

Langar þig ekki stundum bara til að sjá hvaða flug er í boði, hvert sem er? Það eru ekki allir sem vita það, en þú getur séð einmitt það á Dohop Go! Þar getur þú auðveldlega séð verð á flugi til fjölmargra borga í einu. Þú getur síðan stillt það sem þú sérð eftir því hvert þú vilt fara eða hvenær þú ert í fríi. Við kíkum stundum á Dohop Go til að aðstoða fólk sem er…
Ferðalög, Flug, Hótel
team-dohop-bike

Íslendingar á ferð og flugi

Íslendingar ferðast innanlands eftir ævintýrið í Frakklandi. Íslendingar hafa verið duglegir að ferðast í sumar og eins og alþjóð veit fóru margir þeirra sem kusu að fara erlendis í júní mánuði til Frakklands til að fylgja fótboltastrákunum okkar í EM ævintýrið. Einhverjir hafa talað um að ferðin til Frakklands hafi verið kostnaðarsöm en auðvitað vel þess virði. Flestir eyddu þó EM dögunum hér heima með tilheyrandi kostnaði. Ein stærsta Þjóðhátíð sögunnar var haldin í júní…
Ferðalög, Fréttir
Anywhere but france

Íslendingar leita annað en til Frakklands

Nú þegar EM er lokið leita Íslendingar annað en til Frakklands. Í júní leituðu 94.000 Íslendingar að ferðum til og frá Íslandi og í flestum tilfellum beindist leitin að ferðum á EM í Frakklandi.   Bless Frakkland og halló Spánn! Nú þegar EM í Frakklandi er lokið beinist leit Íslendinga á vef Dohop að ferðum til Spánar en það er í takt við þær venjur sem hafa verið í gangi undanfarin ár. Spánn virðist halda…