Dohop – Besti flugleitarvefur í heimi

Dohop – Besti flugleitarvefur í heimi

Dohop var valinn besti flugleitarvefur heims á World Travel Awards!

20161203_181509-1

Dohop hefur verið kjörinn “Besti flugleitarvefur heims” (e. World’s Leading Flight Comparison Website 2016) af World Travel Awards. 

Við þökkum kærlega öllum þeim sem gáfu sér tíma til að kjósa okkur.

Með sigrinum erum við í hópi stærstu fyrirtækja heims í ferðageiranum; fyrirtæki á borð við Lufthansa, Hertz, Hilton og Expedia. Dohop er jafnframt eina íslenska fyrirtækið sem tilnefnt hefur verið til lokaverðlauna World Travel Awards.

Fyrr á þessu ári unnum við Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016, þannig að þetta eru önnur stóru verðlaunin sem við vinnum í ár.

Við hlutum einnig tilnefningu World Travel Awards sem “Besta tæknilausnin í ferðaiðnaðinum”, (e. World’s Leading Travel Technology Provider 2016) en vann ekki.

Verðlaunahátíðin fór fram á paradísareyjarklasanum Maldives, og var stórglæsileg í alla staði.

Árni már Jónsson veitir verðlaununum viðtöku á Maldive-eyjum á föstudagskvöldið.

 

Comments

comments