Um Dohop

Hæ hæ. Við erum Dohop.

Vantar þig að finna ódýrt flug en vilt ekki leita á öllum flugfélögum og ferðaskrifstofum? Það var einmitt vandinn sem stofnandi Dohop, Frosti Sigurjónsson lenti í. Hann vantaði leið til að finna flug frá Nice til Íslands en hún var ekki til. Dohop var stofnað til að leysa þennan vanda. Og í dag er Dohop ein besta flugleitarvél í heimi.

Síðan þá erum við búin að vinna hörðum höndum að því að leysa vandamál Frosta fyrir alla þá sem þurfa á því að halda með það markmið að búa til bestu flugleitarvél í heimi. Metnaðarfullt markmið? Vissulega, en þess vegna erum við líka svona montin af því að hafa verið valin besta flugleitarvél í heimi af World Travel Awards bæði 2014 og 2016.

Í grunninn er Dohop bara einföld flugleitarvél. Við leitum að bestu leiðunum til að komast á milli tveggja staða og finnum síðan hvað það kostar á fljúga. En við getum líka fundið gistingu og bílaleigubíla, á betra verði en flestir aðrir.

Dohop er ekki stórt fyrirtæki, en við erum að stækka og nú þegar starfa fjölmargir snillingar hjá okkur. Þegar við sitjum ekki við tölvurnar tökum við stöku fússball-leik, kíkjum í borðtennis og á föstudögum reynum við að finna tíma til að skála eftir vinnu.

Anywhere. Simple.

Viltu vita hvað málið er með þetta klikkaða vörumerki? Lestu þér til um það hérna