Óvænt hækkun á flugverði? Ekki lengur.

Óvænt hækkun á flugverði? Ekki lengur.

Hefur þú haft áhyggjur af því að þú þurfir að bóka flug um leið og þú finnur það, annars hækki það um tugi þúsunda?

Það er fátt leiðinlegra en að vera búin að finna fullkomið flug á góðu verði og síðan þegar þú ætlar að bóka það daginn eftir þá er það orðið miklu dýrara.

Hefur þú lent í því?

Jæja, við erum búin að bæta þjónustu frá FLYR við niðurstöðurnar okkar, þannig að þetta vandamál gæti verið úr sögunni.

flyrlogo

Nú getur þú nefninlega “fest” verð á flugi, og þannig tryggt að þú getir fengið það á uppgefnu verði, þó það hækki næstu dagana á eftir.

Kostnaður við að festa flugverð er á milli 500 og 1500 krónum og það tryggir að þú þurfir ekki að borga meira en verðið sem þú fannst á Dohop.

Hækki verðið um þúsundir króna næstu daga þarftu samt bara að borga verðið sem fest var.

Lækki verðið hinsvegar lætur FLYR þig vita og þá er hægt að bóka nýja, lægra verðið!

Svona virkar þetta. Þú leitar að flugi eins og venjulega á Dohop og bíður eftir niðurstöðum.

FLYR birtist sem valmöguleiki undir bókunartakka eftir leit, svona:

screen_shot_2016-09-28_at_13_03_56

Þegar þú smellir á “Festa fyrir” birtist eftirfarandi skjár:

flyrexample

Eftir að setja inn tölvupóst og kortanúmer færð þú póst frá FLYR þar sem þú sérð yfirlit yfir flugverðið og hvernig þú getur síðan bókað. Ef verðið lækkar, færðu senda tilkynningu og getur þá bókað á nýja, lága verðinu.

FLYR, Inc. er staðsett í San Francisco og sérhæfir sig í spám um breytingar á flugverði og tryggingum gegn óvæntum breytingum. FLYR hefur úr miklu magni upplýsinga að spila, en spár þeirra og verðáætlanir byggja á sérhæfðu reiknilíkani flugverða, einstöku í heiminum.

Comments

comments