Category Archives: Tækni

Er Dohop besta flugleitarsíða í heimi?

Er Dohop besta flugleitarsíða í heimi?

Ísland á margt sem er framúrskarandi; fótboltalið, lambakjöt, fossa og, þó sumir viti það ekki, Dohop.

Já. Dohop, sem stofnað var í Reykjavík 2004, er nú í fjórða skipti í röð tilnefnt til World Travel Awards verðlauna í flokknum besta flugleitarvefur í heimi.

worlds-leading-flight-comparison-website-2016-nominee-shield-256

Við unnum verðlaunin 2014 og vonumst til að endurtaka leikinn nú.

Af hverju kjósa Dohop?

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um hluti sem við höfum gert síðasta árið, mögulegar ástæður þess að Íslendingar ættu að kjósa Dohop.

  • Ný vefsíða og nýtt útlit vörumerkis í samstarfi með Bedow
  • Valið Nýsköpunarfyrirtæki Íslands 2016
  • Knýjum nú flugleit rússnesku leitarvélarinnar Yandex
  • Sjáum um tæknina á bakvið GatwickConnects vöru Gatwick flugvallar
  • Bætum verðdagatali í flugniðurstöður
  • Settum inn verðvernd í samstarfi við FLYR
  • Endurbættum appið eftir óskum notenda

 

Þetta árið er lokaathöfn World Travel Awards, “Óskarsverðlaun ferðabransans”, haldin á Maldive-eyjum, 2. desember.

Maldive-eyjar líta svona út:

ohuveli

Jæja, ert þú búin/n að kjósa Dohop?

vote-for-us-horizontal-button-400x128-2016

Óvænt hækkun á flugverði? Ekki lengur.

Óvænt hækkun á flugverði? Ekki lengur.

Hefur þú haft áhyggjur af því að þú þurfir að bóka flug um leið og þú finnur það, annars hækki það um tugi þúsunda?

Það er fátt leiðinlegra en að vera búin að finna fullkomið flug á góðu verði og síðan þegar þú ætlar að bóka það daginn eftir þá er það orðið miklu dýrara.

Hefur þú lent í því?

Jæja, við erum búin að bæta þjónustu frá FLYR við niðurstöðurnar okkar, þannig að þetta vandamál gæti verið úr sögunni.

flyrlogo

Nú getur þú nefninlega “fest” verð á flugi, og þannig tryggt að þú getir fengið það á uppgefnu verði, þó það hækki næstu dagana á eftir.

Kostnaður við að festa flugverð er á milli 500 og 1500 krónum og það tryggir að þú þurfir ekki að borga meira en verðið sem þú fannst á Dohop.

Hækki verðið um þúsundir króna næstu daga þarftu samt bara að borga verðið sem fest var.

Lækki verðið hinsvegar lætur FLYR þig vita og þá er hægt að bóka nýja, lægra verðið!

Svona virkar þetta. Þú leitar að flugi eins og venjulega á Dohop og bíður eftir niðurstöðum.

FLYR birtist sem valmöguleiki undir bókunartakka eftir leit, svona:

screen_shot_2016-09-28_at_13_03_56

Þegar þú smellir á “Festa fyrir” birtist eftirfarandi skjár:

flyrexample

Eftir að setja inn tölvupóst og kortanúmer færð þú póst frá FLYR þar sem þú sérð yfirlit yfir flugverðið og hvernig þú getur síðan bókað. Ef verðið lækkar, færðu senda tilkynningu og getur þá bókað á nýja, lága verðinu.

FLYR, Inc. er staðsett í San Francisco og sérhæfir sig í spám um breytingar á flugverði og tryggingum gegn óvæntum breytingum. FLYR hefur úr miklu magni upplýsinga að spila, en spár þeirra og verðáætlanir byggja á sérhæfðu reiknilíkani flugverða, einstöku í heiminum.

Ódýrasta flugið er ekki endilega það besta. Sjáðu bara.

Ódýrasta flugið er ekki endilega það besta. Sjáðu bara.

Við erum til af því að þið viljið ferðast. Og við vorum að bæta svolitlu við Dohop sem ætti að gera ferðalagið auðveldara.

Á Dohop hefur fólk lengi getað leitað að ódýru flugi, herbergjum í vel staðsettum hótelum og bílaleigubílum sem ilma vel.

Fyrir tveimur vikum kynntum við verðdagatalið okkar til leiks og fólk tók vel í það.

Í dag kynnum við enn eina nýjung við flugleitina okkar. Eitthvað sem hefur vantað.

Ódýrast – Fljótlegast – Best

 

Screen Shot 2016-05-24 at 11.53.09

Hingað til hefur verið hægt að flokka niðurstöður á flugleit Dohop á tvo vegu; eftir verði og eftir heildartíma ferðalags.

Nú sérðu einnig hvaða flugáætlanir við teljum vera bestar.

Screen_Shot_2016-05-23_at_15_29_59

Hér fyrir ofan má sjá frábært dæmi um þetta.

Hér erum við með flug til Lissabon, höfuðborgar Portúgal í júlí. Við birtum í fyrstu þá valmöguleika sem eru ódýrastir, enda nota flestir Dohop til að finna sér ódýrt flug.

Þarna má líka raða eftir því hversu langur ferðatíminn er.

Nýlega bættum við nýrri leið til að flokka niðurstöður úr flugleit við Dohop.

Best!

Þegar við sorterum flug eftir því hvað er best tökum við tillit til verðs, flugtíma, millilendinga, tíma á milli tengifluga, hvort ferðalagið krefjist þess að gist sé á milli fluga og meira í þeim dúr.

Oft er ódýrsta flugið best. En stundum er það þess virði að borga aðeins meira til að komast fyrr á áfangastað eða til að forðast stress á flugvellinum.

Og nú er það hægt. 🙂

Þrjú dæmi:

 

1. Flug til Tenerife þar sem fljótlegasta flugið er dæmt betra en það ódýrasta:

Screen Shot 2016-05-24 at 11.51.43

 

2. Flug til Madríd þar sem hvorki ódýrasta né fljótlegasta teljast best:

Screen Shot 2016-05-24 at 11.54.17

 

3. Flug til Prag, besta er annað en það sem er ódýrast eða fljótlegast:

Screen Shot 2016-05-24 at 13.49.51

 

Nú er Dohop ekki bara með ódýrasta flugið, heldur líka það besta.

Prófaðu bara.

Nýjung á Dohop – Sjáðu verðdagatal

Nýjung á Dohop – Sjáðu verðdagatal

Notendur spyrja okkur oft hvort ekki sé hægt að sjá verð í kringum ákveðnar dagsetningar, í stað þess að þurfa að leita aftur og aftur.

Stundum langar þig bara sjá verð til áfangastaða á nokkurra daga tímabili. Best auðvitað ef það væri hægt að sjá dagatal yfir verð báðar leiðir á einhverju tímabili.

Við kynnum…

 

Verðdagatal Dohop

 

Screen Shot 2016-05-10 at 14.03.04

Nú getur þú séð hvað kostar að fljúga á dögum nálægt dagsetningunum sem þú byrjaðir með. 

Á myndinni fyrir ofan sést t.d. að spara má 13.464 krónur með því að fljúga heim þremur dögum fyrr (en það er kannski ekkert gaman) en líka að spara má 10.000 með því að fljúga heim degi seinna.

Og þannig nær viðkomandi einum degi í viðbót í París.

Eða skoðaðu þetta flug til Amsterdam.

Í heildina sýnir dagatalið þér verð fyrir 49 dagapör í einu.

Nokkur dæmi þar sem verðdagatalið kemur að góðum notum:

Flug til Kaupmannahafnar þar sem spara má rúmlega 9.500

Flug til London þar sem spara má 15.000 krónur.

Flug til New York sem sýnir mögulegan sparnað upp á 30.000 krónur

Screen_Shot_2016-05-11_at_10_09_12

Þekkir þú einhvern sem er búinn að vera að bíða eftir einmitt þessu?

Hvað má læra af 1,5 milljón flugleita Íslendinga?

Hvað má læra af 1,5 milljón flugleita Íslendinga?

Það sem af er ári hafa Íslendingar framkvæmt rúmlega eina og hálfa milljón flugleita á Dohop.

Við trúum þessu varla heldur.

Í hvert skipti sem leit er framkvæmd á Dohop eru upplýsingar um það hvar í heiminum notandinn er, hvenær leitin er gerð og áfangastaðurinn geymdar í gagnagrunni. 

Þetta hefur Dohop nú skoðað til að sjá hvert Íslendingar ætla að fara í sumar, hvernig þeir leita að flugi, hvaða dagar vikunnar eru helst notaðir til að finna flug og klukkan hvað fólk er að leita. Einnig má sjá hvort fleiri konur eða karlar að leita að flugi.

Hvert ætla allir að fara?

Þegar Dohop skoðar þessar 1,5 milljón leitir má glögglega sjá hvert Íslendingar ætla þetta árið og ljóst að flestir notendur Dohop eru að leita að flugi til Kaupmannahafnar.

Eftirfarandi mynd sýnir hvernig leitir skiptast á milli 10 vinsælustu áfangastaða Íslendinga hingað til á þessu ári:

Engin borg utan Evrópu er meðal 10 vinsælustu áfangastaða ársins 2016.

Miðað við hversu mikið dýrara það er að fljúga til Bandaríkjanna eða Asíu er það reyndar alveg eðlilegt. Bangkok er nálægt því, í 11. sæti, síðan New York í 22. sæti og Orlando í 25. sæti.

Af þeim fimmtíu borgum sem flestir Íslendingar leita að flugi til eru aðeins fimm utan Evrópu.

Hvað með sumarið?

Ef skoðaðar eru leitir Íslendinga að flugi yfir sumartímann er nokkur breyting á listanum. Kaupmannahöfn er reyndar ennþá í fyrsta sæti en í sumar er París næstvinsælasti áfangastaður Íslendinga.

Tvær franskar borgir í viðbót, Nice og Lyon koma inn á listann og því má ætla að einhverjir séu að fara að fylgjast með fótbolta í sumar.

Íslendingar og leitin að flugi

Eins og sjá má í meðfylgjandi mynd leita flestir að flugi á mánudögum og fæstir á laugardögum.

Við getum auðvitað aðeins talað fyrir okkur sjálf, en engu að síður má þykja líklegt að þetta sé nokkuð almenn notkun Íslendinga á internetinu.

En síðan má skoða hvenær dags fólk leitar að flugi. Síðustu 10 vikur hafa flestir leitað að flugi í kringum hádegið og síðan á milli 21:00 og 23:00. Ætli fólk sé að leita í vinnutíma og bóka á kvöldin?

Hvort kynið leitar frekar að flugi?

Samkvæmt gögnum Dohop eru 57% þeirra sem leita að flugi á Dohop kvenkyns.

Þar sem Dohop er ekki með gögn um notendur sjálfa byggist þetta á upplýsingum frá Google um heimsóknir á Dohop, en Google giskar á kyn notenda.

Niðurstaðan

Meðal íslenski notandi Dohop er kvenkyns, er að leita að flugi til Kaupmannahafnar að kvöldi mánudags og eyðir um fimm mínútum í það, allt frá því að hún kemur inn á vefinn þar til hún er komin með miðann til Köben.

Nema í sumar, þá er hún ef til vill að fara til Frakklands.

Góða ferð!

Varst þú búin að sjá nýja útlitið á Dohop? Kíktu.

Dohop-Simple-Blue-RGB-v2

5 hlutir sem þú vissir (kannski) ekki að þú gætir gert á Dohop

5 hlutir sem þú vissir (kannski) ekki að þú gætir gert á Dohop

Ef þú ert að lesa þetta þá hefur þú eflaust notað Dohop einu sinni eða tvisvar til að finna flug, ekki satt? En til að fá sem mest út úr vefnum og til að tryggja það að þú sért að fá ódýrasta og besta flugið, þá eru hérna 5 hlutir sem mætti segja að séu “fyrir lengra komna”. Þetta eru leiðir til að nýta Dohop eins vel og hægt er.

Af því að við viljum auðvitað að þú finnir bara það besta sem er í boði.

1. Þú getur séð ef til er ódýrara flug á öðrum dögum

Ef við vitum að það er til ódýrara flug á dögum nálægt þeim sem þú ert að leita að þá birtum við lítinn svartan glugga efst í niðurstöðunum til að láta þig vita.

Ódýrt flug á Dohop

Íslensku flugfélögin stundvísust

Þegar stundvísitölur flugfélaga í september eru skoðaðar sést að WOWair var stundvísasta flugfélagið af þeim sem fljúga til og frá Íslandi reglulega. Breska lággjaldaflugfélagið easyJet var óstundvísast.

Þrjú félög voru með 50 eða fleiri skráð flug frá landinu í september; WOWair, Icelandair og easyJet. Af þessum voru 87% brottfara WOWair á réttum tíma og komuflug voru á réttum tíma í 88% tilfella, auk þess sem tafir hjá WOWair eru að meðaltali styttri en tafir hjá Icelandair og easyJet.

Hjá Icelandair eru þessar tölur 85% og 86%. easyJet er hins vegar mikill eftirbátur íslensku flugfélaganna með 63% brottfara á réttum tíma og 77% komufluga. Tafir hjá easyJet eru einnig lengri en tafir hjá íslensku flugfélögunum.

 

Flugfélag Hlutfall brottfara á réttum tíma Meðaltöf í mínútum Hlutfall komufluga á réttum tíma Meðaltöf í mínútum
Icelandair 85.00% 9.69 86.00% 6.88
WOWair 87.00% 8.85 88.00% 6.12
easyJet 63.00% 14.28 77.00% 7.09

Ath. Flug sem seinkar um minna en 15 mínútur telst ekki seint.

 

Dohop notast við tölur frá Isavia við útreikninga á stundvísi flugfélaganna. Sóttar eru upplýsingar um áætlaða brottfara og komutíma einstakra fluga og þær tölur bornar saman við raunverulegan tíma brottfara og koma. Hér eru aðeins birtar tölur flugfélaga sem eru með fleiri en 50 áætlunarflug á mánuði.

 

Nýja útgáfan af Dohop er komin í loftið!

Nýja útgáfan af Dohop er komin í loftið!

Og það merkilegasta af öllu er að hún segir þér hvenær ódýrast er að ferðast.

En áður en ég kem að því vil ég aðeins tala um forsíðuna. Við breyttum leitarforminu, en það var endurhannað með það fyrir augum að gera flugleit auðveldari og fljótlegri. Fyrir ykkur. Nýja forsíða Dohop Svo er blái liturinn alveg agalega fallegur.

Einfaldari niðurstöður

Hver og einn valmöguleiki í niðurstöðunum hefur nú meira pláss, þannig að auðveldara er að gera sér grein fyrir öllum upplýsingum varðandi flugið. Og eins og sést hérna fyrir neðan, þá birtum við skilaboð ef þú getir sparað pening á að ferðast á öðrum dögum en þeim sú leitaðir. Þegar ýtt er á “Skoða” opnast gluggi sem sýnir þér smáatriðin og býður þér að færa leitina yfir á viðkomandi daga.

Hraðvirkari leit

Hugbúnaðurinn sem keyrir flugleitina okkur fékk yfirhalningu og uppáhressingu og skilar nú niðurstöðum á ógnarhraða. Þannig að þið ættuð nú að sjá fyrstu niðurstöður birtast mun fyrr en í fyrri útgáfu. Minna hangs fyrir ykkur.

Einn vefur – öll tæki 

Nú til dags eiga allir orðið gáfaða síma eða furðlega skjá sem hlýða manni þegar ýtt er á þá (nú er ég að tala um iPad). Það góða við hönnunina á nýja vefnum er að hann lagar sig algjörlega að skjástærðinni sem þú ert á, og virkar því jafnvel í tölvunni heima, í símanum í strætó, eða ef þú ert með iPad uppi í bústað.

Jæja, hættiði nú að lesa og prófiði þetta sjálf. Nýja útgáfa Dohop.

Er Dohop Away sniðugasta græja internetsins?

Við ætlum að einfalda þér leitina að ódýru flugi.

Fyrst, smá sagaDohop Away er snyrtilegt lítið tól sem við settum upprunalega í loftið 2010. Á hverjum degi nota þúsundir manna Dohop til að leita flugi, og að leit lokinni “man” kerfið okkar verðið. Við ákváðum síðan að búa til Dohop Away, þannig að nú getur hver sem er skoðað verðin sem kerfið okkar “man”.  Ok?

Það sem gerir flugleit Dohop svona sniðuga er að við getum sýnt notendum verð á flug sem er samsett úr tveimur (eða fleiri) leggjum sem eru ótengdir í raun, t.d. Icelandair til London og svo Thai Airways til Bangkok. Tökum dæmi:

Flug til Barselóna, fram og til baka, á aðeins 41.593* krónur í nóvember, tengiflug. (*Verð á flugi breytist hratt, þannig að það er viss fyrirvari á þessari krónutölu.) Til að sjá munin á verði þegar bókað er í einni bókun í stað tveggja getið þið af-hakað “Fleiri en ein bókun” upp til vinstri við niðurstöður. Og verðið á einni bókun þessu tilfelli: litlar 101.978 krónur.

Græjan betrumbætt.

Dohop Away sýndi alltaf bara verð á eins-leggja niðurstöðum (ein bókun, einn miði) en það sem við gerðum nýlega var að bæta þessum tveggja-leggja verðniðurstöðum (tveir miðar, tvær bókanir, mikill sparnaður) inn í Dohop Away, þar sem áður voru bara einnar-bókunar verð. Við erum semsagt búin að búa til snjöllustu flugleitar-græju í heimi, bestu leið til að finna ódýrt verð á flugi.

Það sem Dohop Away getur:

Viltu sjá fleiri verð á flugi til Barselóna í nóvember? Eða bara svarið við “Hvenær er ódýrast að fara til Barselóna?

Má bjóða þér að sjá ódýrasta flugið frá Reykjavík, hvenær sem er?

London frá 17.029 

Osló frá 23.602

Berlín frá 29.801

Prag frá 51.719

Og meira og meira og meira og meira.

Á ekki bara að pakka í tösku?