Nokkrir afbragðs áfangastaðir í haust

Nokkrir afbragðs áfangastaðir í haust

Ertu að spá í að fara í ferðalagi í haust en átt eftir að ákveða þig? Hér eru nokkrar tillögur um frábæra áfangastaði í Evrópu sem eiga það sameiginlegt að skarta sínu fegursta í haustlitunum.

Transylvanína

Hljómar ekki spennandi að eyða Hrekkjavökunni á slóðum Drakúla í Transylvaníu? Þetta sögufræga rúmenska hérað býður upp á víðfema skóga, tignarlega fjallstinda og miðaldabæi með mikilfenglegum kastölum. Meðal þess sem er gaman að gera á þessum slóðum er að heimsækja Bran kastalann, Pelese kastalann og halda upp í Karpatafjöllin, aka um Fagaras fjallgarðinn og fara í gönguferð um Craiului þjóðgarðinn þar sem útsýnið yfir landslagið er stórbrotið.

Ferðlagið til Transylvaníu frá Búkarest tekur aðeins þrjá klukkutíma með lest eða bíl.

Hér eru ódýrustu fargjöldin til Búkarest. 

Búdapest

Budapest

Höfuðborg Ungverjalands nýtur ekki verðskuldaðrar athygli. Fáar borgir í heiminum eru fegurri en Búdapest og hún er upp á sitt allra besta á haustin. Afar auðvelt er að láta sér líða verulega vel í Búdapest. Ein leið er að heimsækja baðhúsin frábæru sem sækja vatn sitt í heitar náttúrulindir undir borginni. Meðal baðhúsa sem má mæla með eru Gellert Spa og hin tilkomumiklu Szechenyi böð, þar sem eru þrjár útilaugar og fimmtán undir þaki, auk gufubaða af ýmsum gerðum.

Að baðferð og slökun lokinni er svo kjörið að halda á ungverskt veitingahús og fá sér kraftmikið gúllas.

Hér eru ódýrustu fargjöldin til Budapest.

Glasgow

glasgow

Þegar haustlitirnir eru að springa út er dásamlegt að vera í borg sem er full af trjám og almenningsgörðum. Þannig er Glasgow einmitt. Til að sækja sér yl í kroppinn er notalegt að setjast inn á Willow Tea Rooms eða einhverja aðra af fjölmörgum testofum borgarinnar. Svo má auðvitað fá sér eitthvað meira hjartastyrkjandi einsog Skotarnir hafa sjálfir svo gaman af.

Og vel á minnst, fargjaldið frá Keflavík til Glasgow, kostar aðeins frá 18.000 krónum.

Hér eru ódýrustu fargjöldin til Glasgow.

Loire dalurinn

Í Evrópu nær uppskerutími vínberja sumstaðar inn í október. Þar á meðal er Loire dalurinn sem er í um það bil þriggja klukkustunda ökuferð frá París. Ferðlag um þennan frjósama dal er eins og heimsókn í ævintýraland þar sem hver kastalinn á fætur öðrum teygir turnspírur sínar til himins. Á uppskerutímanum iða akrarnir af fólki og þröngir sveitavegirnir fyllast af dráttarvélum. Í vínsmökkunarferðunum eru dýrindis vín í boði og þarna er matargerðarlistin líka höfð í hávegum.

Hér eru ódýrustu fargjöldin til Paris.

Toskana

Á Ítalíu er uppskeru sumarsins fagnað á haustin með hátíðahöldum og viðburðum af ýmsu tagi. Ef þig langar að fara í leit að góðgæti einsog sveppum, trufflum eða kastaníuhnetum, þá er Toskana í október rétti staðurinn fyrir þig. Á sama tíma er vínberjatínslunni að ljúka og framleiðslan að hefjast með tilheyrandi fjöri á hverjum stað.

Í nóvember er svo komið að ólífuuppskerunni í þessu mikla landbúnaðarhéraði allsnægta þar sem er alltaf tilefni til að gera vel við sig með dásamlegum mat og drykk.

Hér eru ódýrustu fargjöldin til Flórens.

 

Comments

comments