Category Archives: Fréttir

Dohop – Besti flugleitarvefur í heimi

Dohop – Besti flugleitarvefur í heimi

Dohop var valinn besti flugleitarvefur heims á World Travel Awards!

20161203_181509-1

Dohop hefur verið kjörinn “Besti flugleitarvefur heims” (e. World’s Leading Flight Comparison Website 2016) af World Travel Awards. 

Við þökkum kærlega öllum þeim sem gáfu sér tíma til að kjósa okkur.

Með sigrinum erum við í hópi stærstu fyrirtækja heims í ferðageiranum; fyrirtæki á borð við Lufthansa, Hertz, Hilton og Expedia. Dohop er jafnframt eina íslenska fyrirtækið sem tilnefnt hefur verið til lokaverðlauna World Travel Awards.

Fyrr á þessu ári unnum við Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016, þannig að þetta eru önnur stóru verðlaunin sem við vinnum í ár.

Við hlutum einnig tilnefningu World Travel Awards sem “Besta tæknilausnin í ferðaiðnaðinum”, (e. World’s Leading Travel Technology Provider 2016) en vann ekki.

Verðlaunahátíðin fór fram á paradísareyjarklasanum Maldives, og var stórglæsileg í alla staði.

Árni már Jónsson veitir verðlaununum viðtöku á Maldive-eyjum á föstudagskvöldið.

 

Er Dohop besta flugleitarsíða í heimi?

Er Dohop besta flugleitarsíða í heimi?

Ísland á margt sem er framúrskarandi; fótboltalið, lambakjöt, fossa og, þó sumir viti það ekki, Dohop.

Já. Dohop, sem stofnað var í Reykjavík 2004, er nú í fjórða skipti í röð tilnefnt til World Travel Awards verðlauna í flokknum besta flugleitarvefur í heimi.

worlds-leading-flight-comparison-website-2016-nominee-shield-256

Við unnum verðlaunin 2014 og vonumst til að endurtaka leikinn nú.

Af hverju kjósa Dohop?

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um hluti sem við höfum gert síðasta árið, mögulegar ástæður þess að Íslendingar ættu að kjósa Dohop.

 • Ný vefsíða og nýtt útlit vörumerkis í samstarfi með Bedow
 • Valið Nýsköpunarfyrirtæki Íslands 2016
 • Knýjum nú flugleit rússnesku leitarvélarinnar Yandex
 • Sjáum um tæknina á bakvið GatwickConnects vöru Gatwick flugvallar
 • Bætum verðdagatali í flugniðurstöður
 • Settum inn verðvernd í samstarfi við FLYR
 • Endurbættum appið eftir óskum notenda

 

Þetta árið er lokaathöfn World Travel Awards, “Óskarsverðlaun ferðabransans”, haldin á Maldive-eyjum, 2. desember.

Maldive-eyjar líta svona út:

ohuveli

Jæja, ert þú búin/n að kjósa Dohop?

vote-for-us-horizontal-button-400x128-2016

Flugverð aldrei verið lægra – verðkönnun Dohop

Flugverð aldrei verið lægra – verðkönnun Dohop

Niðurstöður nýjustu verðkönnunar okkar ættu að gleðja marga.

Ekki bara hefur aldrei verið ódýrara að fljúga frá Íslandi, heldur stefnir í að flugverð eigi eftir að halda áfram að lækka fram á haustið.

ariplanes at Kef airport
Meðalverð á flugi frá Keflavík er nú 44.045 krónur báðar leiðir og hefur ekki verið lægra þann tíma sem Dohop hefur framkvæmt verðkannanir.

Aldrei hafa fleiri flugfélög haldið uppi áætlunarflugi til og frá Keflavík og samkeppnin útskýrir að hluta þessar miklu lækkanir á verði, sem og áframhaldandi lágt verð á olíu.


Á grafinu hér fyrir ofan er núverandi meðalverð á flug síðasti rauði punkturinn. Gráa línan sýnir spá okkar um þróun á flugverði.

Þið þurfið ekki einu sinni að lesa meira af þessum pistli, faraði bara beint á Dohop Go! og sjáiði hversu mikið er í boði næstu vikur, báðar leiðir, fyrir minna en 50.000.

23% lækkun á flugverði milli mánaða

Þegar verð á flugi til þeirra áfangastaða sem samkeppni ríkir á markaði er skoðað fyrir næstu vikur kemur fram áberandi lækkun milli mánaða.

Heilt yfir er nú um 23% ódýrara að kaupa flugmiða en það var fyrir mánuði.

Mestu ráða þar miklar lækkanir á flugi til borga í Evrópu, t.d. Mílanó, Kaupmannahafnar og Barselóna.

Hér má sjá meðalverð á flugi til 10 vinsælla borga næstu vikur:

Ódýrara að fljúga sumarið 2016 en 2015

Þegar verð á flugi næstu vikur eru skoðað og borið saman við verð á sama tímabili í fyrra má sjá rúmlega 21% lækkun á meðalflugverði milli ára.

Aldrei hefur verið ódýrara að kaupa flugmiða.

Í Dohop Go má nú t.d. finna flug til 90 borga, allt um eða undir 40.000 krónum báðar leiðir.

Aldrei hafa fleiri flugfélög haldið uppi áætlunarflugi til og frá Keflavík og samkeppnin útskýrir að hluta þessar miklu lækkanir á verði, sem og áframhaldandi lágt verð á olíu.

Einnig má gera ráð fyrir að Dohop hafi aldrei nýst eins vel og um þessar mundir.

Þó að flug sé nú 21% ódýrara en í fyrra gerir Dohop engu að síður enn ráð fyrir frekari verðlækkunum, að því gefnu að verð þróist eins og í fyrra.

Íslendingar leita annað en til Frakklands

Íslendingar leita annað en til Frakklands

Nú þegar EM er lokið leita Íslendingar annað en til Frakklands.

Í júní leituðu 94.000 Íslendingar að ferðum til og frá Íslandi og í flestum tilfellum beindist leitin að ferðum á EM í Frakklandi.

Dohop-Sightseeing-Europe-Blue-RGB_02-1

 

Bless Frakkland og halló Spánn!

Nú þegar EM í Frakklandi er lokið beinist leit Íslendinga á vef Dohop að ferðum til Spánar en það er í takt við þær venjur sem hafa verið í gangi undanfarin ár. Spánn virðist halda vinsældum sínum hjá Íslendingum þegar kemur að því að finna áfangastað fyrir sumarleyfin.

Dæmi um fleiri vinsæla áfangastaði yfir sumartímann eru strandbæir í Bretlandi, Danmörku, Bandaríkjunum og Þýskalandi, svo eitthvað sé nefnt. En strendur þessara landa eru m.a. við Bristol, Timmendorfer, Sylt, Hornbæk, Santa Monica ásamt vinsælum áfangastöðum við strendur Miami í Florida. Einnig er vert að nefna strendur Nantasket, Cape Cod og Maine við Connecticut en þær eru töluvert nálægt þekktum áfangastöðum eins og Boston og NY. Nóg er úrvalið af spennandi áfangastöðum.

julí 2016 topp 10 Áfangastaðir

Dohop Go. Anywhere. Simple.

Ef þú ferð inn á www.dohop.is/go og skoðar tímabilið júlí til desember 2016, finnur þú rúmlega 75 áfangastaði sem kosta undir 40.000 kr. Yfir 20 áfangastaðir kosta undir 30.000 kr. og meðal annars er að finna ferð til Parísar á frábæru verði.

Nú er rétti tíminn til að skoða ferðir til Englands, Evrópu eða jafnvel Bandaríkjanna og Dohop Go hjálpar þér að finna rétta verðið.

Dohop appið fyrir Android og iOS – útgáfa 3.0

Við uppfærðum nýlega appið okkar sívinsæla og erum við nú í útgáfu 3.0 fyrir Android og iOS. Uppfærslan sýnir nýtt útlit og hönnun sem gerir þér kleift að sjá þínar fyrri leitir ásamt uppfærslum á leitarniðurstöðum. 

Rétt um tuttugu þúsund hafa sótt appið í símann til að tryggja aðgengi að bestu verðunum, plana fríið, ferðir á leiki og viðburði eða bóka hentug flug og hótel fyrir vinnuferðir. Skiptingin milli þeirra er sækja appið í Google Play og App store er nánast til helminga. Nýjum app notendum fjölgar ört því rétt um 250 sóttu Dohop appið í síðustu viku.

Dohop appið er hentugt til að skoða og plana ferðalagið í símanum hvar og hvenær sem er. Þúsundir hafa sótt appið í símann til að tryggja aðgengi að bestu verðunum, plana fríið, ferð á leiki og viðburði eða bóka hentug flug og hótel fyrir vinnuferðir.

dohop_fligths_app_iphone

playStore appstore_360

Til hamingju Ísland með þjóðhátíðardaginn 2016!

Til hamingju Ísland með þjóðhátíðardaginn 2016!

Hæ hó og jibbí jey og til hamingju Ísland!

Dohop-Anywhere-Iceland

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er í dag 17. júní og ekki annað hægt að segja en að Íslendingar fagni þjóðhátíðardeginum með meiri spenningi en áður.

Íslendingar hafa fagnað sjálfstæði þjóðarinnar frá árinu 1944 en í dag liggur beinast við að fagna “sigri” Íslendinga á Portúgal á EM. Það að ná jafntefli á móti liði Portúgals sýnir að Íslendingar eru til alls líklegir og verður að kallast ákveðinn sigur. Cristiano Ronaldo ætti ekki að vanmeta íslenska landsliðið þó svo að liðið komi frá smáþjóð sem telur 331.667 íbúa (14. Júní 2016) því öll þjóðin styður við bakið á landsliðinu…. Áááfraaam Ííísslaaaand!

Mikil tilhlökkun er í stoltum landanum vegna leiks Íslands á móti Ungverjalandi sem fram fer á morgun laugardag kl. 16:00 að íslenskum tíma á Stade Vélodrome leikvanginum.

Gæsahúð !

Bóka flug Bóka bílaleigubíl Bóka hótel

Þjóðhátíðardagurinn!

Þjóðhátíðardagurinn

Ísland hefur í gegnum tíðina sigrað heiminn á svo margan hátt og fyrir þá sem ekki vita státar Ísland af því að eiga elsta starfandi þing í heiminum.

Af tilefni þjóðhátíðardagsins eru hér áhugaverðar staðreyndir:

 • Ísland státar af elsta alþingi heims en það var stofnað á Þingvöllum árið 930.
 • Íslendingar náðu sjálfstæði frá Danmörku árið 1944.
 • Þjóðhátíðardagurinn varð 17. júní þar sem forseti Íslands, Jón Sigurðsson fæddist þann dag.
 • Litir íslenska fánans tákna vatnið í kringum landið, jökla landsins og þau virku eldfjöll sem landið hefur að geyma.
 • Fyrsti forseti Íslands var Sveinn Björnsson.
 • Ísland hefur aðeins átt 5 forseta frá upphafi lýðveldisins.
 • Vigdís Finnbogadóttir varð fyrsta konan til að gegna embætti forseta og setti hún ákveðið fordæmi á heimsvísu í baráttumálum kvenna.

Árið 2009 varð Jóhanna Sigurðardóttir fyrst íslenskra kvenna til að gegna stöðu forsætisráðherra, einnig mikilvægur þáttur í jafnréttisbaráttu kvenna á heimsvísu.

Þar sem Íslendingar eru þekktir fyrir að sameina krafta sína þegar mikið liggur við, eins og þegar landsliðið þarf að vinna fótboltaleiki á EM, langar okkur hjá Dohop að benda á söfnun sem er í gangi og fer fram samhliða Wow hjólreiðakeppninni.

Wow Cyclathon

Lið Dohop þátttakandi í WOW hjólreiðakeppninni

Keppninni lýkur í dag á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Team Dohop leggur sitt af mörkum og hefur skipað lið sem hjólar hringinn í kringum landið til styrktar samtökunum Hjólakraftur, en það eru samtök sem stuðla að heilbrigðum lífstíl ungmenna sem hafa átt erfitt uppdráttar.

Við hvetjum landsmenn til að standa saman að þessu verðuga málefni og segjum… Áfram Ísland og áfram Team Dohop!

Hér er hægt að fylgjast með liði Dohop og styrkja um leið gott málefni.

Team Dohop í WOW Cyclothon

 

Þreföldun í leit að flugi til Frakklands eftir leikinn gegn Portúgal

Þreföldun í leit að flugi til Frakklands eftir leikinn gegn Portúgal

Strax eftir að leik Íslands og Portúgals lauk á þriðjudagskvöldið fór fjöldi Íslendinga að leita sér að flugi til Frakklands.

Á eftirfarandi gröfum má sjá bæði stökkið sem kom í heimsóknum á Dohop strax að loknum leiknum sem og gífurleg aukning í flugleitum til Frakklands.

Stökk í vefumferð strax eftir leik

Greinilega má sjá stökk í fjölda notenda á Dohop strax að leik loknum. Heimsóknir á vef Dohop döluðu fram eftir kvöldi og eru í lágmarki á meðan á leik stendur. En um leið og leiknum lauk kom risastökk í heimsóknum.

Screen_Shot_2016-06-16_at_13_11_24

Ekki hefur áður sést jafnmikill munur á heimsóknum á milli klukkutíma, í allri sögu fyrirtækisins.

Einnig voru á þessum tíma, rétt eftir klukkan 21:00 á miðvikudagskvöldið, fleiri á vefnum í einu en verið hafði vikum saman.

Þreföldun í fjölda flugleita til Frakklands

Þegar leitir sem gerðar voru daginn eftir leikinn eru bornar saman við þær sem gerðar voru miðvikudaginn í síðustu viku sést nokkuð greinilega að Íslendingum liggur á að komast til Frakklands.

Á venjulegum dögum leita Íslendingar mest að flugi til Spánar, Frakklands, Danmerkur, Bretlands og Noregs.

Daginn eftir leikinn á móti Portúgal varð hinsvegar rúm þreföldun á leitum til Frakklands og því er greinilegt að nú liggur fólki á að komast á næstu leiki.

Grafið hér að ofan segir meira en mörg orð um áhuga Íslendinga á að komast til Frakklands.

Þá er ekkert eftir nema að fara á Dohop og tékka á flugi 😉

Ísland á EM 2016

Ísland á EM 2016

Áfram Ísland!

UEFA_Euro_2016_Logo.svg

Dohop kemur Íslendingum og öðrum þjóðum á Evrópumeistaramótið í Frakklandi !

Við erum stolt af því að gera stuðningsmönnum um heim allan kleift að finna ódýr flug og hótel og möguleika á að bóka bílaleigubíl á góðu verði fyrir þennan einstaka viðburð í Frakklandi.

“Team Dohop” lætur sig ekki vanta á völlinn til að styðja við sitt lið og verður í stúkunni til að upplifa fyrsta leik Íslands á EM. Fyrsti leikur Íslands verður á móti liði Portúgals á Stade Geoffroy Guichard í Saint-Étienne þriðjudaginn 14. Júní.

Það eru nokkrar staðreyndir sem gerir þátttöku Íslendinga á EM sérstaklega magnaða. Ísland er fámennasta þjóðin til að taka þátt í EM frá upphafi. Ekki nóg með það að vera fámennasta þjóðin heldur eiga Íslendingar einnig fámennustu atvinnumannadeildina af þeim þjóðum sem hafa unnið sér inn réttindi til þátttöku á EM.

Íslendingar státa af 75 atvinnumönnum og einhverjir þeirra gegna öðrum störfum samhliða atvinnumennskunni. Til dæmis er gaman er að segja frá því að markmaðurinn Hannes Þór Halldórsson er starfandi framleiðandi og kvikmyndagerðamaður og þjálfarinn Heimir Hallgrímsson er í raun menntaður tannlæknir og samkvæmt Wikipedia er hann fæddur á þessum degi 10. júní 1967. Til hamingju með afmælið Heimir !

Dohop-Euro2016

 

Verkfall í Frakklandi – Vert að hafa í huga !

Nokkrar starfsstéttir eru í verkfalli í Frakklandi og hefur það haft áhrif á samgöngur svo sem flug, lestarleiðir og fleira. Til að forðast að lenda í vandræðum er vert að hafa í huga að farþegum ber að fylgjast vel með fréttum frá því flugfélagi er bókað var hjá og vera í sambandi við þjónustuver þeirra ef til kemur. Air France hefur þó sent frá sér tilkynningu þess efnis að þeir hyggjast fljúga 90 % af áætluðu flugi þennan tiltekna dag 11.júní. Yfirvofandi verkfall hefur verið tilgreint frá og með 11. júní til og með 14. júní.      

Ef upp kemur sú staða að þú þurfir að breyta ferðaplönum vegna  fyrirhugaðs verkfalls getur Dohop auðveldað þér leitina að viðeigandi flugi, hóteli eða bílaleigubíl.

Bóka flug Bóka bílaleigubíl Bóka hótel

 

Ódýrasta flugið er ekki endilega það besta. Sjáðu bara.

Ódýrasta flugið er ekki endilega það besta. Sjáðu bara.

Við erum til af því að þið viljið ferðast. Og við vorum að bæta svolitlu við Dohop sem ætti að gera ferðalagið auðveldara.

Á Dohop hefur fólk lengi getað leitað að ódýru flugi, herbergjum í vel staðsettum hótelum og bílaleigubílum sem ilma vel.

Fyrir tveimur vikum kynntum við verðdagatalið okkar til leiks og fólk tók vel í það.

Í dag kynnum við enn eina nýjung við flugleitina okkar. Eitthvað sem hefur vantað.

Ódýrast – Fljótlegast – Best

 

Screen Shot 2016-05-24 at 11.53.09

Hingað til hefur verið hægt að flokka niðurstöður á flugleit Dohop á tvo vegu; eftir verði og eftir heildartíma ferðalags.

Nú sérðu einnig hvaða flugáætlanir við teljum vera bestar.

Screen_Shot_2016-05-23_at_15_29_59

Hér fyrir ofan má sjá frábært dæmi um þetta.

Hér erum við með flug til Lissabon, höfuðborgar Portúgal í júlí. Við birtum í fyrstu þá valmöguleika sem eru ódýrastir, enda nota flestir Dohop til að finna sér ódýrt flug.

Þarna má líka raða eftir því hversu langur ferðatíminn er.

Nýlega bættum við nýrri leið til að flokka niðurstöður úr flugleit við Dohop.

Best!

Þegar við sorterum flug eftir því hvað er best tökum við tillit til verðs, flugtíma, millilendinga, tíma á milli tengifluga, hvort ferðalagið krefjist þess að gist sé á milli fluga og meira í þeim dúr.

Oft er ódýrsta flugið best. En stundum er það þess virði að borga aðeins meira til að komast fyrr á áfangastað eða til að forðast stress á flugvellinum.

Og nú er það hægt. 🙂

Þrjú dæmi:

 

1. Flug til Tenerife þar sem fljótlegasta flugið er dæmt betra en það ódýrasta:

Screen Shot 2016-05-24 at 11.51.43

 

2. Flug til Madríd þar sem hvorki ódýrasta né fljótlegasta teljast best:

Screen Shot 2016-05-24 at 11.54.17

 

3. Flug til Prag, besta er annað en það sem er ódýrast eða fljótlegast:

Screen Shot 2016-05-24 at 13.49.51

 

Nú er Dohop ekki bara með ódýrasta flugið, heldur líka það besta.

Prófaðu bara.

Nýjung á Dohop – Sjáðu verðdagatal

Nýjung á Dohop – Sjáðu verðdagatal

Notendur spyrja okkur oft hvort ekki sé hægt að sjá verð í kringum ákveðnar dagsetningar, í stað þess að þurfa að leita aftur og aftur.

Stundum langar þig bara sjá verð til áfangastaða á nokkurra daga tímabili. Best auðvitað ef það væri hægt að sjá dagatal yfir verð báðar leiðir á einhverju tímabili.

Við kynnum…

 

Verðdagatal Dohop

 

Screen Shot 2016-05-10 at 14.03.04

Nú getur þú séð hvað kostar að fljúga á dögum nálægt dagsetningunum sem þú byrjaðir með. 

Á myndinni fyrir ofan sést t.d. að spara má 13.464 krónur með því að fljúga heim þremur dögum fyrr (en það er kannski ekkert gaman) en líka að spara má 10.000 með því að fljúga heim degi seinna.

Og þannig nær viðkomandi einum degi í viðbót í París.

Eða skoðaðu þetta flug til Amsterdam.

Í heildina sýnir dagatalið þér verð fyrir 49 dagapör í einu.

Nokkur dæmi þar sem verðdagatalið kemur að góðum notum:

Flug til Kaupmannahafnar þar sem spara má rúmlega 9.500

Flug til London þar sem spara má 15.000 krónur.

Flug til New York sem sýnir mögulegan sparnað upp á 30.000 krónur

Screen_Shot_2016-05-11_at_10_09_12

Þekkir þú einhvern sem er búinn að vera að bíða eftir einmitt þessu?

Stundvísi flugfélaga í nóvember 2015

Stundvísi flugfélaga í nóvember 2015

Reykjavík, 2. desember 2015
 • Icelandair stundvísast við brottfarir með 83% á réttum tíma
 • easyJet og WOWair voru óstundvísustu flugfélögin
 • Aðeins tvö flug felld niður í nóvember

Dohop hefur skoðað stundvísi flugfélaga í nýliðnum mánuði og kom í ljós að Icelandair var stundvísast við brottfarir, með 83% brottfara á réttum tíma. Við komur var breska flugfélagið easyJet stundvísast með 77% koma á réttum tíma. Meðaltöf við brottfarir hjá Icelandair var 5,66 mínútur og meðaltöf við komur hjá easyJet var 8,45 mínútur.