Category Archives: Ferðalög

Til að auðavelda þér valið höfum við kortlagt vinsælustu áfangastaði Íslendinga á Spáni

Til að auðavelda þér valið höfum við kortlagt vinsælustu áfangastaði Íslendinga á Spáni

Það er engin furða að Spánn sé vinsæll áfangastaður meðal ferðaglaðra Íslendinga. Framboðið á flugi til að komast í sólina er frábært og verðið hefur sjaldan verið betra. Að sama skapi er mjög auðvelt að finna hagkvæma gistingu.

Ef þú ert að velta fyrir þér að fara til Spánar þá er hér úttekt yfir vinsælust áfangastaði Íslendinga á Spáni í sumar. Listinn er byggður á bókunum sem hafa verið gerðar hótelum á dohop.is/hotel fyrstu þrjá mánuðina á árinu.

Við byrjum á vinsælasta staðnum og færum okkur svo niður listann:

Playa de las Americas, Tenerife

Playa de las Americas

Playa de las Américas er orlofssvæði á suðurvesturhluta Tenerife, stærstu eyju Kanararíeyja. Þetta er langvinsælasti spænski áfangastaður Íslendinga, mun vinsælli en bæði Barcelona og Madrid.
Vinsælustu hótelin á Playa de las Américas miðað við bókanir á dohop.is/hotels eru: Hotel Cleopatra PalaceH1 Hotel Conquistador og Sol Tenerife.

Kíktu á lágt verð á hótelum í Playa de las Americas.

Adeje, Tenerife

Adeje, Tenerife

Í öðru sæti er Adeje bær, sem er líka á Tenerife. Adeje er á suðvesturhluta eyjunnar. Þaðan er aðeins 14 mínútna bíltúr til vatnsrennibrauta- og skemmtigarðsins Siam Park, þar sem eru leiktæki við allra hæfi en líka strönd til að slaka á.
Vinsælustu hótelin í Adeje miðað við bókanir á dohop.is/hotels eru: Tagoro Family & Fun Costa Adeje,  Iberostar Bouganville Playa og Labranda Isla Bonita.

Kíktu á verð á hótelum í Adeje.

Benidorm Resort, Alicante

Benidorm Resort, Alicante

Í þriðja sætinu á listanum er Benidorm, sem þarf tæplega að kynna fyrir Íslendingum. Þessi strandbær á austurströnd Spánar hefur lengi verið meðal allra vinsælustu áfangastaða þeirra sem vilja njóta lífsins við Miðjarðarhafið. Þetta er hinn fulkomni fjölskylduáfangstaður.

Í næsta nágrenni eru frábærir skemmtigarðar eins og leiktækjagarðurinn Terra Mitica, vatnsrennibrautargarðurinn Aqualandia og dýragarðurinn Terra Natura. Svo teygja tvær breiðar strendur úr sér við borgina, Levante strönd og Poniente strönd.

Vinsælustu hótelin í Benidorm, miðað við bókanir á dohop.is/hotels eru: Apartamentos Gemelos 2 – Beninter og Apartamentos Torre Yago.

Kíktu á verð á hótelum í Benidorm.

Barcelona

Þegar kemur að borgarferðum er Barcelona vinsælasti áfangastaðurinn meðal Íslendinga og í fjórða sætinu á þessum lista. Það hefur örugglega mikið að segja að framboð af flugi þangað er sérlega hagkvæmt einsog má sjá hér.

Borgin er frábær fyrir þá sem hafa gaman af því að heimsækja söfn og skoða byggingarlist á heimsmælikvarða, kirkjuna La Sagrada Familia, Gotneska hverfið og verki Gaudis svo aðeins örfá dæmi séu tekin.

Þeir sem hafa gaman af að fara í búðir finna líka nóg við sitt hæfi og verðlagið er afar gott. Þarna eru til dæmis Zara, Massimo Duti og Bershka á heimavelli og auk þess má finna verslanir frá flestum fremstu hönnuðum heims í borginni. Svo er Barcelona full af frábærum veitingastöðum þar sem er hægt að láta dekra við bragðlaukana.

Meðal vinsælla hótela í Barcelona, miðað við bókanir á dohop.is/hotels eru: Hotel SB Diagonal Zero Barcelona , sem er fimm mínútur frá ströndinni, og Hotel SB Icaria.

Kíktu á verð á hótelum í Barcelona.

Alicante

Í fimmta sæti er Alacante, sem er staðsett á miðri Costa Blanca – Hvítu ströndinni. Þessi iðandi hafnar- og ferðamannaborg er einn mikilvægasti áfangastaður austurstrandar Spánar. Í nágrenninu eru fjölmargir frábærir golfvellir og dásamlegar strendur. Yfir borginni, á toppi Benacantil fjalli, gnæfir svo hin tilkomumikli Santa Barbara kastali sem er gaman að skoða.

Það er ódýrt að fljúga til Alicante og framboðið er fjölbreytt, hér má sjá ódýrasta flugið.

Meðal vinsælla hótela í Alicante, miðað við bókanir á dohop.is/hotels eru: Hotel Maya AlicanteSercotel Suites del Mar og Abba Centrum Alicante.

Kíktu á lágt verð á hótelum í Alicante.

Hér eru ódýrustu flugin um páskana!

Hér eru ódýrustu flugin um páskana!

Hér eru ódýrustu flugin um páskana

Hvernig væri að skjótast til London, Osló, Köben eða Parísar í smá páskafrí?

Ef þig langar að krydda aðeins páskafríið í ár þá erum við með lægsta verðið á flugi fyrir þig! Hér eru nokkrar spennandi borgir og flugferðir þangað á frábærum kjörum dagana 13. til 17. apríl.

Við fundum líka bestu tilboðin í dag á hótelum í hverri borg fyrir sig. Þar eru líka ný tilboð daglega. Breyttu til og kíktu út í smá páskafrí.

Osló
Flug frá 21.780 kr baðar leiðir.

London
Flug frá 28.925 kr baðar leiðir.

Amsterdam
Flug frá 27.997 kr baðar leiðir.

Köben
Flug frá 31.051 kr baðar leiðir.

París
Flug frá 36.442 kr baðar leiðir.

 

Sjá fleiri ódýr flug um páskana

23.866 skráðu sig til leiks fyrstu 16 klukkustundirnar

23.866 skráðu sig til leiks fyrstu 16 klukkustundirnar

Ekki fer á milli mála að áhugi Íslendinga á ferðum um framandi slóðir í Asíu er gríðarlegur, eins og mátti sjá á samfélagsmiðlum í gær þegar fjöldi fólks deildi áhuga sínum á að fara þangað í ferðalag.

Ástæðan var leikur sem við settum í gang í gærmorgun, en frá því klukkan átta til miðnættis, skráðu 23.866 manns sig á lista hjá flugleitarvefnum í von um að vinna flug og gistingu í viku fyrir tvo til Asíu.

Í leiknum getur einn heppinn þátttakandi getur unnið draumaferð fyrir tvo til álfunnar. Í pakkanum er flug og gisting í eina viku en hægt er að velja milli sex áfangastaða. Þar á meðal eru þrír vinsælustu áfangastaðir íslenskra ferðalanga sem bókuðu sig í gegnum Dohop til Asíu í fyrra: Bali, Bangkok og Tokyo en þar að auki eru á listanum Kuala Lumpur (Malasía), Phnom Penh (Kambódía) og Phuket (Tæland).

Hægt er að skrá sig til leiks allan þennan mánuð á dohop.is/asia
Ódýr flug á ströndina frá Keflavík í sumar

Ódýr flug á ströndina frá Keflavík í sumar

Ef þú átt eftir að skipuleggja sumarfríið þá ættir þú að kunna að meta þessar tillögur.
Þær eiga nokkra hluti sameiginlega: áfangastaðirnir eru við ströndina þar sem hafið er tært og frábært er að sitja með kokteil í sólinni.

Kíktu á listann, veldu þitt uppáhald og ekki gleyma að pakka sólarvörn!


Alíkante
Flug frá 23.00 kr. báðar leiðir

 

Svona sérð þú verðdagatalið á Dohop (og kemst ódýrt til útlanda)

Svona sérð þú verðdagatalið á Dohop (og kemst ódýrt til útlanda)

Ef þú ert að spá í hvenær sé ódýrast að fara eitthvað á næstunni er gott að vita af þessu.

Það er nefninlega þannig að á Dohop eru tvær leiðir til að sjá verð á flugi fyrir meira en bara einhverjar ákveðnar fastar dagsetningar. Í fyrsta lagi erum við að tala um Dohop Go!, sem getur samt stundum, þótt ótrúlegt megi virðast, verið með of mikið í boði.

Ef þú ert búin að ákveða hvert þú ætlar að fara, og ert nokkurn veginn með dagsetningarnar í huga, þá er verðdagatalið okkar fyrir þig.

Svona ferð þú að:

1. Farðu á Dohop.is og leitaðu að flugi hvert sem er, fyrir einn.

2. Smelltu á bláa renninginn sem birtist, þar sem stendur “Skoða”.

 

3. Veldu dagapar þar sem verðið er lægst til að sjá uppfært verð

4. Farðu til útlanda 🙂

Allt um hótelbókanir Íslendinga 2016

Allt um hótelbókanir Íslendinga 2016

Íslendingar bókuðu alls 37.120 gistinætur á hótelum á Dohop árið 2016. Það er 101 ár af samfelldum svefni.

Meðalhótelgisting Íslendinga er bókuð með 52-daga fyrirvara og meðaldvölin er 3.5 dagar.

Samtals voru þessar gistinætur bókaðir í rétt rúmlega 10.000 mismunandi bókunum (sem þýðir að bókuð eru um 30 hótel á dag á hótelleit Dohop). Þetta er ansi mikið á heilu ári og áhugavert að sjá hvernig þessar bókanir dreifðust.

Kíkjum á það í hvaða borgum flestir bókuðu hótel 2016.

Við tókum líka saman vinsælustu hótel ársins 2016, þau hótel sem flest ykkar gistu í á nýliðnu ári.

5 vinsælustu hótel Íslendinga 2016:

1. Hilton Copenhagen Airport, Kaupmannahöfn

Hér voru gerðar ansi margar bókanir en flestar þeirra voru bara til einnar nætur. Þar sem hótelið er við flugvöllinn í Kaupmannahöfn má ætla að þetta sé helsta “millilendinga”-hótel Íslendinga.

Alls bókuðu 27 sér gistingu hér.

Einn gisti þó í 5 nætur.

2. Cabinn Metro, Kaupmannahöfn

Bókanir á Cabinn Metro voru janfmargar og á Hilton Copenhagen Airport, en þar gisti fólk þó rúmlega tvöfalt lengur að meðaltali.

Svona “millilending-en-kíkjum-samt-í-Tivoli” hótel.

3. Sol Tenerife, Kanaríeyjum

Sol Tenerife er eitt af vinsælustu hótelunum á Tenerife, og eitt uppáhaldshótel notenda Dohop.

Í fyrra gistu Íslendingar samtals í heilar 252 nætur á því, sem er talsvert öðruvísi en fjöldi nótta á hótelunum í Kaupmannahöfn.

4. citizenM Schiphol Airport, Amsterdam

24 gistinætur samtals

5. H2 Hotel Alexanderplatz, Berlin

 

Hér voru gerðar átján bókanir, fyrir samtals sextíu og eina gistinótt.

Margir þeirra sem fóru til Berlínar í fyrra gistu líka á Park Inn by Radisson Berlin Alexanderplatz. Þar voru sautján bókanir sem samtals náðu yfir fimmtíu og þrjár gistinætur.

 

Eruð þið búin að bóka hótel fyrir sumarið?

Dohop – Besti flugleitarvefur í heimi

Dohop – Besti flugleitarvefur í heimi

Dohop var valinn besti flugleitarvefur heims á World Travel Awards!

20161203_181509-1

Dohop hefur verið kjörinn “Besti flugleitarvefur heims” (e. World’s Leading Flight Comparison Website 2016) af World Travel Awards. 

Við þökkum kærlega öllum þeim sem gáfu sér tíma til að kjósa okkur.

Með sigrinum erum við í hópi stærstu fyrirtækja heims í ferðageiranum; fyrirtæki á borð við Lufthansa, Hertz, Hilton og Expedia. Dohop er jafnframt eina íslenska fyrirtækið sem tilnefnt hefur verið til lokaverðlauna World Travel Awards.

Fyrr á þessu ári unnum við Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016, þannig að þetta eru önnur stóru verðlaunin sem við vinnum í ár.

Við hlutum einnig tilnefningu World Travel Awards sem “Besta tæknilausnin í ferðaiðnaðinum”, (e. World’s Leading Travel Technology Provider 2016) en vann ekki.

Verðlaunahátíðin fór fram á paradísareyjarklasanum Maldives, og var stórglæsileg í alla staði.

Árni már Jónsson veitir verðlaununum viðtöku á Maldive-eyjum á föstudagskvöldið.

 

Tilboð á hótelum í þremur frábærum jólaborgum

Tilboð á hótelum í þremur frábærum jólaborgum

Um þessar mundir er hægt að finna tilboð á hótelum í nokkrum borgum, akkurat á réttum tíma fyrir jólainnkaupin.

Við skoðum sérstaklega þrjár uppáhaldsborgir Dohop-notenda og fundum afsæltti á hótelum sem námu allt að 62%.

Flesta daga eru einhver tilboð eða afslættir, en við ákváðum að skoða sérstaklega nokkur góð tímabil fyrir þá hyggjast skreppa erlendis fyrir jólin.

Kíktu bara.

1. Boston

bostonjol

Löng helgi 15 – 18 desember.

Þessa helgi er frábært að heimsækja Boston. Borgin iðar af mannlífi, allir eru í jólagírnum og mikið af tilboðum í búðunum. Já, og það er hægt að finna hótel með hressilegum afslætti núna.

Hótel í Boston

screen-shot-2016-11-15-at-12-05-20

Flug til Boston þess löngu helgi er á rétt rúmar 50.000 krónur.

Á Dohop má líka finna flug til Boston á 35.000 krónur.

2. Kaupmannahöfn

Kaupmannahofn

Það þarf ekki að fjölyrða um stemmninguna í Kaupmannahöfn rétt fyrir jól.

Við ætlum í staðinn bara að benda á það að þú kemst þangað fyrir.

Löng helgi, 15. – 18. des:

Hótel í Kaupmannahöfn

screen-shot-2016-11-15-at-12-37-35

Rétt fyrir jól, 19. – 21. desember:

screen-shot-2016-11-15-at-12-39-33

screen-shot-2016-11-15-at-12-40-34

 

Munið líka að með verðdagatali Dohop sést hvenær ódýrast er að fljúga til Kaupmannahafnar.

odyrt_flug__hotel_og_bilaleiga___dohop

 

3. London

london2

Ef þú ferð til London rétt fyrir jól er algjört möst á kíkja í Covent Garden og litlu göturnar í kring. Jólastemmningin gerist varla betri.

8. – 11. desember:

hótel í London

screen-shot-2016-11-15-at-14-25-04

19. – 21. desember:


screen-shot-2016-11-15-at-13-51-21screen-shot-2016-11-15-at-13-51-06

Hvert langar þig til að fara fyrir jólin?

10 frábær hótel á Tenerife

10 frábær hótel á Tenerife

Ert þú að hugsa um að fara til Tenerife?

Tenerife hefur lengi verið einn af vinsælustu áfangastöðum notenda Dohop, og allt bendir til þess að árið 2017 verði engin undantekining.

Við tókum því saman tíu hótel á Tenerife sem hafa verið vinsæl hjá notendum Dohop og fá jákvæð ummæli gesta.

Þið getið smellt á myndirnar til að fá nánari upplýsingar um hvert hótel.

1. Hotel Suite Villa Maria

villamaria

villamaria_2

room

Í þessari 5 stjörnu hótelsamstæðu eru stór herbergi með verönd og útsýni yfir Atlantshafið.

Sumar íbúðirnar á Hotel Suite Villa María eru með heitum potti og aðrar eru með einkasundlaug. Þær eru allar með ókeypis netaðgangi, setustofu með flatskjá og gervihnattarásum og fullbúnu eldhúsi og baðherbergi með vatnsnuddsturtu.

 

2.  Sol Tenerife

12364007

soltene

soltenerife

Vinsælasta hótel notenda Dohop, sannkallað Íslendingahótel.

Á Hotel Sol Tenerife eru þrjár útisundlaugar með sólbekkjum, tennisvöllur og herbergi með sjávarsútsýni.

Loftkæld herbergin á Hotel Sol Tenerife bjóða upp á flísalögð gólf og glaðlega liti. Þau eru með gervihnattasjónvarpi, ísskáp, skrifborði og stól. Boðið er upp á ókeypis WiFi hvarvetna á hótelinu.

Hótelið býður upp á krakkaklúbb, hárgreiðslustofu og matvöruverslun á staðnum.

 

3. Hótel H10 Las Palmas

h10_2

h10_3

53468828

H10 Las Palmeras Hotel er 4-stjörnu hótel sem liggur að göngusvæði Playa de las Américas við sjávarsíðuna.

Í hótelgarðinummá finna þrjár útisundlaugar, fjóra veitingastaði og tennisvelli.

 

4. Palm Beach Club

27001345

palmbeachclub

plambeachroom

Þessi aðlaðandi íbúðasamstæða býður upp á töfrandi útsýni yfir Kanaríeyjar og er í 10 metra fjarlægð frá Troya-ströndinni. Á Palm Beach Club er bæði fullorðins- og barnaútisundlaug, líkamsræktaraðstöða, heitur pottur og gufubað.

Íbúðirnar og stúdíóin á Palm Beach Club eru með glæsilegar innréttingar og sundlaugar- eða sjávarútsýni.

Á Palm Beach Club er kaffistofa, bar og úrval af veitingastöðum ásamt matvörubúð og snyrtistofu. Fjöldi verslunarmiðstöðva, bara og veitingastaða eru í 5-mínútna göngufjarlægð.

 

5. Iberostar Hotel Anthelia

iberostar

iberostarhotelanthelia

28070150

Iberostar Hotel Anthelia, í Adeje, er aðlaðandi dvalarstaður umkringdur görðum í 100 metra fjarlægð frá Fañabe-ströndinni.

Á hótelinu eru þrjár sundlaugar og herbergi með svalir og sjávarútsýni.

Lúxusherbergin á Anthelia eru rúmgóð og loftkæld með verönd eða svölum. Hvert herbergi býður upp á flatskjásjónvarp og koddaúrval.

 

6. Adrián Hoteles Jardines de Nivaria

hotelesjardines

hotelesjardeins

jardineshotelroom

Hið íburðarmikla Hotel Jardines de Nivaria er staðsett á Fañabé-ströndinni á suðurhluta Tenerife.

Það býður upp á heillandi garð með tveimur útisundlaugum, heilsulind og nýtískuleg herbergi með ókeypis Wi-Fi-Interneti og sérsvölum.

Á hótelinu er að finna púttvöll, veggtennisvöll, tennisvöll og heilsuræktarstöð.

Heilsulind hótelsins býður upp á gufubað, eimbað og Vichy-sturtu (hvað svo sem það er).

 

7. Iberostar Grand Hotel El Mirador – Adults Only

iberostar-adults-only

iberostaradultsonly2

hotelbreakfast

Eins og gefur að skilja er þetta ekki hótel fyrir fjölskyldufólk.

Á staðnum eru bar við sundlaugarbakkann, sælkeraveitingastaður að nafni El Cenador og La Tosca Bar sem býður upp á lifandi píanónlist á kvöldin.

Þetta er semsagt hótel fyrir pör eða hópa í leit að barnlausri afslöppun.

 

8. Aparthotel Columbus

aparthotelcolumbus

aparthotelpool

play

íbúðahótelið Aparthotel Columbus, næst-vinsælasta hótel notenda Dohop, er staðsett nálægt Playa de las Americas-golfvellinum, á suðurhluta Tenerife.

Þar er að finna fjórar útisundlaugar, þar á meðal barnasundlaug, heitan pott og líkamsræktarmiðstöð.

Allar stúdíóíbúðirnar á Aparthotel Columbus eru með svalir, litlu eldhússvæði með ísskáp, helluborði og brauðrist.

9. Apartamentos Playazul

apartamentosplayazul

5849427

11754933

Hin heillandi Apartamentos Playazul er staðsett í miðbæ Playa de las Americas-dvalarstaðarins á Tenerife.

Það er með setustofu með sjónvarpi, sófa og viftu. Öryggishólf er í boði gegn aukagjaldi.

 

10. Dream Hotel Noelia Sur

dreamhotelnoeliasur

bridge

dreamhotelsunset

Eins og Iberostar Gran Hotel Mirador, þá er þetta hótel ekki fyrir fólk með börn. Hér er þó gengið skrefinu lengra; á hótelinu er nefninlega að finna nektarsvæði.

Á hótelinu er líka tómstundasvæði á þakinu með sjóndeildarhringssundlaug með nuddpotti, sólarverönd með Balí-sólbekkjum, líkamsræktar- og vellíðunaraðstöðu, fyrrgreint nektarsvæði og bar með útsýni.

Jæja, hvaða hótel líst ykkur best á?

Er Dohop besta flugleitarsíða í heimi?

Er Dohop besta flugleitarsíða í heimi?

Ísland á margt sem er framúrskarandi; fótboltalið, lambakjöt, fossa og, þó sumir viti það ekki, Dohop.

Já. Dohop, sem stofnað var í Reykjavík 2004, er nú í fjórða skipti í röð tilnefnt til World Travel Awards verðlauna í flokknum besta flugleitarvefur í heimi.

worlds-leading-flight-comparison-website-2016-nominee-shield-256

Við unnum verðlaunin 2014 og vonumst til að endurtaka leikinn nú.

Af hverju kjósa Dohop?

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um hluti sem við höfum gert síðasta árið, mögulegar ástæður þess að Íslendingar ættu að kjósa Dohop.

  • Ný vefsíða og nýtt útlit vörumerkis í samstarfi með Bedow
  • Valið Nýsköpunarfyrirtæki Íslands 2016
  • Knýjum nú flugleit rússnesku leitarvélarinnar Yandex
  • Sjáum um tæknina á bakvið GatwickConnects vöru Gatwick flugvallar
  • Bætum verðdagatali í flugniðurstöður
  • Settum inn verðvernd í samstarfi við FLYR
  • Endurbættum appið eftir óskum notenda

 

Þetta árið er lokaathöfn World Travel Awards, “Óskarsverðlaun ferðabransans”, haldin á Maldive-eyjum, 2. desember.

Maldive-eyjar líta svona út:

ohuveli

Jæja, ert þú búin/n að kjósa Dohop?

vote-for-us-horizontal-button-400x128-2016