Þetta eru borgirnar sem þið ætlið til á næstunni

Þetta eru borgirnar sem þið ætlið til á næstunni

Vissir þú að við getum séð hvert Íslendinga langar að fara?

Þegar við förum yfir það hvert flestir leita að flugi og bóka hótel kemur ansi góð mynd af því hvaða borgir eru vinsælastar.

Og við erum ekki að tala um eina og eina flugleit, því í september gerðu Íslendingar hvorki meira né minna en 430.437 flugleitir á Dohop!

Og það verður að segjast að Íslendingar eru að fara sérstaklega vel troðnar slóðir á næstunni.

Þannig er að tvær borgir eru lang-vinsælastar um þessar mundir, bæði hvað varðar flug og hótel (þetta helst jú í hendur.) Og hvaða borgir eru þetta? Gáum.

Flug – Kaupmannahöfn

 

Londonog Kaupmannahöfn hafa lengi verið vinsælar á Dohop en sjaldan svona afgerandi langvinsælastar. Mögulega er þetta vísbending um hvert fólk ætlar að fara til að gera jólainnkaupin.

Hótel – London

 

Áhugavert er að sjá að fleiri bóka hótel í London en í Kaupmannahöfn, þó fleiri séu á leiðinni til Danmerkur.

Ert þú búin að bóka flug á næstunni? Hvert ertu að fara?

Comments

comments