Er Dohop besta flugleitarsíða í heimi?

Er Dohop besta flugleitarsíða í heimi?

Ísland á margt sem er framúrskarandi; fótboltalið, lambakjöt, fossa og, þó sumir viti það ekki, Dohop.

Já. Dohop, sem stofnað var í Reykjavík 2004, er nú í fjórða skipti í röð tilnefnt til World Travel Awards verðlauna í flokknum besta flugleitarvefur í heimi.

worlds-leading-flight-comparison-website-2016-nominee-shield-256

Við unnum verðlaunin 2014 og vonumst til að endurtaka leikinn nú.

Af hverju kjósa Dohop?

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um hluti sem við höfum gert síðasta árið, mögulegar ástæður þess að Íslendingar ættu að kjósa Dohop.

  • Ný vefsíða og nýtt útlit vörumerkis í samstarfi með Bedow
  • Valið Nýsköpunarfyrirtæki Íslands 2016
  • Knýjum nú flugleit rússnesku leitarvélarinnar Yandex
  • Sjáum um tæknina á bakvið GatwickConnects vöru Gatwick flugvallar
  • Bætum verðdagatali í flugniðurstöður
  • Settum inn verðvernd í samstarfi við FLYR
  • Endurbættum appið eftir óskum notenda

 

Þetta árið er lokaathöfn World Travel Awards, “Óskarsverðlaun ferðabransans”, haldin á Maldive-eyjum, 2. desember.

Maldive-eyjar líta svona út:

ohuveli

Jæja, ert þú búin/n að kjósa Dohop?

vote-for-us-horizontal-button-400x128-2016

Comments

comments