Allt um hótelbókanir Íslendinga 2016

Allt um hótelbókanir Íslendinga 2016

Íslendingar bókuðu alls 37.120 gistinætur á hótelum á Dohop árið 2016. Það er 101 ár af samfelldum svefni.

Meðalhótelgisting Íslendinga er bókuð með 52-daga fyrirvara og meðaldvölin er 3.5 dagar.

Samtals voru þessar gistinætur bókaðir í rétt rúmlega 10.000 mismunandi bókunum (sem þýðir að bókuð eru um 30 hótel á dag á hótelleit Dohop). Þetta er ansi mikið á heilu ári og áhugavert að sjá hvernig þessar bókanir dreifðust.

Kíkjum á það í hvaða borgum flestir bókuðu hótel 2016.

Við tókum líka saman vinsælustu hótel ársins 2016, þau hótel sem flest ykkar gistu í á nýliðnu ári.

5 vinsælustu hótel Íslendinga 2016:

1. Hilton Copenhagen Airport, Kaupmannahöfn

Hér voru gerðar ansi margar bókanir en flestar þeirra voru bara til einnar nætur. Þar sem hótelið er við flugvöllinn í Kaupmannahöfn má ætla að þetta sé helsta “millilendinga”-hótel Íslendinga.

Alls bókuðu 27 sér gistingu hér.

Einn gisti þó í 5 nætur.

2. Cabinn Metro, Kaupmannahöfn

Bókanir á Cabinn Metro voru janfmargar og á Hilton Copenhagen Airport, en þar gisti fólk þó rúmlega tvöfalt lengur að meðaltali.

Svona “millilending-en-kíkjum-samt-í-Tivoli” hótel.

3. Sol Tenerife, Kanaríeyjum

Sol Tenerife er eitt af vinsælustu hótelunum á Tenerife, og eitt uppáhaldshótel notenda Dohop.

Í fyrra gistu Íslendingar samtals í heilar 252 nætur á því, sem er talsvert öðruvísi en fjöldi nótta á hótelunum í Kaupmannahöfn.

4. citizenM Schiphol Airport, Amsterdam

24 gistinætur samtals

5. H2 Hotel Alexanderplatz, Berlin

 

Hér voru gerðar átján bókanir, fyrir samtals sextíu og eina gistinótt.

Margir þeirra sem fóru til Berlínar í fyrra gistu líka á Park Inn by Radisson Berlin Alexanderplatz. Þar voru sautján bókanir sem samtals náðu yfir fimmtíu og þrjár gistinætur.

 

Eruð þið búin að bóka hótel fyrir sumarið?

Comments

comments