Svona færð þú hagstæðustu hótelin á Dohop

Svona færð þú hagstæðustu hótelin á Dohop

Þú vilt ekki borga of mikið fyrir hótel, er það nokkuð?

Á hótelvef Dohop er nú að finna yfir milljón hótel og gististaði um allan heim. Það er því ekki von um að vita alltaf hvað hótel séu ódýrust eða best hverju sinni.

Hér fyrir neðan eru þrjú “trikk” til að passa að þú sért örugglega að fá sem mest fyrir peninginn.

1. Fylgstu með lúxustilboðum

Luxustilboð Dohop hotel

Þegar 4- eða 5-stjörnu hótel sem fengið hefur góðar umsagnir gesta og með háa einkunnagjöf samtals er með tilboð eru þau merkt sérstaklega, með appelsínugulum “Lúxustilboð” miða.

Þessi hótel eru því með því allra besta sem hægt er að fá fyrir peninginn. En þessi tilboð birtast oft líka bara þegar fá herbergi eru eftir, þannig að það getur verið gott að bóka þau snemma.

2. Nýttu þér tímabundna afslætti

screen-shot-2016-09-20-at-14-20-50

 

Þegar hótel er með afslátt þá daga sem þú ert að skoða er það merkt sérstaklega.

Afslættirnir eru yfirleitt á bilinu 20% – 35% en fara alveg upp í 60% stundum.

3 Gríptu ofurtilboð

screen-shot-2016-09-20-at-14-55-00

Stundum sameinast þetta tvennt í ofurtilboð, sem vara þá aðeins í tiltekinn tíma, eins og sést á niðurtalningsklukkunni uppi í hægra horninu. Þarna er mikill afsláttur í stuttan tíma á hóteli sem telst skara framúr.

Munið líka

Oftast nær hægt að afpanta hótel með sjö daga fyrirvara og þá þarf ekki að borga neitt. Bara svona ef þú vilt taka frá hótelherbergi fyrir næsta sumar.

Lestu vel umsagnir gesta sem hafa verið á hótelinu sem þú ert að skoða.

Skoðaðu myndirnar, því hverju hóteli á Dohop fylgir yfirleitt mikið af myndum.

Comments

comments