All posts by Johann Thorsson

Svona sérð þú verðdagatalið á Dohop (og kemst ódýrt til útlanda)

Svona sérð þú verðdagatalið á Dohop (og kemst ódýrt til útlanda)

Ef þú ert að spá í hvenær sé ódýrast að fara eitthvað á næstunni er gott að vita af þessu.

Það er nefninlega þannig að á Dohop eru tvær leiðir til að sjá verð á flugi fyrir meira en bara einhverjar ákveðnar fastar dagsetningar. Í fyrsta lagi erum við að tala um Dohop Go!, sem getur samt stundum, þótt ótrúlegt megi virðast, verið með of mikið í boði.

Ef þú ert búin að ákveða hvert þú ætlar að fara, og ert nokkurn veginn með dagsetningarnar í huga, þá er verðdagatalið okkar fyrir þig.

Svona ferð þú að:

1. Farðu á Dohop.is og leitaðu að flugi hvert sem er, fyrir einn.

2. Smelltu á bláa renninginn sem birtist, þar sem stendur “Skoða”.

 

3. Veldu dagapar þar sem verðið er lægst til að sjá uppfært verð

4. Farðu til útlanda 🙂

Allt um hótelbókanir Íslendinga 2016

Allt um hótelbókanir Íslendinga 2016

Íslendingar bókuðu alls 37.120 gistinætur á hótelum á Dohop árið 2016. Það er 101 ár af samfelldum svefni.

Meðalhótelgisting Íslendinga er bókuð með 52-daga fyrirvara og meðaldvölin er 3.5 dagar.

Samtals voru þessar gistinætur bókaðir í rétt rúmlega 10.000 mismunandi bókunum (sem þýðir að bókuð eru um 30 hótel á dag á hótelleit Dohop). Þetta er ansi mikið á heilu ári og áhugavert að sjá hvernig þessar bókanir dreifðust.

Kíkjum á það í hvaða borgum flestir bókuðu hótel 2016.

Við tókum líka saman vinsælustu hótel ársins 2016, þau hótel sem flest ykkar gistu í á nýliðnu ári.

5 vinsælustu hótel Íslendinga 2016:

1. Hilton Copenhagen Airport, Kaupmannahöfn

Hér voru gerðar ansi margar bókanir en flestar þeirra voru bara til einnar nætur. Þar sem hótelið er við flugvöllinn í Kaupmannahöfn má ætla að þetta sé helsta “millilendinga”-hótel Íslendinga.

Alls bókuðu 27 sér gistingu hér.

Einn gisti þó í 5 nætur.

2. Cabinn Metro, Kaupmannahöfn

Bókanir á Cabinn Metro voru janfmargar og á Hilton Copenhagen Airport, en þar gisti fólk þó rúmlega tvöfalt lengur að meðaltali.

Svona “millilending-en-kíkjum-samt-í-Tivoli” hótel.

3. Sol Tenerife, Kanaríeyjum

Sol Tenerife er eitt af vinsælustu hótelunum á Tenerife, og eitt uppáhaldshótel notenda Dohop.

Í fyrra gistu Íslendingar samtals í heilar 252 nætur á því, sem er talsvert öðruvísi en fjöldi nótta á hótelunum í Kaupmannahöfn.

4. citizenM Schiphol Airport, Amsterdam

24 gistinætur samtals

5. H2 Hotel Alexanderplatz, Berlin

 

Hér voru gerðar átján bókanir, fyrir samtals sextíu og eina gistinótt.

Margir þeirra sem fóru til Berlínar í fyrra gistu líka á Park Inn by Radisson Berlin Alexanderplatz. Þar voru sautján bókanir sem samtals náðu yfir fimmtíu og þrjár gistinætur.

 

Eruð þið búin að bóka hótel fyrir sumarið?

Dohop – Besti flugleitarvefur í heimi

Dohop – Besti flugleitarvefur í heimi

Dohop var valinn besti flugleitarvefur heims á World Travel Awards!

20161203_181509-1

Dohop hefur verið kjörinn “Besti flugleitarvefur heims” (e. World’s Leading Flight Comparison Website 2016) af World Travel Awards. 

Við þökkum kærlega öllum þeim sem gáfu sér tíma til að kjósa okkur.

Með sigrinum erum við í hópi stærstu fyrirtækja heims í ferðageiranum; fyrirtæki á borð við Lufthansa, Hertz, Hilton og Expedia. Dohop er jafnframt eina íslenska fyrirtækið sem tilnefnt hefur verið til lokaverðlauna World Travel Awards.

Fyrr á þessu ári unnum við Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016, þannig að þetta eru önnur stóru verðlaunin sem við vinnum í ár.

Við hlutum einnig tilnefningu World Travel Awards sem “Besta tæknilausnin í ferðaiðnaðinum”, (e. World’s Leading Travel Technology Provider 2016) en vann ekki.

Verðlaunahátíðin fór fram á paradísareyjarklasanum Maldives, og var stórglæsileg í alla staði.

Árni már Jónsson veitir verðlaununum viðtöku á Maldive-eyjum á föstudagskvöldið.

 

Tilboð á hótelum í þremur frábærum jólaborgum

Tilboð á hótelum í þremur frábærum jólaborgum

Um þessar mundir er hægt að finna tilboð á hótelum í nokkrum borgum, akkurat á réttum tíma fyrir jólainnkaupin.

Við skoðum sérstaklega þrjár uppáhaldsborgir Dohop-notenda og fundum afsæltti á hótelum sem námu allt að 62%.

Flesta daga eru einhver tilboð eða afslættir, en við ákváðum að skoða sérstaklega nokkur góð tímabil fyrir þá hyggjast skreppa erlendis fyrir jólin.

Kíktu bara.

1. Boston

bostonjol

Löng helgi 15 – 18 desember.

Þessa helgi er frábært að heimsækja Boston. Borgin iðar af mannlífi, allir eru í jólagírnum og mikið af tilboðum í búðunum. Já, og það er hægt að finna hótel með hressilegum afslætti núna.

Hótel í Boston

screen-shot-2016-11-15-at-12-05-20

Flug til Boston þess löngu helgi er á rétt rúmar 50.000 krónur.

Á Dohop má líka finna flug til Boston á 35.000 krónur.

2. Kaupmannahöfn

Kaupmannahofn

Það þarf ekki að fjölyrða um stemmninguna í Kaupmannahöfn rétt fyrir jól.

Við ætlum í staðinn bara að benda á það að þú kemst þangað fyrir.

Löng helgi, 15. – 18. des:

Hótel í Kaupmannahöfn

screen-shot-2016-11-15-at-12-37-35

Rétt fyrir jól, 19. – 21. desember:

screen-shot-2016-11-15-at-12-39-33

screen-shot-2016-11-15-at-12-40-34

 

Munið líka að með verðdagatali Dohop sést hvenær ódýrast er að fljúga til Kaupmannahafnar.

odyrt_flug__hotel_og_bilaleiga___dohop

 

3. London

london2

Ef þú ferð til London rétt fyrir jól er algjört möst á kíkja í Covent Garden og litlu göturnar í kring. Jólastemmningin gerist varla betri.

8. – 11. desember:

hótel í London

screen-shot-2016-11-15-at-14-25-04

19. – 21. desember:


screen-shot-2016-11-15-at-13-51-21screen-shot-2016-11-15-at-13-51-06

Hvert langar þig til að fara fyrir jólin?

10 frábær hótel á Tenerife

10 frábær hótel á Tenerife

Ert þú að hugsa um að fara til Tenerife?

Tenerife hefur lengi verið einn af vinsælustu áfangastöðum notenda Dohop, og allt bendir til þess að árið 2017 verði engin undantekining.

Við tókum því saman tíu hótel á Tenerife sem hafa verið vinsæl hjá notendum Dohop og fá jákvæð ummæli gesta.

Þið getið smellt á myndirnar til að fá nánari upplýsingar um hvert hótel.

1. Hotel Suite Villa Maria

villamaria

villamaria_2

room

Í þessari 5 stjörnu hótelsamstæðu eru stór herbergi með verönd og útsýni yfir Atlantshafið.

Sumar íbúðirnar á Hotel Suite Villa María eru með heitum potti og aðrar eru með einkasundlaug. Þær eru allar með ókeypis netaðgangi, setustofu með flatskjá og gervihnattarásum og fullbúnu eldhúsi og baðherbergi með vatnsnuddsturtu.

 

2.  Sol Tenerife

12364007

soltene

soltenerife

Vinsælasta hótel notenda Dohop, sannkallað Íslendingahótel.

Á Hotel Sol Tenerife eru þrjár útisundlaugar með sólbekkjum, tennisvöllur og herbergi með sjávarsútsýni.

Loftkæld herbergin á Hotel Sol Tenerife bjóða upp á flísalögð gólf og glaðlega liti. Þau eru með gervihnattasjónvarpi, ísskáp, skrifborði og stól. Boðið er upp á ókeypis WiFi hvarvetna á hótelinu.

Hótelið býður upp á krakkaklúbb, hárgreiðslustofu og matvöruverslun á staðnum.

 

3. Hótel H10 Las Palmas

h10_2

h10_3

53468828

H10 Las Palmeras Hotel er 4-stjörnu hótel sem liggur að göngusvæði Playa de las Américas við sjávarsíðuna.

Í hótelgarðinummá finna þrjár útisundlaugar, fjóra veitingastaði og tennisvelli.

 

4. Palm Beach Club

27001345

palmbeachclub

plambeachroom

Þessi aðlaðandi íbúðasamstæða býður upp á töfrandi útsýni yfir Kanaríeyjar og er í 10 metra fjarlægð frá Troya-ströndinni. Á Palm Beach Club er bæði fullorðins- og barnaútisundlaug, líkamsræktaraðstöða, heitur pottur og gufubað.

Íbúðirnar og stúdíóin á Palm Beach Club eru með glæsilegar innréttingar og sundlaugar- eða sjávarútsýni.

Á Palm Beach Club er kaffistofa, bar og úrval af veitingastöðum ásamt matvörubúð og snyrtistofu. Fjöldi verslunarmiðstöðva, bara og veitingastaða eru í 5-mínútna göngufjarlægð.

 

5. Iberostar Hotel Anthelia

iberostar

iberostarhotelanthelia

28070150

Iberostar Hotel Anthelia, í Adeje, er aðlaðandi dvalarstaður umkringdur görðum í 100 metra fjarlægð frá Fañabe-ströndinni.

Á hótelinu eru þrjár sundlaugar og herbergi með svalir og sjávarútsýni.

Lúxusherbergin á Anthelia eru rúmgóð og loftkæld með verönd eða svölum. Hvert herbergi býður upp á flatskjásjónvarp og koddaúrval.

 

6. Adrián Hoteles Jardines de Nivaria

hotelesjardines

hotelesjardeins

jardineshotelroom

Hið íburðarmikla Hotel Jardines de Nivaria er staðsett á Fañabé-ströndinni á suðurhluta Tenerife.

Það býður upp á heillandi garð með tveimur útisundlaugum, heilsulind og nýtískuleg herbergi með ókeypis Wi-Fi-Interneti og sérsvölum.

Á hótelinu er að finna púttvöll, veggtennisvöll, tennisvöll og heilsuræktarstöð.

Heilsulind hótelsins býður upp á gufubað, eimbað og Vichy-sturtu (hvað svo sem það er).

 

7. Iberostar Grand Hotel El Mirador – Adults Only

iberostar-adults-only

iberostaradultsonly2

hotelbreakfast

Eins og gefur að skilja er þetta ekki hótel fyrir fjölskyldufólk.

Á staðnum eru bar við sundlaugarbakkann, sælkeraveitingastaður að nafni El Cenador og La Tosca Bar sem býður upp á lifandi píanónlist á kvöldin.

Þetta er semsagt hótel fyrir pör eða hópa í leit að barnlausri afslöppun.

 

8. Aparthotel Columbus

aparthotelcolumbus

aparthotelpool

play

íbúðahótelið Aparthotel Columbus, næst-vinsælasta hótel notenda Dohop, er staðsett nálægt Playa de las Americas-golfvellinum, á suðurhluta Tenerife.

Þar er að finna fjórar útisundlaugar, þar á meðal barnasundlaug, heitan pott og líkamsræktarmiðstöð.

Allar stúdíóíbúðirnar á Aparthotel Columbus eru með svalir, litlu eldhússvæði með ísskáp, helluborði og brauðrist.

9. Apartamentos Playazul

apartamentosplayazul

5849427

11754933

Hin heillandi Apartamentos Playazul er staðsett í miðbæ Playa de las Americas-dvalarstaðarins á Tenerife.

Það er með setustofu með sjónvarpi, sófa og viftu. Öryggishólf er í boði gegn aukagjaldi.

 

10. Dream Hotel Noelia Sur

dreamhotelnoeliasur

bridge

dreamhotelsunset

Eins og Iberostar Gran Hotel Mirador, þá er þetta hótel ekki fyrir fólk með börn. Hér er þó gengið skrefinu lengra; á hótelinu er nefninlega að finna nektarsvæði.

Á hótelinu er líka tómstundasvæði á þakinu með sjóndeildarhringssundlaug með nuddpotti, sólarverönd með Balí-sólbekkjum, líkamsræktar- og vellíðunaraðstöðu, fyrrgreint nektarsvæði og bar með útsýni.

Jæja, hvaða hótel líst ykkur best á?

Er Dohop besta flugleitarsíða í heimi?

Er Dohop besta flugleitarsíða í heimi?

Ísland á margt sem er framúrskarandi; fótboltalið, lambakjöt, fossa og, þó sumir viti það ekki, Dohop.

Já. Dohop, sem stofnað var í Reykjavík 2004, er nú í fjórða skipti í röð tilnefnt til World Travel Awards verðlauna í flokknum besta flugleitarvefur í heimi.

worlds-leading-flight-comparison-website-2016-nominee-shield-256

Við unnum verðlaunin 2014 og vonumst til að endurtaka leikinn nú.

Af hverju kjósa Dohop?

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um hluti sem við höfum gert síðasta árið, mögulegar ástæður þess að Íslendingar ættu að kjósa Dohop.

  • Ný vefsíða og nýtt útlit vörumerkis í samstarfi með Bedow
  • Valið Nýsköpunarfyrirtæki Íslands 2016
  • Knýjum nú flugleit rússnesku leitarvélarinnar Yandex
  • Sjáum um tæknina á bakvið GatwickConnects vöru Gatwick flugvallar
  • Bætum verðdagatali í flugniðurstöður
  • Settum inn verðvernd í samstarfi við FLYR
  • Endurbættum appið eftir óskum notenda

 

Þetta árið er lokaathöfn World Travel Awards, “Óskarsverðlaun ferðabransans”, haldin á Maldive-eyjum, 2. desember.

Maldive-eyjar líta svona út:

ohuveli

Jæja, ert þú búin/n að kjósa Dohop?

vote-for-us-horizontal-button-400x128-2016

Þetta eru borgirnar sem þið ætlið til á næstunni

Þetta eru borgirnar sem þið ætlið til á næstunni

Vissir þú að við getum séð hvert Íslendinga langar að fara?

Þegar við förum yfir það hvert flestir leita að flugi og bóka hótel kemur ansi góð mynd af því hvaða borgir eru vinsælastar.

Og við erum ekki að tala um eina og eina flugleit, því í september gerðu Íslendingar hvorki meira né minna en 430.437 flugleitir á Dohop!

Og það verður að segjast að Íslendingar eru að fara sérstaklega vel troðnar slóðir á næstunni.

Þannig er að tvær borgir eru lang-vinsælastar um þessar mundir, bæði hvað varðar flug og hótel (þetta helst jú í hendur.) Og hvaða borgir eru þetta? Gáum.

Flug – Kaupmannahöfn

 

Londonog Kaupmannahöfn hafa lengi verið vinsælar á Dohop en sjaldan svona afgerandi langvinsælastar. Mögulega er þetta vísbending um hvert fólk ætlar að fara til að gera jólainnkaupin.

Hótel – London

 

Áhugavert er að sjá að fleiri bóka hótel í London en í Kaupmannahöfn, þó fleiri séu á leiðinni til Danmerkur.

Ert þú búin að bóka flug á næstunni? Hvert ertu að fara?

Óvænt hækkun á flugverði? Ekki lengur.

Óvænt hækkun á flugverði? Ekki lengur.

Hefur þú haft áhyggjur af því að þú þurfir að bóka flug um leið og þú finnur það, annars hækki það um tugi þúsunda?

Það er fátt leiðinlegra en að vera búin að finna fullkomið flug á góðu verði og síðan þegar þú ætlar að bóka það daginn eftir þá er það orðið miklu dýrara.

Hefur þú lent í því?

Jæja, við erum búin að bæta þjónustu frá FLYR við niðurstöðurnar okkar, þannig að þetta vandamál gæti verið úr sögunni.

flyrlogo

Nú getur þú nefninlega “fest” verð á flugi, og þannig tryggt að þú getir fengið það á uppgefnu verði, þó það hækki næstu dagana á eftir.

Kostnaður við að festa flugverð er á milli 500 og 1500 krónum og það tryggir að þú þurfir ekki að borga meira en verðið sem þú fannst á Dohop.

Hækki verðið um þúsundir króna næstu daga þarftu samt bara að borga verðið sem fest var.

Lækki verðið hinsvegar lætur FLYR þig vita og þá er hægt að bóka nýja, lægra verðið!

Svona virkar þetta. Þú leitar að flugi eins og venjulega á Dohop og bíður eftir niðurstöðum.

FLYR birtist sem valmöguleiki undir bókunartakka eftir leit, svona:

screen_shot_2016-09-28_at_13_03_56

Þegar þú smellir á “Festa fyrir” birtist eftirfarandi skjár:

flyrexample

Eftir að setja inn tölvupóst og kortanúmer færð þú póst frá FLYR þar sem þú sérð yfirlit yfir flugverðið og hvernig þú getur síðan bókað. Ef verðið lækkar, færðu senda tilkynningu og getur þá bókað á nýja, lága verðinu.

FLYR, Inc. er staðsett í San Francisco og sérhæfir sig í spám um breytingar á flugverði og tryggingum gegn óvæntum breytingum. FLYR hefur úr miklu magni upplýsinga að spila, en spár þeirra og verðáætlanir byggja á sérhæfðu reiknilíkani flugverða, einstöku í heiminum.

Svona færð þú hagstæðustu hótelin á Dohop

Svona færð þú hagstæðustu hótelin á Dohop

Þú vilt ekki borga of mikið fyrir hótel, er það nokkuð?

Á hótelvef Dohop er nú að finna yfir milljón hótel og gististaði um allan heim. Það er því ekki von um að vita alltaf hvað hótel séu ódýrust eða best hverju sinni.

Hér fyrir neðan eru þrjú “trikk” til að passa að þú sért örugglega að fá sem mest fyrir peninginn.

1. Fylgstu með lúxustilboðum

Luxustilboð Dohop hotel

Þegar 4- eða 5-stjörnu hótel sem fengið hefur góðar umsagnir gesta og með háa einkunnagjöf samtals er með tilboð eru þau merkt sérstaklega, með appelsínugulum “Lúxustilboð” miða.

Þessi hótel eru því með því allra besta sem hægt er að fá fyrir peninginn. En þessi tilboð birtast oft líka bara þegar fá herbergi eru eftir, þannig að það getur verið gott að bóka þau snemma.

2. Nýttu þér tímabundna afslætti

screen-shot-2016-09-20-at-14-20-50

 

Þegar hótel er með afslátt þá daga sem þú ert að skoða er það merkt sérstaklega.

Afslættirnir eru yfirleitt á bilinu 20% – 35% en fara alveg upp í 60% stundum.

3 Gríptu ofurtilboð

screen-shot-2016-09-20-at-14-55-00

Stundum sameinast þetta tvennt í ofurtilboð, sem vara þá aðeins í tiltekinn tíma, eins og sést á niðurtalningsklukkunni uppi í hægra horninu. Þarna er mikill afsláttur í stuttan tíma á hóteli sem telst skara framúr.

Munið líka

Oftast nær hægt að afpanta hótel með sjö daga fyrirvara og þá þarf ekki að borga neitt. Bara svona ef þú vilt taka frá hótelherbergi fyrir næsta sumar.

Lestu vel umsagnir gesta sem hafa verið á hótelinu sem þú ert að skoða.

Skoðaðu myndirnar, því hverju hóteli á Dohop fylgir yfirleitt mikið af myndum.

Íslendingar vilja stærri hótel, færri ferðast innanlands

Íslendingar vilja stærri hótel, færri ferðast innanlands

Í hverjum mánuði framkvæma Íslendingar hundruð hótelbókana á vef Dohop. Við höfum því tekið saman upplýsingar um það hvernig Íslendingar bókuðu hótel í ágúst og borið saman á milli ára.

Þannig sjáum við hvernig og hvar þið eruð að bóka hótel.

Stærri hótel vinsælli
Næstum tvöfalt fleiri bókuðu gistingu á svokölluðum “Resort” hótelum nú en í ágúst í fyrra.

Resort hótel eru yfirleitt stærri og þar á allt á að vera til alls; matur og skemmtun og margir eyða öllu fríinu á sjálfu hótelinu, sem oft liggur þá að strönd. Sérstaklega virðast stærri hótel á Kanaríeyjum vinsæl þetta árið.

Fleiri leita að gistinu utan hinna hefðbundnu hótela, eins og hostel og íbúða en mun færri velja mótel.

Fólk gistir lengur á hótelunum
Meðallengd dvalar á þeim hótelum sem bókuð voru á Dohop í nýliðnum ágústmánuði er tæpir fjórir dagar. Það er um 20% lengri dvöl en á sama tíma í fyrra þegar meðallengd dvalar var rúmir 3 dagar.

Það virðist því vera að Íslendingar stefni á að fara í lengra frí en á sama tíma í fyrra. ogamfara þessu er töluvert minna um fólk sé að bóka hótel í eina nótt.

Hér má sjá þróunina:

Vinsælustu borgirnar

Borgin sem flestir Íslendingar bókuðu hótel í síðastliðinn ágústmánuð var Tenerife. Í fyrra var Kaupmannahöfn vinsælust. Tenerife var sjötta vinsælasta borgin í fyrra og vinsældirnar því að aukast.

 

Ekki eru miklar breytingar á því hvaða borgir eru vinsælastar, en átta af tíu vinsælustu borgum ágústmánaðar í fyrra eru enn meðal tíu vinsælustu borga þetta árið.

 

Hótel á Íslandi falla í vinsældum með Íslendinga

Annað áhugavert sem sést þegar upplýsingar um þær borgir sem flestir íslendingar bóka hótel í eru skoðaðar er að Akureyri og Reykjavík falla mikið í vinsældum milli ára.

Reykjavík, sem var í 4. sæti í fyrra dettur niður í það 7. Akureyri, sem var tíundi vinsælasti áfangastaður Íslendinga í fyrra fellur nú niður í 24. sæti.

untitled_infographic

Ferðist þið síður innanlands?