10 frábær hótel á Tenerife

10 frábær hótel á Tenerife

Ert þú að hugsa um að fara til Tenerife?

Tenerife hefur lengi verið einn af vinsælustu áfangastöðum notenda Dohop, og allt bendir til þess að árið 2017 verði engin undantekining.

Við tókum því saman tíu hótel á Tenerife sem hafa verið vinsæl hjá notendum Dohop og fá jákvæð ummæli gesta.

Þið getið smellt á myndirnar til að fá nánari upplýsingar um hvert hótel.

1. Hotel Suite Villa Maria

villamaria

villamaria_2

room

Í þessari 5 stjörnu hótelsamstæðu eru stór herbergi með verönd og útsýni yfir Atlantshafið.

Sumar íbúðirnar á Hotel Suite Villa María eru með heitum potti og aðrar eru með einkasundlaug. Þær eru allar með ókeypis netaðgangi, setustofu með flatskjá og gervihnattarásum og fullbúnu eldhúsi og baðherbergi með vatnsnuddsturtu.

 

2.  Sol Tenerife

12364007

soltene

soltenerife

Vinsælasta hótel notenda Dohop, sannkallað Íslendingahótel.

Á Hotel Sol Tenerife eru þrjár útisundlaugar með sólbekkjum, tennisvöllur og herbergi með sjávarsútsýni.

Loftkæld herbergin á Hotel Sol Tenerife bjóða upp á flísalögð gólf og glaðlega liti. Þau eru með gervihnattasjónvarpi, ísskáp, skrifborði og stól. Boðið er upp á ókeypis WiFi hvarvetna á hótelinu.

Hótelið býður upp á krakkaklúbb, hárgreiðslustofu og matvöruverslun á staðnum.

 

3. Hótel H10 Las Palmas

h10_2

h10_3

53468828

H10 Las Palmeras Hotel er 4-stjörnu hótel sem liggur að göngusvæði Playa de las Américas við sjávarsíðuna.

Í hótelgarðinummá finna þrjár útisundlaugar, fjóra veitingastaði og tennisvelli.

 

4. Palm Beach Club

27001345

palmbeachclub

plambeachroom

Þessi aðlaðandi íbúðasamstæða býður upp á töfrandi útsýni yfir Kanaríeyjar og er í 10 metra fjarlægð frá Troya-ströndinni. Á Palm Beach Club er bæði fullorðins- og barnaútisundlaug, líkamsræktaraðstöða, heitur pottur og gufubað.

Íbúðirnar og stúdíóin á Palm Beach Club eru með glæsilegar innréttingar og sundlaugar- eða sjávarútsýni.

Á Palm Beach Club er kaffistofa, bar og úrval af veitingastöðum ásamt matvörubúð og snyrtistofu. Fjöldi verslunarmiðstöðva, bara og veitingastaða eru í 5-mínútna göngufjarlægð.

 

5. Iberostar Hotel Anthelia

iberostar

iberostarhotelanthelia

28070150

Iberostar Hotel Anthelia, í Adeje, er aðlaðandi dvalarstaður umkringdur görðum í 100 metra fjarlægð frá Fañabe-ströndinni.

Á hótelinu eru þrjár sundlaugar og herbergi með svalir og sjávarútsýni.

Lúxusherbergin á Anthelia eru rúmgóð og loftkæld með verönd eða svölum. Hvert herbergi býður upp á flatskjásjónvarp og koddaúrval.

 

6. Adrián Hoteles Jardines de Nivaria

hotelesjardines

hotelesjardeins

jardineshotelroom

Hið íburðarmikla Hotel Jardines de Nivaria er staðsett á Fañabé-ströndinni á suðurhluta Tenerife.

Það býður upp á heillandi garð með tveimur útisundlaugum, heilsulind og nýtískuleg herbergi með ókeypis Wi-Fi-Interneti og sérsvölum.

Á hótelinu er að finna púttvöll, veggtennisvöll, tennisvöll og heilsuræktarstöð.

Heilsulind hótelsins býður upp á gufubað, eimbað og Vichy-sturtu (hvað svo sem það er).

 

7. Iberostar Grand Hotel El Mirador – Adults Only

iberostar-adults-only

iberostaradultsonly2

hotelbreakfast

Eins og gefur að skilja er þetta ekki hótel fyrir fjölskyldufólk.

Á staðnum eru bar við sundlaugarbakkann, sælkeraveitingastaður að nafni El Cenador og La Tosca Bar sem býður upp á lifandi píanónlist á kvöldin.

Þetta er semsagt hótel fyrir pör eða hópa í leit að barnlausri afslöppun.

 

8. Aparthotel Columbus

aparthotelcolumbus

aparthotelpool

play

íbúðahótelið Aparthotel Columbus, næst-vinsælasta hótel notenda Dohop, er staðsett nálægt Playa de las Americas-golfvellinum, á suðurhluta Tenerife.

Þar er að finna fjórar útisundlaugar, þar á meðal barnasundlaug, heitan pott og líkamsræktarmiðstöð.

Allar stúdíóíbúðirnar á Aparthotel Columbus eru með svalir, litlu eldhússvæði með ísskáp, helluborði og brauðrist.

9. Apartamentos Playazul

apartamentosplayazul

5849427

11754933

Hin heillandi Apartamentos Playazul er staðsett í miðbæ Playa de las Americas-dvalarstaðarins á Tenerife.

Það er með setustofu með sjónvarpi, sófa og viftu. Öryggishólf er í boði gegn aukagjaldi.

 

10. Dream Hotel Noelia Sur

dreamhotelnoeliasur

bridge

dreamhotelsunset

Eins og Iberostar Gran Hotel Mirador, þá er þetta hótel ekki fyrir fólk með börn. Hér er þó gengið skrefinu lengra; á hótelinu er nefninlega að finna nektarsvæði.

Á hótelinu er líka tómstundasvæði á þakinu með sjóndeildarhringssundlaug með nuddpotti, sólarverönd með Balí-sólbekkjum, líkamsræktar- og vellíðunaraðstöðu, fyrrgreint nektarsvæði og bar með útsýni.

Jæja, hvaða hótel líst ykkur best á?

Comments

comments