Dohop Connect

Dohop Connect tryggir að ferðalagið verður eins áhyggjulaust og mögulegt er og verndar þig fyrir aukakostnaði ef röskun verður á flugi.

Ef tímasetning á bókuðu flugi er breytt, flugi er aflýst eða flugi seinkar þannig að þú nærð ekki bókuðu tengiflugi, hefur þú rétt á að bóka nýtt flug án aukakostnaðar fyrir þig, fyrir allt að 1.500 evrur. Ef þú finnur ekki nýtt flug endurgreiðum við þér þann hluta bókunarinnar sem þú getur ekki notað.

Hins vegar ef eitthvað sem þú gerir eða gerir ekki, er ástæðan fyrir því að þú nærð ekki tengifluginu, eða upp koma óviðráðanlegar aðstæður (force majeure), eldgos, óveður o.s.fr.v., gildir vernd Dohop Connect ekki. Að auki fellur vernd Dohop Connect úr gildi ef þú breytir ferðaáætluninni frá upprunalegu bókuninni hjá okkur án þess að láta okkur vita.

Fyrir hvað er ég að greiða?

Þegar þú greiðir fyrir flugmiða bætist við lágt gjald fyrir Dohop Connect verndina. Þar með höfum við skuldbindið okkur til að gera ávallt okkar besta til að hjálpa þér að komast á lokaáfangastað ef röskun verður á flugi. Gjaldið fyrir Dohop Connect er ekki endurgreiðanlegt.

Hvað á ég að gera ef ég missi af tengiflugi?

Hafðu samband eins fljótt og mögulegt er við þjónustuver Dohop Connect og við aðstoðum þig við að finna nýtt flug. Hringdu í síma +44 1200 401410 eða sendu okkur tölvupóst á service@dohop.com. - Þjónustuver Dohop Connect er opið allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Við bendum þér á að lesa skilmálana til að skoða nánar hver réttur þinn er.

Hvað ef næsta tengiflug í boði er ekki fyrr en daginn eftir eða síðar?

Ef nýtt flug er aðeins í boði daginn eftir kveða skilmálar Dophop Connect á um þú eigir rétt á hótelherbergi. Hótelið er að eigin vali og má nóttin kosta allt að 60€ fyrir hvern farþega. Dophop Connect dekkar allt að tveimur nóttum fyrir hvern farþega. Ef farþegar verða að bíða á flugvelli eftir nýju tengiflugi fá þeir endugreidda máltíð að verðmæti allt að 15€ fyrir hvern farþega.

Er þjónustuver Dohop opið allan sólarhringinn?

Þjónustuver Dohop er opið allan sólarhringinn, alla vikuna, alla daga ársins. Við tölum ensku og mögulega einhver evrópsk tungumál, eftir því hverjir eru á vakt hverju sinni. Símanúmerið okkar er +44 1200 401410 og við erum snögg að svara tölvupósti. Netfangið er service@dohop.com.

Get ég afbókað flug?

Ef upp koma aðstæður þar sem þú þarft að afbóka flug bendum við þér á að hafa samband við viðkomandi flugfélag og fá leiðbeiningar þar.

Fæ ég Dohop Connect gjaldið endurgreitt ef ég afbóka flug?

Nei, Dohop Connect gjaldið er ekki ekki endurgreiðanlegt við neinar kringumstæður.

Get ég bætt farangri við bókunina mína?

Já, það er mögulegt að bæta við farangri en þú verður að gera það hjá viðkomandi flugfélagi, á vefsvæði eða í gegnum þjónustuver þess.

Get ég breytt dagsetningum í bókuninni minni?

Breytingar á dagsetningum eru aðeins leyfilegar í samræmi við reglur viðkomandi flugfélags og þeirra skilmála sem gilda um viðkomandi flugmiða. Til að fá staðfestingu á því hvort breytingar eru heimilar skal hafa beint samband við flugfélagið.

Get ég breytt eða leiðrétt nafn farþega?

Rétt eins og með breytingar á dagsetningu eða þegar farangri er bætt við bókun skal hafa beint samband við viðkomandi flugfélag. Ef eitthvað er óskýrt getur þú haft samband við þjónustuver okkar og við ráðleggjum þér hvernig skal standa að málum.

Bjóðið þið upp á innritun á netinu?

Gættu þess að innrita þig á netinu í öll flug í ferðaáætluninni fyrir brottför fyrsta flugsins. Ef þú gleymir því gerum við okkar besta til að aðstoða þig símleiðis. Athugaðu að ef þú þarft að innrita þig á flugvellinum mun viðkomandi flugfélag mögulega rukka aukagjald fyrir þá þjónustu.

Þarf ég vegabréfáritun eða flugvallaráritun (transit visa)?

Við útvegum engar upplýsingar um vegabréfsáritanir. Á ferðalagi á eigin vegum þarftu í flestum tilvikum að fara í gegnum vegabréfs- og tollskoðun áður en þú getur haldið áfram í tengiflugið. Á sumum flugvöllum er þó mögulegt að ná tengiflugi án þess að fara þar í gegn og án vegabréfsáritunar.

Get ég breytt ferðaáætlun minni?

Ef þú vilt breyta ferðaáætlun þinni þarftu að hafa beint samband við viðkomandi flugfélag. Ekki gleyma að ef þú breytir ferðaáætlun þinni án þess að láta okkur vita fellur Dohop Connect verndin niður.

Flugfélagið hefur breytt tímasetningum, hvað á ég að gera?

Ef þú hefur fengið tilkynnngu um að flugfélagið hefur breyt tímasetningu á flugi biðjum við þig að láta þjónustuver Dohop vita eins fljótt og mögulegt er í síma +44 1200 401410 eða með tölvupósti, service@dohop.com. Við munum gera okkar besta til að finna nýtt flug eða tryggja endurgreiðslu fyrir upprunalegu bókunina ef það er mögulegt.

Til að skoða okkar algengu spurningar, smelltu hér á
FAQ.
Viltu vita meira?
Hér getur þú lesið skilmála okkar.
Er röskun á fluginu þínu?
Hafðu samband við þjónustuverið.

+44 1200 401410

service@dohop.com