Fréttir af Dohop, af ferðalögum og af öllu því skemmtilega sem fylgir því að ferðast.

Ferðalög
VerdTop

Verðkönnun Dohop apríl 2016

Dohop hefur tekið saman flugverð frá Íslandi næstu vikur og borið saman verð til áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum. Við skoðum hvað kostar að bóka flug til fjölmargra borga tvær, fjórar og átta vikur fram í tímann og reiknum meðalverð. Ódýrast að fara til Þýskalands Í verðkönnun okkar má sjá að ódýrara er að fljúga til Dusseldorf og Berlínar á næstu vikum en til Kaupmannahafnar eða London. Meðalverð á milli mánaða helst nokkuð…
Ferðalög
Dohop_responive1

Dohop tilnefnt til verðlauna fyrir snjallsímalausnir

Samtökin EyeforTravel hafa tilnefnt íslenska ferðavefinn Dohop til verðlauna í tveimur flokkum; besta notendaupplifun í snjallsíma og besta snjallsímaforrit (app). Verðlaunin, sem stofnuð voru 2011, kallast “Mobile Innovation in Travel Awards” og er þeim ætlað að verðlauna og ýta undir framfarir í snjallsímalausnum sem eru notendum til góða. Þrjú fyrirtæki í hverjum flokki komast í úrslit sem haldin verða 14. mars næstkomandi á ráðstefnu EyeforTravel í San Francisco. Kosning í EyeforTravel Mobile innovation in Travel…
Ferðalög
Stund

Stundvísi flugfélaga 2015

Hvaða flugfélag er oftast seint? Eru íslensku flugfélögin líklegri til að vera á réttum tíma en þau erlendu? Í hverjum mánuði skoðum við hvaða flugfélög voru oftast á réttum tíma og hver voru oftast sein, bæði við brottfarir og komur til Keflavíkur. Og þegar árið er skoðað í heild má sjá eitt og annað forvitnilegt. Icelandair stundvísasta íslenska flugfélagið 2015 Dohop hefur tekið saman upplýsingar um stundvísi flugfélaga á nýliðnu ári. Þegar íslensku flugfélögin eru…
Borgir, Ferðalög, Flug
Flugvél SAS

Þróun flugverðs 2015

Dohop reiknar mánaðarlega út meðalverð á flugi frá Keflavík til fjölda áfangastaða. Í hverjum mánuði verður þannig til skrá yfir meðalverð á flugi 2, 4, og 8 vikur fram í tímann. Þegar þetta er tekið saman má því sjá hvernig flugverð þróast yfir árið og þannig má einnig sjá í hvaða mánuði flugverð er hæst og til hvaða áfangastaða mestar breytingar eru á flugverði. Sumarið dýrast Dýrasti tíminn til að ferðast er einnig sá vinsælasti;…
Fréttir

Stundvísi flugfélaga í nóvember 2015

Reykjavík, 2. desember 2015 Icelandair stundvísast við brottfarir með 83% á réttum tíma easyJet og WOWair voru óstundvísustu flugfélögin Aðeins tvö flug felld niður í nóvember Dohop hefur skoðað stundvísi flugfélaga í nýliðnum mánuði og kom í ljós að Icelandair var stundvísast við brottfarir, með 83% brottfara á réttum tíma. Við komur var breska flugfélagið easyJet stundvísast með 77% koma á réttum tíma. Meðaltöf við brottfarir hjá Icelandair var 5,66 mínútur og meðaltöf við komur…
Fréttir
Stundvísi

Stundvísi flugfélaga í október 2015

Reykjavík, 3. nóvember 2015 easyJet stundvísast við bæði brottfarir og komur WOWair var óstundvísasta flugfélagið, 3. mánuðinn í röð Icelandair felldi niður tvö flug í október Dohop hefur skoðað stundvísi flugfélaga í nýliðnum mánuði og kom í ljós að breska flugfélagið easyJet var stundvísast bæði við brottfarir og komur þriðja mánuðinn í röð. 77% brottfara flugfélagsins frá Keflavík og 82% komufluga voru á réttum tíma. Meðaltöf við brottfarir hjá easyjet var 10,47 mínútur og við…
Ferðalög
usatodayDohop

Dohop hlýtur lesendaverðlaun USA Today

Reykjavík, 30. október 2015 Lesendur Bandaríska dagblaðsins USA Today hafa valið Dohop besta vefinn og appið fyrir ferðalög (Best App/Website for transportation). Þetta var tilkynnt á vef blaðsins, USA Today, í dag. Lesendur USA Today völdu Dohop framyfir 19 önnur fyrirtæki í ferðaiðnaðinum. Á meðal samkeppnisaðila voru þekkt fyrirtæki á borð við Kayak og umdeilda leigubílafyrirtækið Uber.
Fréttir
F0C1B5CFCB2

Verðkönnun Dohop október 2015

Reykjavík, 22. október 2015 4,7% lækkun á meðalverði Flugverð til Helsinki lækkar um 23% Ódýrast að flúgja til Oslóar þriðja mánuðinn í röð Verð til flestra áfangastaða á milli 35 og 50 þúsund Dohop hefur tekið saman flugverð frá Íslandi næstu vikur og borið saman verð til áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum. Flugverð lækkar áfram Flugverð lækkar á milli tímabila og skiptir þar miklu máli lækkun á flugi til Finnlands og Noregs, en…
Ferðalög
Stundvísi

Stundvísi flugfélaga í september 2015

Reykjavík, 6. október 2015 easyJet stundvísast við bæði brottfarir og komur WOWair var óstundvísasta flugfélagið, 2. mánuðinn í röð Icelandair felldi niður fjögur flug í september Dohop hefur skoðað stundvísi flugfélaga í nýliðnum mánuði og kom í ljós að breska flugfélagið easyJet var stundvísast bæði við brottfarir og komur annan mánuðinn í röð, með 77% brottfara frá Keflavík og 84% komufluga á réttum tíma. Meðaltöf við brottfarir hjá easyjet var 8,03 mínútur og við komur…
Ferðalög
19452603

Dohop tilnefnt besti ferðavefurinn í lesendaverðlaunum USA Today

Reykjavík, 2. október 2015 Bandaríska dagblaðið USA Today hefur tilnefnt íslenska flugleitarvefinn Dohop í flokknum Besta ferðalagaapp eða vefsíða í lesendaverðlaunum sínum. Dohop hlýtur þar tilnefningu ásamt stórum fyrirtækjum í ferðabransanum eins og leigubílaappinu Uber, Sixt og Kayak. USA Today er einn stærsta fréttamiðill Bandaríkjanna, en daglega lesa samtals um 7 milljónir manna USA Today á netinu og í prenti. Alls eru 20 fyrirtæki tilnefnd í sama flokki og Dohop, fyrirtæki sem eru misstór og…
Ferðalög
Dohop-Yandex

Dohop leggur Yandex til flugleitartækni

Reykjavík, 24. september 2015 Dohop og rússneski leitarrisinn Yandex hafa tekið upp samstarf með þeim hætti að flugverð frá Dohop birtist nú á flugleitarvef Yandex, avia.yandex.ru. Fjöldi flugleita á vef Yandex er um þrisvar sinnum meiri en á núverandi vef Dohop og því um töluverða aukningu að ræða. Yandex er eitt stærsta internetfyrirtæki Evrópu. Yandex.ru er jafnframt vinsælasta vefsíða Rússlands og ein af þeim 20 mest sóttu í heiminum. Þar eru framkvæmdar um 150 milljón…
Ferðalög

Verðkönnun Dohop september 2015

Reykjavík, 23. september 2015 6,5% lækkun á meðalverði Ódýrast að flúgja til Oslóar með Norwegian Mesta hækkun og mesti verðmunur til Helsinki WOWair ódýrara en Icelandair til 4 áfangastaða af 5 Dohop hefur tekið saman flugverð frá Íslandi næstu vikur og borið saman verð til áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum. Mesta hækkun til Helsinki milli mánaða Mesta hækkun á flugfaragjaldi milli mánaða er til Helsinki en hún er um 46%. Þegar litið er…