Dragðu
Velkomin
Skógur sem vex
Hvað getur þú gert?
TreememeberMe
Við lofum

Skógur sem vex samhliða ferðalögum okkar

Loftslagsbreytingar eru staðreynd og við þurfum að bregðast við núna.

Við verðum öll að taka sameiginlega ábyrgð og láta strax til okkar taka. Sáum fræjum, ræktum tré saman og kolefnisjöfnum ferðalögin okkar. Einföld og skemmtileg lausn, ekki satt? Ræktum skóglendi, búum til framtíðarverðmæti og græðum Ísland saman. Allir vinna.

Eruð þið til í þetta?

eða

Hvað getur þú gert?

Við verðum öllbyrja einhvers staðar. Ekki satt?

Um Treememberme

TreememberMe gróðursetur tré í íslenskum skógum í samstarfi við Skógræktina. Viðskiptavinir fá upplýsingar um staðsetningu, tegund og áætlaða kolefnisbindingu allra trjáa sem þeir skrá sig fyrir.

Eigendur trjáa fá útvegaðan prófíl þar sem hægt er að fylgjast með tránum sem viðkomandi hefur keypt og jafnvel heimsækja þau, þar sem þar er að finna upplýsingar um hnitin! Frekari upplýsingar um TreememberMe og allt ræktunarferlið má finna á www.treememberme.com.

Treememeberme forrest
Treememeberme forrest

Loforð okkar og TreememberMe

Við lofum að:

  • Hvert tré sem þú kaupir er gróðursett.
  • Heildarrúmmál kolefnisjafnaðarins sem við seljum er metið áreiðanlega og rétt.
  • Hvert tré sem þú kaupir verður hluti af varanlegum skógi.
  • Hvert tré sem þú kaupir er viðbót við trén sem nú þegar er fyrirhugað að gróðursetja.
  • Gróðursetning trjánna þinna leiðir ekki til losunar koltvísýrings á öðrum stað
  • Engin fjárhagslegur hagnaður fellur til Dohop í ferlinu
0