Category Archives: Borgir

Svona sérð þú verðdagatalið á Dohop (og kemst ódýrt til útlanda)

Svona sérð þú verðdagatalið á Dohop (og kemst ódýrt til útlanda)

Ef þú ert að spá í hvenær sé ódýrast að fara eitthvað á næstunni er gott að vita af þessu.

Það er nefninlega þannig að á Dohop eru tvær leiðir til að sjá verð á flugi fyrir meira en bara einhverjar ákveðnar fastar dagsetningar. Í fyrsta lagi erum við að tala um Dohop Go!, sem getur samt stundum, þótt ótrúlegt megi virðast, verið með of mikið í boði.

Ef þú ert búin að ákveða hvert þú ætlar að fara, og ert nokkurn veginn með dagsetningarnar í huga, þá er verðdagatalið okkar fyrir þig.

Svona ferð þú að:

1. Farðu á Dohop.is og leitaðu að flugi hvert sem er, fyrir einn.

2. Smelltu á bláa renninginn sem birtist, þar sem stendur “Skoða”.

 

3. Veldu dagapar þar sem verðið er lægst til að sjá uppfært verð

4. Farðu til útlanda 🙂

Allt um hótelbókanir Íslendinga 2016

Allt um hótelbókanir Íslendinga 2016

Íslendingar bókuðu alls 37.120 gistinætur á hótelum á Dohop árið 2016. Það er 101 ár af samfelldum svefni.

Meðalhótelgisting Íslendinga er bókuð með 52-daga fyrirvara og meðaldvölin er 3.5 dagar.

Samtals voru þessar gistinætur bókaðir í rétt rúmlega 10.000 mismunandi bókunum (sem þýðir að bókuð eru um 30 hótel á dag á hótelleit Dohop). Þetta er ansi mikið á heilu ári og áhugavert að sjá hvernig þessar bókanir dreifðust.

Kíkjum á það í hvaða borgum flestir bókuðu hótel 2016.

Við tókum líka saman vinsælustu hótel ársins 2016, þau hótel sem flest ykkar gistu í á nýliðnu ári.

5 vinsælustu hótel Íslendinga 2016:

1. Hilton Copenhagen Airport, Kaupmannahöfn

Hér voru gerðar ansi margar bókanir en flestar þeirra voru bara til einnar nætur. Þar sem hótelið er við flugvöllinn í Kaupmannahöfn má ætla að þetta sé helsta “millilendinga”-hótel Íslendinga.

Alls bókuðu 27 sér gistingu hér.

Einn gisti þó í 5 nætur.

2. Cabinn Metro, Kaupmannahöfn

Bókanir á Cabinn Metro voru janfmargar og á Hilton Copenhagen Airport, en þar gisti fólk þó rúmlega tvöfalt lengur að meðaltali.

Svona “millilending-en-kíkjum-samt-í-Tivoli” hótel.

3. Sol Tenerife, Kanaríeyjum

Sol Tenerife er eitt af vinsælustu hótelunum á Tenerife, og eitt uppáhaldshótel notenda Dohop.

Í fyrra gistu Íslendingar samtals í heilar 252 nætur á því, sem er talsvert öðruvísi en fjöldi nótta á hótelunum í Kaupmannahöfn.

4. citizenM Schiphol Airport, Amsterdam

24 gistinætur samtals

5. H2 Hotel Alexanderplatz, Berlin

 

Hér voru gerðar átján bókanir, fyrir samtals sextíu og eina gistinótt.

Margir þeirra sem fóru til Berlínar í fyrra gistu líka á Park Inn by Radisson Berlin Alexanderplatz. Þar voru sautján bókanir sem samtals náðu yfir fimmtíu og þrjár gistinætur.

 

Eruð þið búin að bóka hótel fyrir sumarið?

Þetta eru borgirnar sem þið ætlið til á næstunni

Þetta eru borgirnar sem þið ætlið til á næstunni

Vissir þú að við getum séð hvert Íslendinga langar að fara?

Þegar við förum yfir það hvert flestir leita að flugi og bóka hótel kemur ansi góð mynd af því hvaða borgir eru vinsælastar.

Og við erum ekki að tala um eina og eina flugleit, því í september gerðu Íslendingar hvorki meira né minna en 430.437 flugleitir á Dohop!

Og það verður að segjast að Íslendingar eru að fara sérstaklega vel troðnar slóðir á næstunni.

Þannig er að tvær borgir eru lang-vinsælastar um þessar mundir, bæði hvað varðar flug og hótel (þetta helst jú í hendur.) Og hvaða borgir eru þetta? Gáum.

Flug – Kaupmannahöfn

 

Londonog Kaupmannahöfn hafa lengi verið vinsælar á Dohop en sjaldan svona afgerandi langvinsælastar. Mögulega er þetta vísbending um hvert fólk ætlar að fara til að gera jólainnkaupin.

Hótel – London

 

Áhugavert er að sjá að fleiri bóka hótel í London en í Kaupmannahöfn, þó fleiri séu á leiðinni til Danmerkur.

Ert þú búin að bóka flug á næstunni? Hvert ertu að fara?

Svona færð þú hagstæðustu hótelin á Dohop

Svona færð þú hagstæðustu hótelin á Dohop

Þú vilt ekki borga of mikið fyrir hótel, er það nokkuð?

Á hótelvef Dohop er nú að finna yfir milljón hótel og gististaði um allan heim. Það er því ekki von um að vita alltaf hvað hótel séu ódýrust eða best hverju sinni.

Hér fyrir neðan eru þrjú “trikk” til að passa að þú sért örugglega að fá sem mest fyrir peninginn.

1. Fylgstu með lúxustilboðum

Luxustilboð Dohop hotel

Þegar 4- eða 5-stjörnu hótel sem fengið hefur góðar umsagnir gesta og með háa einkunnagjöf samtals er með tilboð eru þau merkt sérstaklega, með appelsínugulum “Lúxustilboð” miða.

Þessi hótel eru því með því allra besta sem hægt er að fá fyrir peninginn. En þessi tilboð birtast oft líka bara þegar fá herbergi eru eftir, þannig að það getur verið gott að bóka þau snemma.

2. Nýttu þér tímabundna afslætti

screen-shot-2016-09-20-at-14-20-50

 

Þegar hótel er með afslátt þá daga sem þú ert að skoða er það merkt sérstaklega.

Afslættirnir eru yfirleitt á bilinu 20% – 35% en fara alveg upp í 60% stundum.

3 Gríptu ofurtilboð

screen-shot-2016-09-20-at-14-55-00

Stundum sameinast þetta tvennt í ofurtilboð, sem vara þá aðeins í tiltekinn tíma, eins og sést á niðurtalningsklukkunni uppi í hægra horninu. Þarna er mikill afsláttur í stuttan tíma á hóteli sem telst skara framúr.

Munið líka

Oftast nær hægt að afpanta hótel með sjö daga fyrirvara og þá þarf ekki að borga neitt. Bara svona ef þú vilt taka frá hótelherbergi fyrir næsta sumar.

Lestu vel umsagnir gesta sem hafa verið á hótelinu sem þú ert að skoða.

Skoðaðu myndirnar, því hverju hóteli á Dohop fylgir yfirleitt mikið af myndum.

Íslendingar vilja stærri hótel, færri ferðast innanlands

Íslendingar vilja stærri hótel, færri ferðast innanlands

Í hverjum mánuði framkvæma Íslendingar hundruð hótelbókana á vef Dohop. Við höfum því tekið saman upplýsingar um það hvernig Íslendingar bókuðu hótel í ágúst og borið saman á milli ára.

Þannig sjáum við hvernig og hvar þið eruð að bóka hótel.

Stærri hótel vinsælli
Næstum tvöfalt fleiri bókuðu gistingu á svokölluðum “Resort” hótelum nú en í ágúst í fyrra.

Resort hótel eru yfirleitt stærri og þar á allt á að vera til alls; matur og skemmtun og margir eyða öllu fríinu á sjálfu hótelinu, sem oft liggur þá að strönd. Sérstaklega virðast stærri hótel á Kanaríeyjum vinsæl þetta árið.

Fleiri leita að gistinu utan hinna hefðbundnu hótela, eins og hostel og íbúða en mun færri velja mótel.

Fólk gistir lengur á hótelunum
Meðallengd dvalar á þeim hótelum sem bókuð voru á Dohop í nýliðnum ágústmánuði er tæpir fjórir dagar. Það er um 20% lengri dvöl en á sama tíma í fyrra þegar meðallengd dvalar var rúmir 3 dagar.

Það virðist því vera að Íslendingar stefni á að fara í lengra frí en á sama tíma í fyrra. ogamfara þessu er töluvert minna um fólk sé að bóka hótel í eina nótt.

Hér má sjá þróunina:

Vinsælustu borgirnar

Borgin sem flestir Íslendingar bókuðu hótel í síðastliðinn ágústmánuð var Tenerife. Í fyrra var Kaupmannahöfn vinsælust. Tenerife var sjötta vinsælasta borgin í fyrra og vinsældirnar því að aukast.

 

Ekki eru miklar breytingar á því hvaða borgir eru vinsælastar, en átta af tíu vinsælustu borgum ágústmánaðar í fyrra eru enn meðal tíu vinsælustu borga þetta árið.

 

Hótel á Íslandi falla í vinsældum með Íslendinga

Annað áhugavert sem sést þegar upplýsingar um þær borgir sem flestir íslendingar bóka hótel í eru skoðaðar er að Akureyri og Reykjavík falla mikið í vinsældum milli ára.

Reykjavík, sem var í 4. sæti í fyrra dettur niður í það 7. Akureyri, sem var tíundi vinsælasti áfangastaður Íslendinga í fyrra fellur nú niður í 24. sæti.

untitled_infographic

Ferðist þið síður innanlands?

5 ástæður til að kíkja til Varsjár

5 ástæður til að kíkja til Varsjár

Varsjá er frábær borg, en þó getur verið erfitt að rata um í henni fyrir þá sem eru að heimsækja hana í fyrsta skipti.

Borgin er stór og dreifð og hana vantar eiginlegan miðbæ.

En við erum með ábendingar frá heimamönnum sem ættu að auðvelda heimsókn til borgarinnar.

“Við vildum bara vera viss um að þú endaðir ekki í næturklúbbi með einhverjum jakkalökkum að hoppa í takt við euro-trash og það er svo margt að sjá annað en gamla bæinn.”

5 Hlutir til að sjá og gera í Varsjá:

 

1. Bibenda

Bibenda_Warsaw

Bibenda er frábær veitingastaður í Varsjá

Hvort sem þú ert að leita að letilegum hádegisverði á sunnudegi eða hressandi kvöldmat í lok vikunnar þar sem vínið flæðir, þá er Bibenda staðurinn til að kíkja á.

Matseðillinn byggir á lókal hráefni og pólskum matarhefðum en er með Texas-blæ, þökk sé uppvaxtarárum stofnendans í Austin.

Þú átt eftir að elska þjónustuna og gæludýr hússins, hundinn Buba, sem einnig er að finna á merkimiða vína hússins.

2. Barirnir á Vistula

Hocki_klocki

Varsjá var nýlega valinn ein af topp borgum Evrópu þegar kemmur að mannlífi við árbakka, og það verður sannara með hverjum degi.

Þó að svæðið við ánna hafi verið lítilfjörlegt síðustu ár, hóf borgin uppbyggingu þar fyrir um fjórum árum.

Núna er þar að finna fjöldan allan af börum, tónleikasvæðum og litlum fljótandi veitingavögnum. Þar ættu allir að geta drukkið, borðað og dansað fram eftir nóttu. Farðu bara úr lestinni við Copernicu Center og röltu um og rannsakaðu.

Við mælum sérstaklega með Munchies ef þú fílar “pulled pork”, Barka ef þú ert techno-týpan, Hocki Klocki (sjá mynd hér að ofan) fyfir hip hop og rokk og Cud Nad Wisłą fyrir blandaðra andrúmsloft, t.d. hefur Mike Skinner snúið plötum þar og þar hefur hinn Pólski Kortez einnig spilað.

3. Sögusafn pólskra gyðinga

warsaw musuem jews

Sögusafn pólskra gyðinga var nokkur ár í byggingu, af ýmsum pólitískum ásætðum.

En það tendur nú í hjarta fyrrum gyðingagettósins í Varsjá og hefur að geyma mikið af upplýsingum um hina löngu sögu gyðinga í Póllandi auk þess sem arkitektúr byggingarinnar sjálfrar er ansi mögnuð.

Safnið hannaði finnski arkitektinn Rainer Mahlamäki og er húsinu ætlað að minna á það þegar Móses skipti rauða hafinu

Það er gott að taka frá nokkra klukkutíma til að skoða safnið almennilega.

Síðan er áhugavert að enda ferð á safnið með því að ganga um hverfið til að fá tilfinningu fyrir atburðunum sjálfum – útrýmingu gyðinga úr gettóinu 1943.

4. Plac Defilad

Plac Defilad

Plac Defilad er herferð sem borgin réðist í til að lífga upp á torgið fyrir framan menningarhús borgarinnar. þar tengjast saman næturklúbbar, leikhús og aðrar stofnanir til að hressa upp á þetta almenningssvæði.

Verkefnið er fyrst og fremst í höndum barStudio, þannig að það getur borgað sig að fylgjast með Facebook síðu þeirra til að sjá hvað er í gangi hverju sinni en þú getur verið nokkuð viss um að klukkan 13:00 alla sunnudaga á sumrin sé hægt að finna eitthvað gott að borða þar og hlusta á lifandi tónlist.

Við mælum sérstaklega með New Neighborhoods Festivalinu á barStudio 10. september.

New Neighborhoods Plac Defilad

Einnig er á Plac Defilad að finna minni hátíðir, útibíó, leikhúsuppsetningar, tónleika og margt fleira.

 

5. Plac Zbawiciela

PlacZbawiciela

Við þetta torg – sem er í raun hringtorg rétt sunnan við miðborgina – er að finna risastóra hvíta kirkju (Jesus the Savior Church) og hér er helsti sýna-sig-og-sjá-aðra staður Varsjáborgar.

Við mælum með því að fólk byrji á morgunmat á Charlotte (fáðu þér Croque Madame). rölti síðan að Karma í kaffi, fái sér næst Taílenskan mat á Tuk Tuk. Síðan er hægt að drekka fram á nótt á Plan B – allt þetta án þess að yfirgefa torgið.

Torgið, og staðirnir í kring, eru heitasti staður Varsjá hjá yngra fólkinu.

Kíktu á flug til Varsjár
Hótel í Varsjá

Flugverð aldrei verið lægra – verðkönnun Dohop

Flugverð aldrei verið lægra – verðkönnun Dohop

Niðurstöður nýjustu verðkönnunar okkar ættu að gleðja marga.

Ekki bara hefur aldrei verið ódýrara að fljúga frá Íslandi, heldur stefnir í að flugverð eigi eftir að halda áfram að lækka fram á haustið.

ariplanes at Kef airport
Meðalverð á flugi frá Keflavík er nú 44.045 krónur báðar leiðir og hefur ekki verið lægra þann tíma sem Dohop hefur framkvæmt verðkannanir.

Aldrei hafa fleiri flugfélög haldið uppi áætlunarflugi til og frá Keflavík og samkeppnin útskýrir að hluta þessar miklu lækkanir á verði, sem og áframhaldandi lágt verð á olíu.


Á grafinu hér fyrir ofan er núverandi meðalverð á flug síðasti rauði punkturinn. Gráa línan sýnir spá okkar um þróun á flugverði.

Þið þurfið ekki einu sinni að lesa meira af þessum pistli, faraði bara beint á Dohop Go! og sjáiði hversu mikið er í boði næstu vikur, báðar leiðir, fyrir minna en 50.000.

23% lækkun á flugverði milli mánaða

Þegar verð á flugi til þeirra áfangastaða sem samkeppni ríkir á markaði er skoðað fyrir næstu vikur kemur fram áberandi lækkun milli mánaða.

Heilt yfir er nú um 23% ódýrara að kaupa flugmiða en það var fyrir mánuði.

Mestu ráða þar miklar lækkanir á flugi til borga í Evrópu, t.d. Mílanó, Kaupmannahafnar og Barselóna.

Hér má sjá meðalverð á flugi til 10 vinsælla borga næstu vikur:

Ódýrara að fljúga sumarið 2016 en 2015

Þegar verð á flugi næstu vikur eru skoðað og borið saman við verð á sama tímabili í fyrra má sjá rúmlega 21% lækkun á meðalflugverði milli ára.

Aldrei hefur verið ódýrara að kaupa flugmiða.

Í Dohop Go má nú t.d. finna flug til 90 borga, allt um eða undir 40.000 krónum báðar leiðir.

Aldrei hafa fleiri flugfélög haldið uppi áætlunarflugi til og frá Keflavík og samkeppnin útskýrir að hluta þessar miklu lækkanir á verði, sem og áframhaldandi lágt verð á olíu.

Einnig má gera ráð fyrir að Dohop hafi aldrei nýst eins vel og um þessar mundir.

Þó að flug sé nú 21% ódýrara en í fyrra gerir Dohop engu að síður enn ráð fyrir frekari verðlækkunum, að því gefnu að verð þróist eins og í fyrra.

Hvað er New Neighborhoods?

Hvað er New Neighborhoods?

Hver vill ekki slaka á og hlusta á góða tónlist?

Á laugardaginn ættir þú að geta fundið eitthvað nýtt og flott að hlusta á en þá er New Neighborhoods á Kex Hostel.

New Neighborhoods er samvinnuverkefni milli Íslands og Póllands og er ætlað að hvetja fólk til að sjá og upplifa eitthvað nýtt.

Reykjavík er að verða vinsælli meðal ferðalanga í Póllandi og jafnframt er þessu ætlað að vekja athygli íslendinga á Varsjá, Krakow og Wroclaw (frábær og falleg borg með tvöfalt fleiri íbúa en Ísland).

Screen Shot 2016-08-17 at 13.21.14

Frítt er inn á Kex Hostel og byrjar dagskráin klukkan 14:30.

14:30-15:10 – Beatmakin Troopa
15:30-16:10 – Hatti Vatti
16:40-17:10 – Úlfur Úlfur
17:40-18:10 – The Stubs
18:40-19:10 – Tonik Ensemble
19:50-20.30 – Baasch

Þetta er frábært tækifæri til að setjast aðeins inn, slaka á og hlusta á tónlist. Börn velkomin.

Til að hita upp hvetjum við ykkur til að hlusta á eftirfarandi lag með íslensku sveitinni Tonik Ensemble (sem er samt víst bara einn maður).

New Neighborhoods á Facebook

5 hlutir sem þú vissir ekki um Dohop Go!

5 hlutir sem þú vissir ekki um Dohop Go!

Langar þig ekki stundum bara til að sjá hvaða flug er í boði, hvert sem er?

Það eru ekki allir sem vita það, en þú getur séð einmitt það á Dohop Go!

Dohop Go!

Þar getur þú auðveldlega séð verð á flugi til fjölmargra borga í einu. Þú getur síðan stillt það sem þú sérð eftir því hvert þú vilt fara eða hvenær þú ert í fríi.

Við kíkum stundum á Dohop Go til að aðstoða fólk sem er að leita að einhverju sérstöku. Og nýlega sáum við fimm hluti sem okkur langaði til að deila.

5 ótrúleg atriði sem þú getur séð á Dohop Go!

1 Það er hægt að komast til 11 borga, báðar leiðir, fyrir minna en 15 þúsund.

Bristol, Genf, London og Edinborg eru meðal þeirra borga sem hægt er að fljúga til, báðar leiðir, fyrir minna en 15.000 kall.

Sjáðu bara.

2 Þú kemst til 6 erlendra borga fyrir minna en það kostar að fara til Akureyrar.

Það er samt ekkert það dýrt að fljúga norður, bara 15.000 á góðum degi.

En þú kemst til Bristol, Basel, Genfar, London, Edinborgar og Belfast fyrir minna.

Og það er engin fríhöfn á Akureyri.

3 Þú getur fengið flug til Bandaríkjanna fyrir 35.000 kall.

Nú er hægt að fljúga til bæði New York og Boston fyrir minna en 35.000 kall. Hljómar ef til vill ótrúlega, en er algjörlega dagsatt.

Sjáðu bara:

NyGo

New York á sumardegi

4 London og Köben undir 20.000 krónum. Jebbs.

London og Kaupmannahöfn hafa lengi verið vinsælustu borgirnar á Dohop. Það ætti því að gleðja marga að heyra að það er hægt að komast til þeirra beggja fyrir minna en 20.000 kall.

Það er reyndar hægt að komast til London fyrir um 10.000 kall.

5 Það er hægt að komast til útlanda, báðar leiðir, fyrir minna en 10.000 kall.

Já. Það er næstum alltaf hægt að finna flug til Bristol á Englandi og Genf í Sviss fyrir um 9.000 krónur báðar leiðir.

p.s. Þetta er Genf:

Genf

 

Allt í allt er hægt að finna flug fyrir minna en 50.000, báðar leiðir til meira 90 borga á Dohop Go!

Verðkönnun Dohop júní 2016

Verðkönnun Dohop júní 2016

Dohop hefur borið saman flugverð frá Íslandi næstu vikur til áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum.

Helstu breytingar eru þær að flugverð er tekið að hækka eins og Dohop spáði reyndar um þegar verðgögn síðasta árs voru skoðuð. Gera má ráð fyrir að verð hækki enn meira þegar líða tekur á sumarið.

9% hækkun á flugverði

Þegar verð á flugi til tuttugu borga þar sem samkeppni ríkir milli flugfélaga má greina áberandi hækkun á milli maí og júní.

Til átta af þessum tuttugu er breytingin rúmlega 20%, en minni til annara. Verð hækkar áberandi til vinsælla borga í Evrópu, eins og Amsterdam, Berlínar, London og Kaupmannahafnar.  

Mest er hækkunin á verði á flugi til Billund, eða um 34%. 

Mesta lækkunin á flugverði milli mánaða er hinsvegar til Mílanó, eða um 25%. 

Verð á flugi til Bandaríkjanna helst aftur á móti óvenjustöðugt milli mánaða; verð á flugi til New York hækkar lítillega, eða um 1% og 4.9% er á flugi til Boston.

Gera má ráð fyrir að borga rúmlega 6.000 krónum meira fyrir meðalflugmiða nú en fyrir mánuði.

Hvert er ódýrast að fara?

Ódýrast er að fara til Edinborgar næstu vikur, en þangað kostar að meðaltali 38.000 krónur rúmlega að fljúga. Þó má finna flug til Edinborgar báðar leiðir fyrir allt niður í 24.000 krónur tæpar á Dohop Go.

Ennþá ódýrara er að fara til Belfast, eða allt niður í 15.000 krónur. Belfast er þó ekki með í verðkönnun Dohop sökum þess að þangað er ekki samkeppni í áætlunarflugi.

Mikið ódýrara að fljúga erlendis nú en sumarið 2015

Miðað við sama tíma í fyrra, hins vegar, er um 20% ódýrara að fljúga í ár. Helsinki er eina borgin af þeim tuttugu sem Dohop skoðar sem dýrara er að fljúga til í ár en í fyrra.

Núna er á milli 9% og 40% ódýrara að kaupa flugmiða en á sama tíma í fyrra. Mestur munurinn er þar á flugi til Parísar.

Í heildina má gera ráð fyrir að borga um 15.000 krónum minna fyrir flugmiðan núna en fyrir ári.

Við spáum aftur frekari hækkunum á flugverði þegar líður tekur á sumarið, sérstaklega á flugi til Bandaríkjanna, þannig að núna er tíminn til að bóka flug fyrir sumarið ef þið eruð ekki nú þegar búin að því.