Til að auðavelda þér valið höfum við kortlagt vinsælustu áfangastaði Íslendinga á Spáni

Til að auðavelda þér valið höfum við kortlagt vinsælustu áfangastaði Íslendinga á Spáni

Það er engin furða að Spánn sé vinsæll áfangastaður meðal ferðaglaðra Íslendinga. Framboðið á flugi til að komast í sólina er frábært og verðið hefur sjaldan verið betra. Að sama skapi er mjög auðvelt að finna hagkvæma gistingu.

Ef þú ert að velta fyrir þér að fara til Spánar þá er hér úttekt yfir vinsælust áfangastaði Íslendinga á Spáni í sumar. Listinn er byggður á bókunum sem hafa verið gerðar hótelum á dohop.is/hotel fyrstu þrjá mánuðina á árinu.

Við byrjum á vinsælasta staðnum og færum okkur svo niður listann:

Playa de las Americas, Tenerife

Playa de las Americas

Playa de las Américas er orlofssvæði á suðurvesturhluta Tenerife, stærstu eyju Kanararíeyja. Þetta er langvinsælasti spænski áfangastaður Íslendinga, mun vinsælli en bæði Barcelona og Madrid.
Vinsælustu hótelin á Playa de las Américas miðað við bókanir á dohop.is/hotels eru: Hotel Cleopatra PalaceH1 Hotel Conquistador og Sol Tenerife.

Kíktu á lágt verð á hótelum í Playa de las Americas.

Adeje, Tenerife

Adeje, Tenerife

Í öðru sæti er Adeje bær, sem er líka á Tenerife. Adeje er á suðvesturhluta eyjunnar. Þaðan er aðeins 14 mínútna bíltúr til vatnsrennibrauta- og skemmtigarðsins Siam Park, þar sem eru leiktæki við allra hæfi en líka strönd til að slaka á.
Vinsælustu hótelin í Adeje miðað við bókanir á dohop.is/hotels eru: Tagoro Family & Fun Costa Adeje,  Iberostar Bouganville Playa og Labranda Isla Bonita.

Kíktu á verð á hótelum í Adeje.

Benidorm Resort, Alicante

Benidorm Resort, Alicante

Í þriðja sætinu á listanum er Benidorm, sem þarf tæplega að kynna fyrir Íslendingum. Þessi strandbær á austurströnd Spánar hefur lengi verið meðal allra vinsælustu áfangastaða þeirra sem vilja njóta lífsins við Miðjarðarhafið. Þetta er hinn fulkomni fjölskylduáfangstaður.

Í næsta nágrenni eru frábærir skemmtigarðar eins og leiktækjagarðurinn Terra Mitica, vatnsrennibrautargarðurinn Aqualandia og dýragarðurinn Terra Natura. Svo teygja tvær breiðar strendur úr sér við borgina, Levante strönd og Poniente strönd.

Vinsælustu hótelin í Benidorm, miðað við bókanir á dohop.is/hotels eru: Apartamentos Gemelos 2 – Beninter og Apartamentos Torre Yago.

Kíktu á verð á hótelum í Benidorm.

Barcelona

Þegar kemur að borgarferðum er Barcelona vinsælasti áfangastaðurinn meðal Íslendinga og í fjórða sætinu á þessum lista. Það hefur örugglega mikið að segja að framboð af flugi þangað er sérlega hagkvæmt einsog má sjá hér.

Borgin er frábær fyrir þá sem hafa gaman af því að heimsækja söfn og skoða byggingarlist á heimsmælikvarða, kirkjuna La Sagrada Familia, Gotneska hverfið og verki Gaudis svo aðeins örfá dæmi séu tekin.

Þeir sem hafa gaman af að fara í búðir finna líka nóg við sitt hæfi og verðlagið er afar gott. Þarna eru til dæmis Zara, Massimo Duti og Bershka á heimavelli og auk þess má finna verslanir frá flestum fremstu hönnuðum heims í borginni. Svo er Barcelona full af frábærum veitingastöðum þar sem er hægt að láta dekra við bragðlaukana.

Meðal vinsælla hótela í Barcelona, miðað við bókanir á dohop.is/hotels eru: Hotel SB Diagonal Zero Barcelona , sem er fimm mínútur frá ströndinni, og Hotel SB Icaria.

Kíktu á verð á hótelum í Barcelona.

Alicante

Í fimmta sæti er Alacante, sem er staðsett á miðri Costa Blanca – Hvítu ströndinni. Þessi iðandi hafnar- og ferðamannaborg er einn mikilvægasti áfangastaður austurstrandar Spánar. Í nágrenninu eru fjölmargir frábærir golfvellir og dásamlegar strendur. Yfir borginni, á toppi Benacantil fjalli, gnæfir svo hin tilkomumikli Santa Barbara kastali sem er gaman að skoða.

Það er ódýrt að fljúga til Alicante og framboðið er fjölbreytt, hér má sjá ódýrasta flugið.

Meðal vinsælla hótela í Alicante, miðað við bókanir á dohop.is/hotels eru: Hotel Maya AlicanteSercotel Suites del Mar og Abba Centrum Alicante.

Kíktu á lágt verð á hótelum í Alicante.

Comments

comments