5 ástæður til að kíkja til Varsjár

5 ástæður til að kíkja til Varsjár

Varsjá er frábær borg, en þó getur verið erfitt að rata um í henni fyrir þá sem eru að heimsækja hana í fyrsta skipti.

Borgin er stór og dreifð og hana vantar eiginlegan miðbæ.

En við erum með ábendingar frá heimamönnum sem ættu að auðvelda heimsókn til borgarinnar.

“Við vildum bara vera viss um að þú endaðir ekki í næturklúbbi með einhverjum jakkalökkum að hoppa í takt við euro-trash og það er svo margt að sjá annað en gamla bæinn.”

5 Hlutir til að sjá og gera í Varsjá:

 

1. Bibenda

Bibenda_Warsaw

Bibenda er frábær veitingastaður í Varsjá

Hvort sem þú ert að leita að letilegum hádegisverði á sunnudegi eða hressandi kvöldmat í lok vikunnar þar sem vínið flæðir, þá er Bibenda staðurinn til að kíkja á.

Matseðillinn byggir á lókal hráefni og pólskum matarhefðum en er með Texas-blæ, þökk sé uppvaxtarárum stofnendans í Austin.

Þú átt eftir að elska þjónustuna og gæludýr hússins, hundinn Buba, sem einnig er að finna á merkimiða vína hússins.

2. Barirnir á Vistula

Hocki_klocki

Varsjá var nýlega valinn ein af topp borgum Evrópu þegar kemmur að mannlífi við árbakka, og það verður sannara með hverjum degi.

Þó að svæðið við ánna hafi verið lítilfjörlegt síðustu ár, hóf borgin uppbyggingu þar fyrir um fjórum árum.

Núna er þar að finna fjöldan allan af börum, tónleikasvæðum og litlum fljótandi veitingavögnum. Þar ættu allir að geta drukkið, borðað og dansað fram eftir nóttu. Farðu bara úr lestinni við Copernicu Center og röltu um og rannsakaðu.

Við mælum sérstaklega með Munchies ef þú fílar “pulled pork”, Barka ef þú ert techno-týpan, Hocki Klocki (sjá mynd hér að ofan) fyfir hip hop og rokk og Cud Nad Wisłą fyrir blandaðra andrúmsloft, t.d. hefur Mike Skinner snúið plötum þar og þar hefur hinn Pólski Kortez einnig spilað.

3. Sögusafn pólskra gyðinga

warsaw musuem jews

Sögusafn pólskra gyðinga var nokkur ár í byggingu, af ýmsum pólitískum ásætðum.

En það tendur nú í hjarta fyrrum gyðingagettósins í Varsjá og hefur að geyma mikið af upplýsingum um hina löngu sögu gyðinga í Póllandi auk þess sem arkitektúr byggingarinnar sjálfrar er ansi mögnuð.

Safnið hannaði finnski arkitektinn Rainer Mahlamäki og er húsinu ætlað að minna á það þegar Móses skipti rauða hafinu

Það er gott að taka frá nokkra klukkutíma til að skoða safnið almennilega.

Síðan er áhugavert að enda ferð á safnið með því að ganga um hverfið til að fá tilfinningu fyrir atburðunum sjálfum – útrýmingu gyðinga úr gettóinu 1943.

4. Plac Defilad

Plac Defilad

Plac Defilad er herferð sem borgin réðist í til að lífga upp á torgið fyrir framan menningarhús borgarinnar. þar tengjast saman næturklúbbar, leikhús og aðrar stofnanir til að hressa upp á þetta almenningssvæði.

Verkefnið er fyrst og fremst í höndum barStudio, þannig að það getur borgað sig að fylgjast með Facebook síðu þeirra til að sjá hvað er í gangi hverju sinni en þú getur verið nokkuð viss um að klukkan 13:00 alla sunnudaga á sumrin sé hægt að finna eitthvað gott að borða þar og hlusta á lifandi tónlist.

Við mælum sérstaklega með New Neighborhoods Festivalinu á barStudio 10. september.

New Neighborhoods Plac Defilad

Einnig er á Plac Defilad að finna minni hátíðir, útibíó, leikhúsuppsetningar, tónleika og margt fleira.

 

5. Plac Zbawiciela

PlacZbawiciela

Við þetta torg – sem er í raun hringtorg rétt sunnan við miðborgina – er að finna risastóra hvíta kirkju (Jesus the Savior Church) og hér er helsti sýna-sig-og-sjá-aðra staður Varsjáborgar.

Við mælum með því að fólk byrji á morgunmat á Charlotte (fáðu þér Croque Madame). rölti síðan að Karma í kaffi, fái sér næst Taílenskan mat á Tuk Tuk. Síðan er hægt að drekka fram á nótt á Plan B – allt þetta án þess að yfirgefa torgið.

Torgið, og staðirnir í kring, eru heitasti staður Varsjá hjá yngra fólkinu.

Kíktu á flug til Varsjár
Hótel í Varsjá

Comments

comments