Category Archives: Flug

Ódýr flug á ströndina frá Keflavík í sumar

Ódýr flug á ströndina frá Keflavík í sumar

Ef þú átt eftir að skipuleggja sumarfríið þá ættir þú að kunna að meta þessar tillögur.
Þær eiga nokkra hluti sameiginlega: áfangastaðirnir eru við ströndina þar sem hafið er tært og frábært er að sitja með kokteil í sólinni.

Kíktu á listann, veldu þitt uppáhald og ekki gleyma að pakka sólarvörn!


Alíkante
Flug frá 23.00 kr. báðar leiðir

 

Svona sérð þú verðdagatalið á Dohop (og kemst ódýrt til útlanda)

Svona sérð þú verðdagatalið á Dohop (og kemst ódýrt til útlanda)

Ef þú ert að spá í hvenær sé ódýrast að fara eitthvað á næstunni er gott að vita af þessu.

Það er nefninlega þannig að á Dohop eru tvær leiðir til að sjá verð á flugi fyrir meira en bara einhverjar ákveðnar fastar dagsetningar. Í fyrsta lagi erum við að tala um Dohop Go!, sem getur samt stundum, þótt ótrúlegt megi virðast, verið með of mikið í boði.

Ef þú ert búin að ákveða hvert þú ætlar að fara, og ert nokkurn veginn með dagsetningarnar í huga, þá er verðdagatalið okkar fyrir þig.

Svona ferð þú að:

1. Farðu á Dohop.is og leitaðu að flugi hvert sem er, fyrir einn.

2. Smelltu á bláa renninginn sem birtist, þar sem stendur “Skoða”.

 

3. Veldu dagapar þar sem verðið er lægst til að sjá uppfært verð

4. Farðu til útlanda 🙂

Er Dohop besta flugleitarsíða í heimi?

Er Dohop besta flugleitarsíða í heimi?

Ísland á margt sem er framúrskarandi; fótboltalið, lambakjöt, fossa og, þó sumir viti það ekki, Dohop.

Já. Dohop, sem stofnað var í Reykjavík 2004, er nú í fjórða skipti í röð tilnefnt til World Travel Awards verðlauna í flokknum besta flugleitarvefur í heimi.

worlds-leading-flight-comparison-website-2016-nominee-shield-256

Við unnum verðlaunin 2014 og vonumst til að endurtaka leikinn nú.

Af hverju kjósa Dohop?

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um hluti sem við höfum gert síðasta árið, mögulegar ástæður þess að Íslendingar ættu að kjósa Dohop.

 • Ný vefsíða og nýtt útlit vörumerkis í samstarfi með Bedow
 • Valið Nýsköpunarfyrirtæki Íslands 2016
 • Knýjum nú flugleit rússnesku leitarvélarinnar Yandex
 • Sjáum um tæknina á bakvið GatwickConnects vöru Gatwick flugvallar
 • Bætum verðdagatali í flugniðurstöður
 • Settum inn verðvernd í samstarfi við FLYR
 • Endurbættum appið eftir óskum notenda

 

Þetta árið er lokaathöfn World Travel Awards, “Óskarsverðlaun ferðabransans”, haldin á Maldive-eyjum, 2. desember.

Maldive-eyjar líta svona út:

ohuveli

Jæja, ert þú búin/n að kjósa Dohop?

vote-for-us-horizontal-button-400x128-2016

Þetta eru borgirnar sem þið ætlið til á næstunni

Þetta eru borgirnar sem þið ætlið til á næstunni

Vissir þú að við getum séð hvert Íslendinga langar að fara?

Þegar við förum yfir það hvert flestir leita að flugi og bóka hótel kemur ansi góð mynd af því hvaða borgir eru vinsælastar.

Og við erum ekki að tala um eina og eina flugleit, því í september gerðu Íslendingar hvorki meira né minna en 430.437 flugleitir á Dohop!

Og það verður að segjast að Íslendingar eru að fara sérstaklega vel troðnar slóðir á næstunni.

Þannig er að tvær borgir eru lang-vinsælastar um þessar mundir, bæði hvað varðar flug og hótel (þetta helst jú í hendur.) Og hvaða borgir eru þetta? Gáum.

Flug – Kaupmannahöfn

 

Londonog Kaupmannahöfn hafa lengi verið vinsælar á Dohop en sjaldan svona afgerandi langvinsælastar. Mögulega er þetta vísbending um hvert fólk ætlar að fara til að gera jólainnkaupin.

Hótel – London

 

Áhugavert er að sjá að fleiri bóka hótel í London en í Kaupmannahöfn, þó fleiri séu á leiðinni til Danmerkur.

Ert þú búin að bóka flug á næstunni? Hvert ertu að fara?

Óvænt hækkun á flugverði? Ekki lengur.

Óvænt hækkun á flugverði? Ekki lengur.

Hefur þú haft áhyggjur af því að þú þurfir að bóka flug um leið og þú finnur það, annars hækki það um tugi þúsunda?

Það er fátt leiðinlegra en að vera búin að finna fullkomið flug á góðu verði og síðan þegar þú ætlar að bóka það daginn eftir þá er það orðið miklu dýrara.

Hefur þú lent í því?

Jæja, við erum búin að bæta þjónustu frá FLYR við niðurstöðurnar okkar, þannig að þetta vandamál gæti verið úr sögunni.

flyrlogo

Nú getur þú nefninlega “fest” verð á flugi, og þannig tryggt að þú getir fengið það á uppgefnu verði, þó það hækki næstu dagana á eftir.

Kostnaður við að festa flugverð er á milli 500 og 1500 krónum og það tryggir að þú þurfir ekki að borga meira en verðið sem þú fannst á Dohop.

Hækki verðið um þúsundir króna næstu daga þarftu samt bara að borga verðið sem fest var.

Lækki verðið hinsvegar lætur FLYR þig vita og þá er hægt að bóka nýja, lægra verðið!

Svona virkar þetta. Þú leitar að flugi eins og venjulega á Dohop og bíður eftir niðurstöðum.

FLYR birtist sem valmöguleiki undir bókunartakka eftir leit, svona:

screen_shot_2016-09-28_at_13_03_56

Þegar þú smellir á “Festa fyrir” birtist eftirfarandi skjár:

flyrexample

Eftir að setja inn tölvupóst og kortanúmer færð þú póst frá FLYR þar sem þú sérð yfirlit yfir flugverðið og hvernig þú getur síðan bókað. Ef verðið lækkar, færðu senda tilkynningu og getur þá bókað á nýja, lága verðinu.

FLYR, Inc. er staðsett í San Francisco og sérhæfir sig í spám um breytingar á flugverði og tryggingum gegn óvæntum breytingum. FLYR hefur úr miklu magni upplýsinga að spila, en spár þeirra og verðáætlanir byggja á sérhæfðu reiknilíkani flugverða, einstöku í heiminum.

Flugverð aldrei verið lægra – verðkönnun Dohop

Flugverð aldrei verið lægra – verðkönnun Dohop

Niðurstöður nýjustu verðkönnunar okkar ættu að gleðja marga.

Ekki bara hefur aldrei verið ódýrara að fljúga frá Íslandi, heldur stefnir í að flugverð eigi eftir að halda áfram að lækka fram á haustið.

ariplanes at Kef airport
Meðalverð á flugi frá Keflavík er nú 44.045 krónur báðar leiðir og hefur ekki verið lægra þann tíma sem Dohop hefur framkvæmt verðkannanir.

Aldrei hafa fleiri flugfélög haldið uppi áætlunarflugi til og frá Keflavík og samkeppnin útskýrir að hluta þessar miklu lækkanir á verði, sem og áframhaldandi lágt verð á olíu.


Á grafinu hér fyrir ofan er núverandi meðalverð á flug síðasti rauði punkturinn. Gráa línan sýnir spá okkar um þróun á flugverði.

Þið þurfið ekki einu sinni að lesa meira af þessum pistli, faraði bara beint á Dohop Go! og sjáiði hversu mikið er í boði næstu vikur, báðar leiðir, fyrir minna en 50.000.

23% lækkun á flugverði milli mánaða

Þegar verð á flugi til þeirra áfangastaða sem samkeppni ríkir á markaði er skoðað fyrir næstu vikur kemur fram áberandi lækkun milli mánaða.

Heilt yfir er nú um 23% ódýrara að kaupa flugmiða en það var fyrir mánuði.

Mestu ráða þar miklar lækkanir á flugi til borga í Evrópu, t.d. Mílanó, Kaupmannahafnar og Barselóna.

Hér má sjá meðalverð á flugi til 10 vinsælla borga næstu vikur:

Ódýrara að fljúga sumarið 2016 en 2015

Þegar verð á flugi næstu vikur eru skoðað og borið saman við verð á sama tímabili í fyrra má sjá rúmlega 21% lækkun á meðalflugverði milli ára.

Aldrei hefur verið ódýrara að kaupa flugmiða.

Í Dohop Go má nú t.d. finna flug til 90 borga, allt um eða undir 40.000 krónum báðar leiðir.

Aldrei hafa fleiri flugfélög haldið uppi áætlunarflugi til og frá Keflavík og samkeppnin útskýrir að hluta þessar miklu lækkanir á verði, sem og áframhaldandi lágt verð á olíu.

Einnig má gera ráð fyrir að Dohop hafi aldrei nýst eins vel og um þessar mundir.

Þó að flug sé nú 21% ódýrara en í fyrra gerir Dohop engu að síður enn ráð fyrir frekari verðlækkunum, að því gefnu að verð þróist eins og í fyrra.

5 hlutir sem þú vissir ekki um Dohop Go!

5 hlutir sem þú vissir ekki um Dohop Go!

Langar þig ekki stundum bara til að sjá hvaða flug er í boði, hvert sem er?

Það eru ekki allir sem vita það, en þú getur séð einmitt það á Dohop Go!

Dohop Go!

Þar getur þú auðveldlega séð verð á flugi til fjölmargra borga í einu. Þú getur síðan stillt það sem þú sérð eftir því hvert þú vilt fara eða hvenær þú ert í fríi.

Við kíkum stundum á Dohop Go til að aðstoða fólk sem er að leita að einhverju sérstöku. Og nýlega sáum við fimm hluti sem okkur langaði til að deila.

5 ótrúleg atriði sem þú getur séð á Dohop Go!

1 Það er hægt að komast til 11 borga, báðar leiðir, fyrir minna en 15 þúsund.

Bristol, Genf, London og Edinborg eru meðal þeirra borga sem hægt er að fljúga til, báðar leiðir, fyrir minna en 15.000 kall.

Sjáðu bara.

2 Þú kemst til 6 erlendra borga fyrir minna en það kostar að fara til Akureyrar.

Það er samt ekkert það dýrt að fljúga norður, bara 15.000 á góðum degi.

En þú kemst til Bristol, Basel, Genfar, London, Edinborgar og Belfast fyrir minna.

Og það er engin fríhöfn á Akureyri.

3 Þú getur fengið flug til Bandaríkjanna fyrir 35.000 kall.

Nú er hægt að fljúga til bæði New York og Boston fyrir minna en 35.000 kall. Hljómar ef til vill ótrúlega, en er algjörlega dagsatt.

Sjáðu bara:

NyGo

New York á sumardegi

4 London og Köben undir 20.000 krónum. Jebbs.

London og Kaupmannahöfn hafa lengi verið vinsælustu borgirnar á Dohop. Það ætti því að gleðja marga að heyra að það er hægt að komast til þeirra beggja fyrir minna en 20.000 kall.

Það er reyndar hægt að komast til London fyrir um 10.000 kall.

5 Það er hægt að komast til útlanda, báðar leiðir, fyrir minna en 10.000 kall.

Já. Það er næstum alltaf hægt að finna flug til Bristol á Englandi og Genf í Sviss fyrir um 9.000 krónur báðar leiðir.

p.s. Þetta er Genf:

Genf

 

Allt í allt er hægt að finna flug fyrir minna en 50.000, báðar leiðir til meira 90 borga á Dohop Go!

Íslendingar á ferð og flugi

Íslendingar á ferð og flugi

Íslendingar ferðast innanlands eftir ævintýrið í Frakklandi.

Íslendingar hafa verið duglegir að ferðast í sumar og eins og alþjóð veit fóru margir þeirra sem kusu að fara erlendis í júní mánuði til Frakklands til að fylgja fótboltastrákunum okkar í EM ævintýrið. Einhverjir hafa talað um að ferðin til Frakklands hafi verið kostnaðarsöm en auðvitað vel þess virði. Flestir eyddu þó EM dögunum hér heima með tilheyrandi kostnaði. Ein stærsta Þjóðhátíð sögunnar var haldin í júní því gengi Íslensku fótboltaliðanna okkar tóku alla athygli af þessari hefðbundnu þjóðhátíð, þessari sem haldin er 17. Júní ár hvert. Íslendingar greinilega einbeittir að öðru.

Þjóðhátíðardagurinn

Samkvæmt fjölmiðlum hafa einhverjar ferðaskrifstofur hætt við eða fækkað tilbúnum pakkaferðum til sólarlanda því dræm sala og ágætis veðurfar í sumar hefur sett strik í reikninginn. Okkar mat er að Íslendingar eru almennt tæknivæddir og bóka sjálfir ferðir sínar á netinu í þeirri von um að finna ódýrari ferðir. Miðað við leit Íslendinga undanfarið á vef Dohop eru Íslendingar enn í leit að sumarævintýri og leita að flugi og hóteli á Spáni. Fyrir þá sem ekki hafa tök á að ferðast erlendis eða hafa eytt hluta af sumarfríinu í Frakklandi og jafnvel gengið vel á sjóðinn sem ætlaður var í fjölskyldufríið er engin ástæða til að leggjast undir feld það sem eftir lifir sumars. Hér má finna skemmtilegar hugmyndir fyrir fríið frá okkur starfsmönnum Dohop en öll eigum við okkur eftirlætis staði á Íslandi. Margir eru eflaust sammála okkur um þessa staði enda nokkrir af fallegustu stöðum landsins en vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi.

Uppáhalds staðir starfsmanna Dohop   

Við erum stolt af okkar uppruna enda er Dohop íslenskt fyrirtæki.

Nokkrir starfsmenn Dohop í einni ferðinni af mörgum

Hér er hluti starfsmanna úr ferð Dohop sem farin var í júlí 2016

Það er því sérstaklega gaman að segja frá því að hjá Dohop starfar fólk með afar ólíkan uppruna. Við komum frá Íslandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Rúmeníu, Rússlandi, Englandi og Víetnam. Öll eigum við það sameiginlegt að elska Ísland og elskum að ferðast. Við ætlum að segja ykkur frá nokkrum af uppáhaldsstöðunum okkar.

 1. Glymur –  Er hæsti foss landsins. Glym er að finna í aðeins klukkutíma akstri frá Reykjavík. Fjallganga sem tekur vel á og útsýnið stórbrotið. Gott nesti í bakpoka ásamt flösku af besta vatni í heimi er nauðsynlegt.
 2. Háifoss – Eins og nafnið gefur til kynna er þessi fallegi foss hár og annar hæsti foss landsins á eftir Glym. Til að komast að þessum fossi er  nauðsynlegt að fara á fjórhjóladrifnum bíl og fara varlega.
 3. Þórsmörk –  Þvílíkt umhverfi og fallegar en krefjandi gönguleiðir eru að finna í Þórsmörk. Þar er gaman að tjalda við og dásamlegt umhverfið er endurnærandi.
 4. Paradísarhellir – Falinn fjársjóður sem gaman er að skoða. Klifra þarf upp um lítið op en fyrir innan opnast nýr ævintýraheimur sem vert er að skoða.
 5. Seljavallalaug – Gamla laugin sem er nálægt Eyjafjallajökli er ein elsta laug landsins. Eftir eldgosið 2010 tóku sjálfboðaliðar sig til við að hreinsa og koma lauginni í lag og í sitt upprunarlegt horf. Skemmtileg upplifun og tilvalin til að stoppa og skoða á leiðinni austur.
 6. Skaftafell – Þvílíkt landslag, Skaftafell er umvafið fegurð frá stærsta jökli Evrópu, Vatnajökli. Skaftafell er í Vatnajökulsþjóðgarðinum og á svæðinu eru margar krefjandi gönguleiðir og jafnvel ísklifur.
 7. Jökulsárlón – Það er ekki hægt annað en að nefna Jökulsárlónið sem einn af okkar uppáhalds stöðum á landinu. Það er eitthvað svo magnað að ganga í kringum jöklabrotin sem eru eins og gler í hinni ótrúlegustu mynd á svörtum sandinum.
 8. Kerlingarfjöll – Fyrir nokkru fórum við í ferð í Kerlingarfjöll og öll vorum við sammála um fegurðina þar. Landslaginu þar má líkja við Landmannalaugar og besta uppgvötunin í þessari ferð var að það tekur bara rétt um 3 tíma að keyra frá Reykjavík. Skemmtileg dagsferð því möguleg og frábært umhverfi til útivistar. Landmannalaugar eru einnig mjög ofarlega á vinsældarlistanum okkar en töluvert lengra frá Reykjavík.
 9. Ásbyrgi – Enn og aftur erum við sammála um fegurðina sem landið okkar hefur að geyma. Þjóðsagan segir að Ásbyrgi hafi orðið til þegar Sleipnir, hestur Óðins sem hafði 8 fætur, steig fast til jarðar og hafi myndað þessa stóru “skeifu”. Í Ásbyrgi er að finna fallegt og stórt tjaldstæði umvafið klettum og trjám.
 10. Reykjavik – Fyrir þá sem ekki vilja ferðast um landið má finna ýmislegt skemmtilegt að gera í höfuðborginni. Ef þú ert á leiðinni utan að landi og þarft gistingu í Reykjavík ættir þú að kanna úrvalið af hótelum á vefnum okkar www.dohop.is/hotels Okkur er mikið í mun að þú finnir viðeigandi hótel fyrir ferðina þína. Það er gaman að sitja á góðum veitingastað og upplifa mannlífið, skoða aðra ferðamenn og njóta lífsins. Heimsækja söfn og sérverslanir, kíkja á tónleika eða í leikhús. Upplifa næturlífið eins og í hverri annari borgarferð, vertu samt svolítill ferðamaður í þér en í þetta skiptið á heimaslóðum það er margt að skoða í Reykjavík.

 

Sjáðu hvenær ódýrast verður að kaupa flug á árinu

Sjáðu hvenær ódýrast verður að kaupa flug á árinu

Langar þig vita hvenær ódýrast verður að fara til útlanda á næstunni?

Við höfum fylgst náið með breytingum á verði á flugi og þegar árið í fyrra er skoðað og borið saman við það sem af er þessu ári koma áhugaverðar sveiflur í ljós.

Og nú getur þú séð hvernig flugverð á eftir að þróast og kaypt í samræmi við það.


// Græna lína sýnir meðalverð á flugi í fyrra. Rauða línan sýnir verð á flugi eins og það hefur verið í ár.

Þarna má t.d. sjá að nú í júlí er um 12.000 krónum ódýrara að meðaltali að kaupa flugmiða.

Gráa línan er síðan spá okkar um verð á flugi það sem eftir er 2016. (psst… kaupa flug í október).

Þarna má sjá að það sem af er 2016 hefur verð á flugi heilt yfir verið lægra en í fyrra. Samt fylgir það sömu árstíðarsveiflu, einfaldlega vegna þess að flestir Íslendingar fara erlendis á sumrin.

Ekki kom eins áberandi hækkun og um mitt sumarið í fyrra vegna þess að verð á flugi til Bandaríkjanna hefur haldist stöðugra en við áttum von á.

En bestu fréttirnar eru samt þær að flugverð er frekar lágt um þessar mundir og á bara eftir að lækka.

Og þá er bara eitt eftir: að sýna þeim sem þú ætlar með til útlanda í haust þetta.

Með Dohop til Parísar

Með Dohop til Parísar

Íslendingar á leið til Parísar

Eftir stórkostlegan sigurleik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í gær fóru rúmlega 71.000 Íslendingar inn á leitarvef Dohop í leit að flugi til Parísar. Flesta Íslendinga langar til Parísar að fylgjast með strákunum taka á móti heimamönnum keppninnar, Frökkum, í 8 liða úrslitum, en leikurinn fer fram sunnudaginn 3. júlí.

Over 71,000 Team Iceland Fans Dohop to France

Dohop vefurinn

Þrátt fyrir mestu umferð sem mælst hefur á vef Dohop frá upphafi voru engir hnökrar í ferlinu. Það gekk greiðlega að sinna fyrirspurnum til söluaðila á vef Dohop þrátt fyrir að sumir þeirra hafi sjálfir verið í vandræðum. En það er alveg ljóst að Íslendingar hafa gríðarlegan áhuga á að komast til Parísar fyrir sunnudaginn.

Með Dohop liggja allar leiðir til Parísar

Fólk er tilbúið að gera nánast hvað sem er til að komast til Parísar í tæka tíð fyrir leikinn á sunnudaginn. Fyrir utan beint flug til Parísar eru nokkrir aðrir möguleikar í boði. Fólk leitar í raun allra leiða til að komast á leikinn og bókar jafnvel flug til áfangastaða í nálægum borgum, tekur bílaleigubíl í framhaldinu og jafnvel lestarferðir áfram til Parísar. Dohop býður uppá ýmsar lausnir; flug, bílaleigubíla og hótel.

Flug til London, Brussel og Luxemborg opnar möguleika á góð tengiflug, lestarferðir og akstur áfram til Parísar.

Bóka flug

Bílaleiga á Dohop

Einn möguleikinn í stöðunni er að leigja bílaleigubíl til að keyra svo áfram til Parísar. Dohop hjálpar þér að finna mjög hagstæð verð á  bílaleigubílum og það gæti verið kjörið til að gera meira úr þessu spennandi ferðalagi.

Bóka bílaleigubíl

Gisting í París

Þegar flugið hefur verið bókað og jafnvel bílaleigubíllinn komið þér til Parísar er nauðsynlegt að finna viðeigandi gistingu.

Á hótel leit Dohop finnur þú hótel við hæfi, hvort heldur sem leitað er eftir verðum, staðsetningu eða stjörnugjöf. Þú eyðir minni tíma í að leita að hóteli og færð meiri tíma í undirbúa ferðina á leikinn.

Bóka hótel

 

Dohop-Euro2016

Áfram Ísland!!!