Anywhere. Simple.

Sagan á bakvið nýja vörumerki Dohop

Dohop Brand

Komdu út að leika

Til að aðstoða ykkur við að komast til þeirra borga sem þið viljið heimsækja leitum við hjá fjölmörgum flugfélögum og ferðaskrifstofum. Þetta er allt frekar flókið og leiðinlegt.

En okkur finnst að það ætti að vera einfalt að ferðast. Ferðalög eiga að vera skemmtileg.

Við fengum nokkra sniðuga Svía til að pakka saman fyrir okkur gleðinni við ferðalög, tækninni okkar og um það bil öllum litum í heimi og bjuggum þannig til nýja útlit Dohop.

Við kynnum: Anywhere. Simple.

Þó að tæknin á bakvið Dohop sé flókin, þá á að vera einfalt fyrir ykkur að finna ódýrt flug. Þannig að við gerðum allt aðeins stærra og einfaldara.

Auðvitað virkar Dohop líka alveg jafnvel á snjallsímum (logoið okkar breytist meira að segja eftir því hversu stóran skjá þú ert með.)

Niðurstöðurnar úr flugleit eru einfaldar, þannig að þú ættir auðveldlega að sjá allt sem þú þarft að vita til að geta bókað rétta flugið fyrir þig.

Niðurstöðurnar eru líka stærri og læsilegri núna. Notendur með næmt augu ættu að sjá að hver stök niðurstaða er hönnuð til að líta út eins og flugmiði.

Nú er líka hægt að raða niðurstöðum eftir því hvaða flug er ódýrast og hvaða flug kemur þér hraðast á áfangastaðinn. Svona ef þér liggur mikið á.

Einnig er í boði að fá verðvakt á ákveðin flug. Þannig færð þú sendan tölvupóst ef verðið lækkar.