All posts by armina

Nokkrir afbragðs áfangastaðir í haust

Nokkrir afbragðs áfangastaðir í haust

Ertu að spá í að fara í ferðalagi í haust en átt eftir að ákveða þig? Hér eru nokkrar tillögur um frábæra áfangastaði í Evrópu sem eiga það sameiginlegt að skarta sínu fegursta í haustlitunum.

Transylvanína

Hljómar ekki spennandi að eyða Hrekkjavökunni á slóðum Drakúla í Transylvaníu? Þetta sögufræga rúmenska hérað býður upp á víðfema skóga, tignarlega fjallstinda og miðaldabæi með mikilfenglegum kastölum. Meðal þess sem er gaman að gera á þessum slóðum er að heimsækja Bran kastalann, Pelese kastalann og halda upp í Karpatafjöllin, aka um Fagaras fjallgarðinn og fara í gönguferð um Craiului þjóðgarðinn þar sem útsýnið yfir landslagið er stórbrotið.

Ferðlagið til Transylvaníu frá Búkarest tekur aðeins þrjá klukkutíma með lest eða bíl.

Hér eru ódýrustu fargjöldin til Búkarest. 

Búdapest

Budapest

Höfuðborg Ungverjalands nýtur ekki verðskuldaðrar athygli. Fáar borgir í heiminum eru fegurri en Búdapest og hún er upp á sitt allra besta á haustin. Afar auðvelt er að láta sér líða verulega vel í Búdapest. Ein leið er að heimsækja baðhúsin frábæru sem sækja vatn sitt í heitar náttúrulindir undir borginni. Meðal baðhúsa sem má mæla með eru Gellert Spa og hin tilkomumiklu Szechenyi böð, þar sem eru þrjár útilaugar og fimmtán undir þaki, auk gufubaða af ýmsum gerðum.

Að baðferð og slökun lokinni er svo kjörið að halda á ungverskt veitingahús og fá sér kraftmikið gúllas.

Hér eru ódýrustu fargjöldin til Budapest.

Glasgow

glasgow

Þegar haustlitirnir eru að springa út er dásamlegt að vera í borg sem er full af trjám og almenningsgörðum. Þannig er Glasgow einmitt. Til að sækja sér yl í kroppinn er notalegt að setjast inn á Willow Tea Rooms eða einhverja aðra af fjölmörgum testofum borgarinnar. Svo má auðvitað fá sér eitthvað meira hjartastyrkjandi einsog Skotarnir hafa sjálfir svo gaman af.

Og vel á minnst, fargjaldið frá Keflavík til Glasgow, kostar aðeins frá 18.000 krónum.

Hér eru ódýrustu fargjöldin til Glasgow.

Loire dalurinn

Í Evrópu nær uppskerutími vínberja sumstaðar inn í október. Þar á meðal er Loire dalurinn sem er í um það bil þriggja klukkustunda ökuferð frá París. Ferðlag um þennan frjósama dal er eins og heimsókn í ævintýraland þar sem hver kastalinn á fætur öðrum teygir turnspírur sínar til himins. Á uppskerutímanum iða akrarnir af fólki og þröngir sveitavegirnir fyllast af dráttarvélum. Í vínsmökkunarferðunum eru dýrindis vín í boði og þarna er matargerðarlistin líka höfð í hávegum.

Hér eru ódýrustu fargjöldin til Paris.

Toskana

Á Ítalíu er uppskeru sumarsins fagnað á haustin með hátíðahöldum og viðburðum af ýmsu tagi. Ef þig langar að fara í leit að góðgæti einsog sveppum, trufflum eða kastaníuhnetum, þá er Toskana í október rétti staðurinn fyrir þig. Á sama tíma er vínberjatínslunni að ljúka og framleiðslan að hefjast með tilheyrandi fjöri á hverjum stað.

Í nóvember er svo komið að ólífuuppskerunni í þessu mikla landbúnaðarhéraði allsnægta þar sem er alltaf tilefni til að gera vel við sig með dásamlegum mat og drykk.

Hér eru ódýrustu fargjöldin til Flórens.

 

Viltu dekra við bragðlaukana á ferðalaginu?

Viltu dekra við bragðlaukana á ferðalaginu?

Okkur á Dohop þykir fátt skemmtilegra en að ferðast og við viljum við borða góðan mat á milli þess sem við skoðum skemmtilega staði, förum í búðir og njótum andrúmsloftsins. Þegar kemur að því finna afbragðs veitingastaði, skyndibita eða matarmarkaði þá eigum við okkur uppáhalds borgir. Við viljum deila þeim með ykkur.
Hér eru nokkrar borgir sem sælkerar kunna að meta, og nokkur góð ráð um hvern stað frá okkur á Dohop.

Berlín

Höfuðborg Þýsklands er sannkölluð deigla ólíkra menningarheima og það má ekki síst sjá á ótrúlega fjölbreyttu framboði af svölum veitingastöðum. Að fá sér hefðbundið súrkál og bratwurst er auðvitað klassík en úrvalið af réttum frá framandi slóðum, Asíu, Miðausturlöndum eða öðrum heimshornum er nánast endalaust. Hummus, dumplings eða safarík steik, þú færð það sem hugurinn girnist í Berlín.

Við mælum með: Vertu á höttunum eftir veitingavögnunum sem eru hér og þar um borgina og bjóða upp á alls konar góða rétti á hagstæðu verði. Berlín er borgin til að leyfa ævintýragirninni að ráða ferðinni. Sumir þessara staða láta kannski ekki mikið yfir sér en maturinn er oft frábær.

Amsterdam

Þú hefur pottþétt heyrt um frönsku kartöflurnar og vöfflurnar í Amsterdam. Það er verðskuldað, en borgin er full af öðrum frábærum mat. Alveg eins og í Berlín býr heimafólk býr yfir miklum áhuga á góðum mat og drykk. Fyrir vikið er magnað framborð af veitingastöðum, matarmörkuðum og ýmsum matar- og drykkjartengdum viðburðum í Amsterdam. Ekki láta þá fara fram hjá þér.

Við mælum með: Heimsókn í Food Hallen markaðinn að kvöldi til þar sem er hægt að upplifa svala lókal stemningu. Það verður örugglega mikið að gera því þarna hittast vinir og félagar til að eiga saman góða kvöldstund innan um nánast yfirþyrmandi fjölda veitingavagna. Markaðurinn er opinn til 11.30. Þar er meðal annars öflugur ginbar svo það er auðvelt að breyta kvöldverðinum í gott partý

Napólí

Napóli

Sneið af þunnbotna, stórri New York style pizzu er alltaf freistandi en slær þó ekki við pizzunum sem eru í boði í Napólí, heimaborg pizzugerðarlistarinnar. Við leggjum því til styttra ferðalagið til Napólí þar sem bakarnir búa til dásamlegar neapolitan pizzur með upprunalegu aðferðinni. Í eftirrétt má svo panta annan einkennisrétt borgarinnar, Sfogliatella (skellaga smjördeigshorn með búðingi í miðjunni), og fá sér þar á eftir Aperol Spirtz (Aperol líkjör og prosecco freyðivín). Þá er matseðillinn fullkomnaður. Maður getur óvíða borðað jafn frábæran mat fyrir eins fáar krónur og í Napólí.

Við mælum með: Að fylgja fordæmi heimafólks og halda sig við einfaldar útgáfur af pizzu með þunnum súrdeigsbotni og mjög hóflegu magni af áleggi. Maður fær snilldarpizzur á svo til hverju horni en það er sannarlega þess virði að bíða í röðinni við hinn sögufræga stað L’Antica Pizzeria da Michele á Via Cesare Sersale þar sem fást einhverjar bestu pizzur borgarinnar.

Los Angeles

Borðaðu vel

Ef þú lætur ekki eðal bandaríska skyndibitastaði á borð við In-N-Out, Chipotle og fleiri trufla þig þá er annars konar veisla í boði í Los Angeles. Möguleikarnir eru svo margir að það er auðveldlega hægt að fá valkvíða en Los Angeles er frábær áfangastaður fyrir sælkera.

Við mælum með: Ekki dæma fyrr en þú hefur smakkað. Hrörlegi veitingavagninn gæti lumað á besta taco sem þú hefur komist í tæri við og sveitti matarmarkaðurinn gæti galdrað fram hamborgarann sem þig hefur alltaf dreymt um. Sérstök meðmæli: Egg Slut í bás D-1 í Grand Central Market downtown LA dekrar við bragðlaukana.

Veistu hvar fæst góður matur í þessum borgum? Smelltu endilega inn athugasemd um uppáhalds veitingastaðina þína og hverju þú mælir með á hverjum stað.