Fréttir af Dohop, af ferðalögum og af öllu því skemmtilega sem fylgir því að ferðast.

Borgir, Ferðalög
NNcover

Hvað er New Neighborhoods?

Hver vill ekki slaka á og hlusta á góða tónlist? Á laugardaginn ættir þú að geta fundið eitthvað nýtt og flott að hlusta á en þá er New Neighborhoods á Kex Hostel. New Neighborhoods er samvinnuverkefni milli Íslands og Póllands og er ætlað að hvetja fólk til að sjá og upplifa eitthvað nýtt. Reykjavík er að verða vinsælli meðal ferðalanga í Póllandi og jafnframt er þessu ætlað að vekja athygli íslendinga á Varsjá, Krakow og Wroclaw (frábær…
Ferðalög, Flug, Hótel
team-dohop-bike

Íslendingar á ferð og flugi

Íslendingar ferðast innanlands eftir ævintýrið í Frakklandi. Íslendingar hafa verið duglegir að ferðast í sumar og eins og alþjóð veit fóru margir þeirra sem kusu að fara erlendis í júní mánuði til Frakklands til að fylgja fótboltastrákunum okkar í EM ævintýrið. Einhverjir hafa talað um að ferðin til Frakklands hafi verið kostnaðarsöm en auðvitað vel þess virði. Flestir eyddu þó EM dögunum hér heima með tilheyrandi kostnaði. Ein stærsta Þjóðhátíð sögunnar var haldin í júní…
Ferðalög, Fréttir
Anywhere but france

Íslendingar leita annað en til Frakklands

Nú þegar EM er lokið leita Íslendingar annað en til Frakklands. Í júní leituðu 94.000 Íslendingar að ferðum til og frá Íslandi og í flestum tilfellum beindist leitin að ferðum á EM í Frakklandi.   Bless Frakkland og halló Spánn! Nú þegar EM í Frakklandi er lokið beinist leit Íslendinga á vef Dohop að ferðum til Spánar en það er í takt við þær venjur sem hafa verið í gangi undanfarin ár. Spánn virðist halda…
Ferðalög, Flug
FlugVerdBetra

Sjáðu hvenær ódýrast verður að kaupa flug á árinu

Langar þig vita hvenær ódýrast verður að fara til útlanda á næstunni? Við höfum fylgst náið með breytingum á verði á flugi og þegar árið í fyrra er skoðað og borið saman við það sem af er þessu ári koma áhugaverðar sveiflur í ljós. Og nú getur þú séð hvernig flugverð á eftir að þróast og kaypt í samræmi við það. // Græna lína sýnir meðalverð á flugi í fyrra. Rauða línan sýnir verð á…
Ferðalög, Flug, Hótel
isl_paris

Með Dohop til Parísar

Íslendingar á leið til Parísar Eftir stórkostlegan sigurleik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í gær fóru rúmlega 71.000 Íslendingar inn á leitarvef Dohop í leit að flugi til Parísar. Flesta Íslendinga langar til Parísar að fylgjast með strákunum taka á móti heimamönnum keppninnar, Frökkum, í 8 liða úrslitum, en leikurinn fer fram sunnudaginn 3. júlí. Dohop vefurinn Þrátt fyrir mestu umferð sem mælst hefur á vef Dohop frá upphafi voru engir hnökrar í ferlinu. Það gekk…
Ferðalög, Fréttir
Þjóðhátíðardagurinn

Til hamingju Ísland með þjóðhátíðardaginn 2016!

Hæ hó og jibbí jey og til hamingju Ísland! Þjóðhátíðardagur Íslendinga er í dag 17. júní og ekki annað hægt að segja en að Íslendingar fagni þjóðhátíðardeginum með meiri spenningi en áður. Íslendingar hafa fagnað sjálfstæði þjóðarinnar frá árinu 1944 en í dag liggur beinast við að fagna “sigri” Íslendinga á Portúgal á EM. Það að ná jafntefli á móti liði Portúgals sýnir að Íslendingar eru til alls líklegir og verður að kallast ákveðinn sigur.…
Ferðalög, Flug, Fréttir
dohop_logo_euro16

Þreföldun í leit að flugi til Frakklands eftir leikinn gegn Portúgal

Strax eftir að leik Íslands og Portúgals lauk á þriðjudagskvöldið fór fjöldi Íslendinga að leita sér að flugi til Frakklands. Á eftirfarandi gröfum má sjá bæði stökkið sem kom í heimsóknum á Dohop strax að loknum leiknum sem og gífurleg aukning í flugleitum til Frakklands. Stökk í vefumferð strax eftir leik Greinilega má sjá stökk í fjölda notenda á Dohop strax að leik loknum. Heimsóknir á vef Dohop döluðu fram eftir kvöldi og eru í…
Ferðalög, Fréttir
dohop_logo_euro16

Ísland á EM 2016

Áfram Ísland! Dohop kemur Íslendingum og öðrum þjóðum á Evrópumeistaramótið í Frakklandi ! Við erum stolt af því að gera stuðningsmönnum um heim allan kleift að finna ódýr flug og hótel og möguleika á að bóka bílaleigubíl á góðu verði fyrir þennan einstaka viðburð í Frakklandi. “Team Dohop” lætur sig ekki vanta á völlinn til að styðja við sitt lið og verður í stúkunni til að upplifa fyrsta leik Íslands á EM. Fyrsti leikur Íslands…
Borgir, Ferðalög, Flug
VerdTop2

Verðkönnun Dohop júní 2016

Dohop hefur borið saman flugverð frá Íslandi næstu vikur til áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum. Helstu breytingar eru þær að flugverð er tekið að hækka eins og Dohop spáði reyndar um þegar verðgögn síðasta árs voru skoðuð. Gera má ráð fyrir að verð hækki enn meira þegar líða tekur á sumarið. 9% hækkun á flugverði Þegar verð á flugi til tuttugu borga þar sem samkeppni ríkir milli flugfélaga má greina áberandi hækkun á…
Flug, Fréttir, Tækni
FAB

Ódýrasta flugið er ekki endilega það besta. Sjáðu bara.

Við erum til af því að þið viljið ferðast. Og við vorum að bæta svolitlu við Dohop sem ætti að gera ferðalagið auðveldara. Á Dohop hefur fólk lengi getað leitað að ódýru flugi, herbergjum í vel staðsettum hótelum og bílaleigubílum sem ilma vel. Fyrir tveimur vikum kynntum við verðdagatalið okkar til leiks og fólk tók vel í það. Í dag kynnum við enn eina nýjung við flugleitina okkar. Eitthvað sem hefur vantað. Ódýrast – Fljótlegast – Best…
Borgir, Ferðalög, Flug, Fréttir, Tækni
VerdTop

Nýjung á Dohop – Sjáðu verðdagatal

Notendur spyrja okkur oft hvort ekki sé hægt að sjá verð í kringum ákveðnar dagsetningar, í stað þess að þurfa að leita aftur og aftur. Stundum langar þig bara sjá verð til áfangastaða á nokkurra daga tímabili. Best auðvitað ef það væri hægt að sjá dagatal yfir verð báðar leiðir á einhverju tímabili. Við kynnum…   Verðdagatal Dohop   Nú getur þú séð hvað kostar að fljúga á dögum nálægt dagsetningunum sem þú byrjaðir með. …
Borgir, Ferðalög, Flug, Tækni
ItalyBlue

Hvað má læra af 1,5 milljón flugleita Íslendinga?

Það sem af er ári hafa Íslendingar framkvæmt rúmlega eina og hálfa milljón flugleita á Dohop. Við trúum þessu varla heldur. Í hvert skipti sem leit er framkvæmd á Dohop eru upplýsingar um það hvar í heiminum notandinn er, hvenær leitin er gerð og áfangastaðurinn geymdar í gagnagrunni.  Þetta hefur Dohop nú skoðað til að sjá hvert Íslendingar ætla að fara í sumar, hvernig þeir leita að flugi, hvaða dagar vikunnar eru helst notaðir til að…