23.866 skráðu sig til leiks fyrstu 16 klukkustundirnar

23.866 skráðu sig til leiks fyrstu 16 klukkustundirnar

Ekki fer á milli mála að áhugi Íslendinga á ferðum um framandi slóðir í Asíu er gríðarlegur, eins og mátti sjá á samfélagsmiðlum í gær þegar fjöldi fólks deildi áhuga sínum á að fara þangað í ferðalag.

Ástæðan var leikur sem við settum í gang í gærmorgun, en frá því klukkan átta til miðnættis, skráðu 23.866 manns sig á lista hjá flugleitarvefnum í von um að vinna flug og gistingu í viku fyrir tvo til Asíu.

Í leiknum getur einn heppinn þátttakandi getur unnið draumaferð fyrir tvo til álfunnar. Í pakkanum er flug og gisting í eina viku en hægt er að velja milli sex áfangastaða. Þar á meðal eru þrír vinsælustu áfangastaðir íslenskra ferðalanga sem bókuðu sig í gegnum Dohop til Asíu í fyrra: Bali, Bangkok og Tokyo en þar að auki eru á listanum Kuala Lumpur (Malasía), Phnom Penh (Kambódía) og Phuket (Tæland).

Hægt er að skrá sig til leiks allan þennan mánuð á dohop.is/asia

Comments

comments